Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 25

Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 25
GLOUCESTERMENN I LÚÐULEIT. ...Það eina sem kannski verður ekki talið til nauð- synja er þetta pund af tóbaki, en ég skal fúslega gefa honum það. Einnig virðist í bréfi ræðis- mannsins i Höfn vera gerð athugasemd við að ekki hafi verið leitað bestu kjara í téð- um innkaupum. Gram bendir á að ekki sé um aðra verslun að ræða og því ekkert vafamál hvert leita eigi um nauðsynjar sem þessar. Það hefur verið þungt í Gram þegar hann skrifaði þetta bréf, því hann lýkur því þannig: Fyrir störf mín í þágu sjúkra bandarískra sjó- manna hef ég engin laun fengið önnur en óánægju og peningaútlát, bæði í við- skiptum mínum við skip- stjórana og ræðismanns- skrifstofuna. Ég er því orð- inn þreyttur á þessum starfa og vonast til að þér verði svo vænir að aðstoða mig við að útvega lausn mína frá embætti, því fyrr því betra; ég kæri mig ekki um að standa í þessum endalausu deilum. Ekki hef ég neinar heimildir fyrir því að Gram hafi verið leystur frá störfum, en nú fór að halla undan fæti í lúðu- veiðum Bandaríkjamanna við ísland og Gram sjálfur lést haustið 1898. Þannig varð ræðismannsstörfum hans sjálfhætt. HALLAR UNDAN FÆTI Lúðuveiðarnar við ísland virðast hafa gengið vel fram um 1894. Ársafli skipanna allra sveiflaðist frá fimm hundruð þúsund pundum af saltlúðuflökum og upp í eina miljón punda. Flest skip voru /2r árry *r J XaítC /crrr J/. JÍ íWmL y*,/ ^ •/ Jrrrc rrrnrCr. ny rrcrr—rr/r S ,jý'c/tc tlrctrt/y . rCy. J rírrrc rrr/ rrrrrrrrt cy^tc , rrcC r— tjcy/c ttcrS _ r%C Sý*/t II*. Jctyjt/rctcrtrCt, Jír nr/y drrrcrrtrc rvrrtA JMtC/t AttctyJtrtttrr/tt/. /ttt rrJrcrrC , rrrrccr/rcct ' JirS t/-ty crc rtrf Jcctctc/ itytcy rtry £trrttt/tc .^cc rrrrt rrr /,‘t /ttttct/c ctf rr/. Scc J írctcrr/ Zjtr/t Cctc/ícc c/rcr/ J/. y/ J&tcrr ,y/cJL c/y£jcly_ trttc/. CCttrSttL /, /Jt /trrr c//Zr X:. /. jrtc /ryrry rtty /txr~ /. Jí. trttS^l .yUÍrrtc cj/cciyí, ~ ' crrUtcr ctbSc J. /ir/rfít/yic— J'rt/cý/r.. criAtrc/ /tr, 6/y/rtttr ccr/t ryittt /cyttry . fcrt/rtrS r Ai/y/rrttt/ rmir/ CtcJ rý/r/títct', /yr/S.c rri/H r ycýitríct rf/it errJ^ttrJ/y r.t„/crtý iúro. rr/r'ti r//rt ^ *' ^ tytrU^, tuttrT á miðunum árin 1892 og 1893, 13—14 skip hvort sumar. Verðið sem fékk fyrir aflann breyttist lítið þessi ár, 5-6 cent fyrir stærri flök og 2-3 cent fyrir þau minni. Af samanburði á aflatölum fyrir allan lúðuflota Gloucester- manna þann tírna sem veið- arnar voru stundaðar við ís- land má ætla að íslands- veiðarnar hafi verið um 1/10 hluti af heildarlúðuveiðunum þar á bæ. Vertíðin 1895 var hins vegar slæm og í lok hennar sagði í Gloucester- blöðunum að hún hefði geng- ið illa. Meðalafli á skip var 130 þúsund pund af flökum og fékkst það magn aðeins með því að veiða við Græn- land og síðan á nýjum miðum sem fundist höfðu undan St. John's á austurströnd Kanada. í Gloucester Daily Times sagði þetta haust, að „í heild verður að segja að lúðu- veiðin við ísland hafi nær algerlega misheppnast."26 Úr uppkasti N. Chr. Grams að bréfi til ræðis- mannsins i Kaup- mannahöfn, dag- settu 9. október 1895. Gram lýsir hér þeim erfiöleik- um sem honum hafa mætt í þessu starfi. Doríumenn róa llf- róður til að bjarga veiðinni. J. W. Collins átti einnig hugmyndina að þessari mynd, sem birtist fyrst með grein sem hann skrifaði um lúðuveiðar landa sinna. en engum sögum fer af árangri þeirra. Hlutverki ís- landsmiða í fiskveiðisögu Gloucester var lokið. COLLINS HEFUR SÍÐASTA ORÐIÐ Þótt ný mið við St. John's hafi fundist og eitthvað hafi verið veitt þar af lúðu, sem síðan var seld fersk á mörkuðum hinna örtvaxandi stórborga á Atlanshafsströnd Bandaríkj- anna, þá átti útgerð og fisk- iðnaður undir högg að sækja. í blöðum frá þessum tíma má iðulega lesa greinar um nauð- syn þess að endurnýja vinnsluaðferðir, auka fjöl- breytni í veiðum og verkun. Sem dæmi má nefna grein frá 1897 eftir títtnefndar J. W. Collins, „föður" lúðuveið- anna við Island, en þar harmar hann þróunina sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Hetjur hafsins sætti sig nú við að dunda við ferðamanna- þjónustu og almenningur vilji frekar borða nautakjöt og kjúklinga en reykt saltlúðu- flök og fisk yfirleitt. Breyttir samfélagshættir séu að ganga af fiskveiðunum dauðum.27) Þannig má líta á endalok lúðu- veiða Gloucestermanna við Island sem hluta af hnignun úthafsveiða á Nýja Englandi. Síðustu tilraunir til veiða við ísland voru gerðar 1896 og 1897, en þær verða að teljast algerlega hafa brugðist og svo virðist sem eftir það hafi eng- in skip frá Gloucester stundað veiðar hér við land. Nema hvað árið 1903 er þess getið í Boston Globe 13. mars, að tvö Gloucester skip séu að búast til farar á íslandsmið, / / \ X 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.