Ný saga - 01.01.1987, Síða 28
„Eigi skal höggva “
Indriöi G. Þorsteinsson
Víkingaöldin er íslend-
ingum nokkurn veg-
inn það sama og trúuðum
miðaldamönnum var f rásögn-
in af Adam og Evu, höggorm-
inum og eplinu. Lengra aftur
verður ekki farið í sagnfræði.
Einstaka menn vilja þó fara
lengra og styðjast þá við arf-
sagnir og annað, sem vinir
þekkingarinnar vilja kalla
hindurvitni vegna þess að
ekki hefur verið hægt að kort-
leggja sögu fyrir víkingatíma
samkvæmt rituðum heimild-
um.
Saga íslands og íslendinga
byrjar að sjálfsögðu um það
leyti sem Ingólfur Arnarson
kom til Ingólfshöfða og reið
gróin héruð, þar sem nú eru
sandar, í átt til Reykjavíkur í
leit að súlum sínum. En sigl-
ing Ingólfs yfir hafið gat allt
eins átt sér rætur í mann-
flutningum suður í Evrópu,
sem hófust á allra fyrstu öld-
um eftir Kristsburð. Svo mik-
ið er víst að íslenska þjóðveld-
ið hafði að fyrirmynd smá-
kóngaríki Vestur-Noregs fyr-
ir daga Haralds hárfagra og
önnur konungdæmi í mótun á
Skáni og á dönsku eyjunum.
Arfsagnir norrænna manna,
eins og í Niflungaljóðum og
Bjólfskviðu, svo og ásatrúin
sjálf benda til hinnar fyrri
óviðurkenndrar sögu og upp-
runa íslendinga, og fer þá að
skiljast margt í skapgerð
landsmanna, bæði á liðnum
tíma og í dag, þrátt fyrir út-
þynnkun vegna skyldleika-
mála og drepsótta.
í sjálfu sér mótaði víkinga-
tíminn ekki þjóðlíf forn-ís-
lendinga heldur arfurinn sem
þeir tóku með sér úr Noregi,
smákónga-skipulag í mynd
goðorða, sem síðar leiddi til
falls þjóðveldisins. Miklar lík-
ur eru á því að þeir íslend-
ingar sem hingað komu hafi
að stofni til verið þjóð óskyld
frumbyggjum Noregs, en
mjög blönduð Skandinövum,
og írum þegar tímar liðu.
Ekki fór á milli mála að valda-
stéttin í landinu var af „rétt-
um“ ættum, og að Landnáma-
bók er einskonar landeig-
endaregistur, þar sem lítið
fer fyrir almúga. Þessi aðall
lands og sagna hélt völdum
óskiptum allt fram til Örlygs-
staðabardaga, en þá höfðu
völd safnast á svo fárra hend-
ur að hægt var að efna til orr-
ustu án þess að vafamál réði
um það hverjir ættu að
stjórna bardaganum eða
hverjir yrðu sigurvegarar
væri um sigur að ræða. Undir-
ritun Gamla sáttmála, skipa-
samningurinn, kom svo af
sjálfu sér, með þekktum
afleiðingum. Þeim sáttmála
lauk ekki fyrr en í byrjun
þessarar aldar. Og hófst upp-
Konungskoman 1907. Friðrik konungur áttundi ásamt fylgdarliöi fer yfir Stóru-Laxá í Hrunamanna-
hreppi.
26