Ný saga - 01.01.1987, Side 39
„EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA
tárum befól hann með
þeirri síðustu Jakobs
blessan almáttugs guðs að-
stoð og varatekt; að hvörju
búnu hún með sérlegri
andakt meðtók aflausn
sinna synda og heilagt
Kristí kvöldmáltíðar sakra-
mentum. Þar eftir snéri
hún sínum þönkum frá
þessu stundlega og til þess
eilífa. Daginn eftir var hún
sem á milli heims og helju,
en að morgni komandi var
sunnudagur, og þá eftir
konunglegu lögmáli haldin
Maríumessa, lét hún þá enn
á ný kalla prest sinn til sín
og bað hann þá að minnast
sín opinberlega af
predikunarstólnum, hvað
hann og gjörði. Eftir mess-
una var hún enn við alla
rænu, þó málið tæki þá
mjög að þverra, samt bað
hún prest að lesa hjá sér
húslesturinn um kvöldið á
hvörn hún hlýddi með
auðsjáanlegri eftirtekt, og
mátti þá enn sjá, að hún
hafði alla rænu, því hún út-
rétti höndina og þakkaði
fyrir lesturinn, þá hann var
endaður. Innsiglaði hún
svo alla sína guðs orða
heyrn hér í lífi með þessu
hjartnæma versi: Jesú
Kristi kvöl eina, á síðasta
sálmi, er fyrir hennar eyr-
um var hér á jörðu sungin í
almennum húslestri. Eftir
þetta minnkaði meir og
meir hræring og líf, þar til
lítilli stundu eftir dagsetur
sama dag, sem var sá I3di
mars, þá hún fyrir sælt og
sáluhjálplegt andlát burt-
kallaðist frá þessu stund-
lega lífi til þess dýrðarlega
lífs á himnum, þá hún hafði
lifað, ógift 31 ár, í hjóna-
bandi nær 27 ár, í ekkju-
standi 4'/2 ár, og alls í þess-
um heimi hartnær 63 ár og
þetta er hennar útleiðsla úr
heiminum...34
Gera má ráð fyrir að slík
lýsing sé nokkuð dæmigerð
fyrir sinn tíma. Annars var
formið á líkræðum breyting-
um undirorpið og ekki má
gleyma því að hér var um
hefðarfrú að ræða. Prestarnir
voru sparari á orðið, og verk-
ið, þegar óbreytt alþýðufólk
átti hlut að máli. Kristilegar
ritsmíðar lúta á hverju tíma-
bili nokkuð fastmótuðum
reglum og við megum ekki
gleypa við frásögninni hér að
UKFLUTNINGAR
Á BÁT. í strjálbýlu
og ógreiðfæru
landi eins og ís-
landi kostuðu lik-
flutningar stund-
um ærna fyrir-
höfn. Þess eru
dæmi að það hafi
tekið daga að
flytja llk á áfanga-
stað. Myndin sýnir
líkflutning á bát
vestur á Tálkna-
firði undir lok 19.
aldar. Með I för
eru llkhestar sem
svo voru kallaðir
en þeir báru llk til
kirkju.
framan sem fullkomlega trú-
verðugri skýrslu um það
hvernig umrædd atvik áttu
sér stað. Hún á það sammerkt
með öllum sagnfræðilegum
heimildum að þær verða að
skoðast í því samhengi sem
þær eru sprottnar úr. Engu
að síður varpar frásögnin
ljósi á nokkur mikilvæg atriði
varðandi dauða fólks fyrr á
öldum.
Það sem kannski fyrst vek-
ur athygli er hversu ítarlega
er sagt frá. Við eigum því ekki
að venjast að mörg orð séu
höfð um þau atvik sem lúta að
sjálfu andláti fólks. Þegar
maður á hinn bóginn les rit
frá 17. og 18. öld verðurannað
uppi á teningnum: banaleg-
unni og andlátinu er sýnd
mikil athygli. ,,í sérhvörs
mannslífs historíu er þrennt
athugandi og yfirskoðandi.
Fyrst inngangur lífsins eður
ætt og uppruni. 1 annan máta
framgangur lífsins eður
hegðan og framferði. í þriðja
máta útgangur lífsins það er
ævilokin og andlátið."35 Lík-
ræður voru á þessum tíma að
verulegu leyti soðnar upp úr
Biblíunni en sá hluti þeirra
sem fjallaði beinlínis um hinn
37