Ný saga - 01.01.1987, Síða 43
,,EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA
ljósdýrð og iðjuleysi handan
við gröf og dauða."
Þrátt fyrir sífellt návígi við
dauðann var það auðvitað líf-
ið sem gagntók fólk, vonin um
langa og farsæla ævi. Senni-
lega hafði lífsháskinn í för
með sér að lífsþorsti fólks var
meiri en við gerum oft ráð fyr-
ir.
AÐ HUGSA UM
DAUÐANN
Það væri örugglega verðugt
verkefni að kanna til hlítar
viðhorf íslendinga nú á dög-
um til dauðans. Hvar þekkist
það annars staðar að stærsta
blað landsins birti daglega
fjölda minningargreina um
Pétur og Pál? Annað blað hef-
ur gefið út sérstakt fylgirit
sem eingöngu er lagt undir
slíkar greinar. Breti nokkur
sem kunnugur er hér á landi
hafði eitt sinn á orði að réttast
væri að kalla það rit „Death
Magazine". I ríkisútvaprinu
gefst daglega kostur á að
hlýða á „Dánarfregnir og
jarðarfarir". Ætli slíkur
dagskrárliður sé ekki eins-
dæmi í henni veröld? Gæti
þetta bent til þess að viðhorf
íslendinga til dauðans væru
frábrugðin því sem almennt
gerist meðal Vesturlanda-
búa? Eða er hér einungis um
að ræða einn af fylgifikskum
fámennis þjóðarinnar? Og
hvernig eigum við að túlka
útbreiðslu spíritismans sem
óvíða hefur verið meiri en
hérlendis?
Það á jafnt við um fortíð og
nútíð að afstaðan til dauðans
speglar lífssýn fólks á hverj-
um tíma. Þróun sagnfræði-
rannsókna síðustu ár bendir
til þess að menn leitist æ meir
við að túlka viðhorf til dauð-
ans sem lykil að heimsskoðun
genginna kynslóða. Hvað Is-
land varðar þá bíða heimild-
irnar í hrönnum eftir því að
vera kallaðar til vitnis. Lík-
ræður, erfikvæði og minn-
ingargreinar eru gjöfular
heimildir um hugarfar fólks
og geta orðið til þess að
bregða nýju og óvæntu ljósi á
lífsviðhorf þeirra sem arf-
leiddu okkur að þessu landi.
í þessari grein hefur verið
lögð áhersla á hversu fyrir-
ferðamikill og sínálægur
dauðinn var í lífi og hugsun
fólks fyrr á tíð. Við sem nú lif-
um skynjum fæst nálægð
dauðans á sama hátt. En er
ekki tilhugsunin um dauðann
ætíð ásækin fyrir þann sem á
annað borð hefur fyrir því að
íhuga lífið og tilveruna? Öll
skáld sem rísa undir nafni eru
sífellt að takast á við dauðann
í verkum sínum. Að hugsa um
dauðann er að hugsa um lífið.
Það liggur fyrir öllum að
standa augliti til auglitis við
„eina volduga hetju" sem
engu hlífir eins og segir í
Vídalínspostillu og vitnað var
til í greinarheiti.48
Tilvísanir:
l.Steinunn Sigurðardóttir:
Tímaþjófurinn, Rvk. 1986,
145.
2.Philippe Ariés: L'homme
devant la mort, París 1977.
Bókin er m.a. til í enskri og
þýskri þýðingu og studdist
greinarhöfundur við þá
síðastnefndu sem ber heitið
Geschichte des Todes og
kom upphaflega út 1980. Ef
lesendur vildu kynna sér
efni greinarinnar nánar þá
skulu nefnd eftirtalin rit:
John McManners: Death
and the Enlightent.
Changing Attitudes to Death
among Christians and
Unbelievers in Eightheenth-
century France, Oxford,
New York 1981. Mirrors of
Mortality Studies ion the
Social History of Death. Joa-
chim Whaley ritstýrði. Lon-
don 1981. Bjarne Hodnes: Á
leve med döden. Folkelige
forestillinger om döden og
de döde, Oslo 1980. Troels
Lund: Dagligt Liv i Norden i
det 16de Aarhundrede. 14.
Bind, Livsafslutning. Kh.
1901.
3. Biskupinn í Görðum. Sendi-
bréf 1810-1853, Finnur
Sigmundsson bjó til prent-
unar. íslenzk sendibréf II.
Rv. 1959, 302.
4. Loftur Guttormsson:
Bernska, ungdómur og upp-
eldi á einveldisöld. Tilraun
til félagslegrar og lýðfrœði-
legrar greiningar, Rv. 1983.
Ritsafn Sagnfræðistofnun-
ar 10, 146-147.
5. Lúðvík Kristjánsson: Vest-
lendingar 1, Rv. 1953, 85.
ó.Hannes Finnsson: „Um
Barna-Dauda á íslandi," Rit
þess íslenzka Lœrdóms-lista
Félags 5 (1785), 118.
7. Þjóðólfur 10. apríl 1852.
8. fslenzkar þjóðsögurogævin-
týri. Safnað hefur Jón Árna-
son. Árni Böðvarsson og
Bjarni Vilhjálmsson önnuð-
ust útgáfuna, I. bindi, Rv.
1954. 406.
O.Þjóðóljur, 27.1.1853 og
5.2.1854.
10. Þjóðólfur, 13.1.1866.
11. Pétur Pétursson: Hugvekj-
ur. Til kvöldlestrar frá vetur-
nóttum til langaföstu, Rv.
1858, 100, 94, 101 og 417-418.
12. Tómas Sæmundsson: Ræd-
ur vid ims tækifœri, 1841,
190 og Pétur Pétursson:
Hugvekjur, 134.
\3.Klaustur-Pósturinn, 4 (1821)
8-9.
XA.Vídalínspostilla, Páll Þor-
leifsson og Björn Sigfússon
bjuggu til prentunar. Rv.
1945, 395.
15.Halldór Laxness: Af skáld-
um, 1972, 113.
Þrátt fyrir sífellt
návigi við dauð-
ann var það auð-
vitað lífið sem
gagntók fólk, von
in um langa og
farsæla ævi.
Að hugsa um
dauðann er að
hugsa um llfið.
41