Ný saga - 01.01.1987, Side 49
Á HEIMDALLI SUMARIÐ 1898 — VARÐGÆSLA OG VEISLUHALD
skyrbjúg. —Aðeins einu sinni
er getið um þýzka togara í
dagbókinni, en tveir slíkir
voru á siglingu við Ingólfs-
höfða seint í júlí. Þá var einn
belgískur á ferð við Látra-
bjarg snenuna í maí.
Yfirmaður (chef)á Heimdalli
sumarið 1898 var Christian G.
Middelhoe, þá kapteinn að
tign í flotanum en seinna
kommandör og kontraaðmír-
áll. Honum er svo lýst í Dansk
Biografisk Leksion að hann
hafi verið óvenjulega vel gef-
inn maður, hress í bragði, vin-
gjarnlegur og vinsæll, en þess
er einnig getið, að hann hafi
ekki verið mjög nákvæmur
við að framkvæma þær skip-
anir, sem honum voru gefnar
í þjónustu flotans. Ekki hafði
Middelboe verið áður á her-
skipum við ísland og má því
ætla, að hann hafi verið ger-
samlega ókunnugur mönnum
og málefnum á Islandi, þegar
hann kom hingað vorið 1898.
En úr því rættist skjótt og
stofnaði Middelboe kapteinn
til kynna við fjölda íslendinga
og Dana á þeim stöðum, þar
sem skip hans hafði viðkomu.
Venjulega hófust þessi kynni
með því, að kapteinninn bauð
fólki til hádegisverðar eða
kvöldverðar um borð í skipi
sínu og fylgdi þá á eftir
lomberspil eða „musikfest",
sem kölluð var. Lék þá
„musikforeningen Nord-
lyset", en skipsmenn og gestir
sungu með eða stigu jafnvel
dans. Og þetta var aðeins
önnur hliðin á samskiptum
í Reykjavík 7.
ágúst. -Vídalíns-
hjón I hópi
danskra varð-
skipsmanna.
Björn M. Ólsen
rektor er einnig á
myndinni.
Heimdallsmanna og fólks í
landi sumarið 1898. Hin hlið-
in var sú, að höfðingjar í landi
buðu yfirmönnum á skipinu
til veizlugleði á heimilum sín-
um eða skutu undir þá hest-
um til þess að þeir mættu
njóta íslenzkrar sumarfeg-
urðar.
En hverjir voru þeir íslend-
ingar, sem helzt sátu í boðurn
Dana þetta sumar og veittu
þeim siðan af mestri rausn til
endurgjalds? Fyrst verður að
segja, að fátt kemur á óvart í
þessum flokki. Hér er um að
ræða embættismenn, kaup-
menn og menntamenn, sem
lengi hafa verið taldir til hins
„hálfdanska" flokks á íslandi
aldamótaáranna. —í Reykja-
vík voru þetta Magnús
Stephensen landshölðingi,
47