Ný saga - 01.01.1987, Side 58

Ný saga - 01.01.1987, Side 58
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON OG KRAPOTKIN FURSTI að handverksiðnaður ætti framtíð fyrir sér. Tilkoma rafmótora var ein af forsendum Ólafs fyrir handiðnaðarhagkerfinu. Þeir sköpuðu möguleika á að vél- væða smærri verkstæði, en gufuaflið hefði krafist stærri eininga. Því ættu íslendingar að virkja fallvötnin smám saman og nýta orkuna til smá iðnaðar. Innlend iðnfram- leiðsla unnin með handafli gæti keppt við erlendar vör- ur, að minnsta kosti á íslandi. Forsendur Ólafs voru vitan- Iega fengnar frá furstanum.12 í þessari sömu grein hvatti Ólafur íslenska verksmiðju- eigendur til að leggja rekstur sinn niður á sumrin og leggja stund á búskap. Slíkt væri tíðkað í Pétursborg í Rúss- landi. Hann sagðist einmitt þekkja marga íslendinga sem stunduðu sjómennsku eða kaupskap í sveitum á sumrin en leggðu stund á handverk á vetrum. Sú hugmynd að menn skyldu flakka á milli starfs- greina var undir áhrifum frá kenningum Krapotkins sem lagði áherslu á að þjóðir heims yrðu að tengja saman landbúnað og iðnað. Dæmið frá Pétursborg er til vitnis um það.13 Hitt er svo annað mál að kenningar Krapotkins féllu að mörgu leyti vel að íslensk- um veruleika þessa tíma. Þær voru í raun mun nærtækari en hugmyndir marxista er byggðu á stóriðjustefnunni. Þá er á það að líta að Ólafur taldi að hvergi væri auðæfun- um jafnar skift meðal menntaðra þjóða en á íslandi. „Öreigarnir, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, og eigi vita hvað þeir eiga að hafa til næsta máls, eru ekki til á ís- landi." Hins vegar tók hann það fram að stóreignamenn- irnir væu gagnlegir þegar ráðast skyldi í stór verkleg fyrirtæki. Þeir gætu greitt háa skatta.14 Engu að síður má hugsa sér að Ólafur hafi litið þannig á málin að efling handiðnaðarins gæti varið þann jöfnuð sem hann taldi ríkja á íslandi. Það mætti koma í veg fyrir að fjölmenn öreigastétt, hin „óumflýjan- lega afurð" stóriðjunnar, yrði til. STEFNUSKRÁ JAFNAÐARMANNA Ólafur Friðriksson snéri heim frá Kaupmannahöfn árið 1914 og dvaldi í fáeina mánuði á Akureyri. Þar stofnaði hann jafnaðar- mannafélag og samdi fyrir það stefnuskrá.15- Hún var síðar birt í vikublaðinu Dags- brún er hóf göngu sína í Reykjavík 1915. Þessi stefnu- skrá ber því vitni að Ólafur var ekki með öllu fráhverfur kenningum marxista. Þar var vitnað til Karls Marx og gerð krafa um að stærstu fram- Ólafur vildi varð- veita Islenska sveitasamfélagið. Landbúnaðurinn átti að vera kjöl- festan f atvinnulff- inu til frambúðar. Það var útbreidd skoðun meöal vinstrimanna að verksmiðjurekstur kapitalista kallaði á arðrán og væri mannskemmandi vegna þeirra ein- hæfu starfa sem hann krefðist. Krapotkin tefldi fram smáiönaði sem valkosti gegn stóriójunni. leiðslutækin í þjóðfélaginu yrðu opinber eign. Þá var lögð töluverð áhersla á hugmyndir Henry Georges um jarðaskatt. Engar beinar skírskotanir eru í fyrrnefndri stefnuskrá til kenninga Krapotkins.16 Þó ber að athuga að hugmyndir Henry Georges voru skyldar viðhorfum anarkista. Það hef- ur verið bent á að sumt í kenn- ingum hans mætti túlka sem anarkisma og hann lýsti samúð sinni með rússneskum níhílistum í þekktustu bók sinni, Framfarir og fátækt,17 Þá mætti nefna að Krapotkin og Leo Tolstoj voru einlægir aðdáendur hans.18 Þar að auki er hugsanlegt að stétt- 56 I
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.