Ný saga - 01.01.1987, Page 59
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON OG KRAPOTKIN FURSTI
greining stefnuskrárinnar
hafi dregið dám af kenning-
um Krapotkins. Þar var lýst
því markmiði að fátæktin
yrði útlæg gerð og stefnt að
því að „hér á landi verði
aðeins ein stétt. Þ.e. starfandi
menntaðir mennEkki var
minnst einu orði á verkalýð
eða öreiga. Þetta fellur býsna
vel að hugmyndum Krapotk-
ins, en hann taldi æskilegt að
fólk kynnti sér bæði hand-
verk, landbúnaðarstörf og
leitaði sér menntunar.19
Aftur á móti var sagt að
einstaklingurinn ætti að hafa
frelsi til hvers sem væri, svo
fremi að það ylli ekki öðrum
skaða.20 1 ævisögu
Krapotkins er einmitt lögð
rík áhersla á frelsi og framtak
einstaklingsins.21 Engu að
síður er ljóst að áhrif
Krapotkins voru óljós á
stefnuyfirlýsingu þessa. Mér
er reyndar ókunnugt um að
Ólafur hafi nokkru sinni
vitnað til anarkismans í rit-
smíðum sínum eftir að hann
kom til íslands, enda verður
að hafa það í huga að anark-
ismi var „tabú", hugtak sem
hafði ákaflega neikvæða
merkingu og vera kann að svo
sé enn. I því sambandi mætti
benda á að Þórarinn Þórarins-
son fyrrum ritstjóri Tímans
skrifaði árið 1970 að Guðjón
Baldvinsson hafi verið
„ákveðinn alþýðusinni."22
EFNAHAGSSTEFNA
Þegar skrif Ólafs Friðriks-
sonar í Dagsbrún 1915-1917
eru skoðuð, er ljóst að hann
hélt fast við sínar fyrri
skoðanir um efnahagsmál.
Þær sömu og hann lýsti 1910.
Þannig reit hann um vetrar-
handarvinnu í júlí 1915 og
taldi að hún gæti bætt úr
hjúaeklunni í sveitum og gert
bændum kleift að hækka
kaupið. Fólkið myndi síður
streyma til kaupstaðanna og
kjör fólks myndu einnig
batna þar.23 Lagði Ólafur til
að prjónavél kæmi á sérhvern
bæ. „Á hana prjónar svo einn
af heimilismönnum sokkabol
og framleist, en hitt fólkið
hælana í höndununum."
Markaður fyrir prjónles væri
geysistór og heimilisfram-
leiðsla af því tagi sem hér var
lýst gæti útrýmt því atvinnu-
leysi er væri á vetrum.24 Af
þessu rná sjá að Ólafur hafði
mikla trú á framtíð hús- og
handiðnaðar.
I því ljósi verður sú afstaða
Dagsbrúnar skiljanleg að
beita sér gegn tillögu Jóns
Þorlákssonar um rafvirkjun
fyrir Reykjavík 1916. Rökin
voru þau að virkjunin myndi
auka atvinnuleysi í bænum og
orkugjöldin yrðu svo há að
verkafólk gæti trauðla nýtt
sér rafmagnið.25 í því sam-
bandi mætti benda á afstöðu
blaðsins í svonefndum „fossa-
málum" sem mikil umræða
var um 1917. Það lagði megin
áherslu á að orkunni frá
væntanlegum virkjunum yrði
dreift sem víðast um landið
og benti á þá kosti sem raf-
magnið hefði fyrir heimilin í
landinu. Dagsbrún fjallaði á
hinn bóginn lítið um þá stór-
iðjuþróun sem hlaut að fylgja
í kjölfarið.26
íslenskum karlmönnum, ekki slðuren konum, voru ætluð störf
við hinn fyrirhugaöa heimilisiðnað.
57
verður að hafa það
í huga að anark-
ismi var „tabú“,
hugtak sem hafði
ákaflega nei-
kvæða merkingu
og vera kann að
svo sé enn.
L