Ný saga - 01.01.1987, Page 62

Ný saga - 01.01.1987, Page 62
Frelsisþrá í sjálfstæðisbaráttu íslendinga Hófst sjálfstæðisbaráttan sem andsvar við frjáls- lyndum hugmyndum úr Evrópu? Hver var kveikjan að ‘sjálfstæðisbaráttu íslendingaá 19. öldPAðhvaða markmiðum stefndu forystu- menn þessarar hreyfingar í þjóðfélagsmálum? 1 4. hefti Tímarits Máls og menningar 1986 leitast Guðmundur Hálf- dánarson sagnfræðingur við að svara þessum og ámóta spurningum, en svör hans eru öðruvísi en við heyrum oftast um þessi mál. Saga íslensku sjálfstæðis- baráttunnar er að áliti Guð- mundar orðin hálfgerð helgi- saga, sem samræmist veru- leikanum illa í mörgum grein- um. Hún er eitthvað á þá leið að fram kom hópur íslenskra gáfumanna, sem við náms- dvöl erlendis hreifst af þeirri frelsisöldu er fór um Evrópu- lönd rétt fyrir og um miðja síðustu öld. Þeir sáu alþýðu manna rísa upp og „brjóta af sér kúgunarfjötra einvalds- stjórna undir merkjum frjáls- hyggju og þjóðernisstefnu." Þessi nýja stjórnmálahreyf- ing bar meðal annars fram kröfur um frelsi einstaklings- ins til athafna og að markað- urinn yrði settur í öndvegi við ráðstöfun auðmagns, auð- linda og vinnuafls. Þegar íslensku stúdentarnir komu heim tóku þeir að boða þessar kenningar og almenningur tók undir boðskapinn: frelsis- barátta íslendinga var hafin. Þessa sögutúlkun telur Guðmundur Hálfdánarson í hæsta máta villandi. Flestir þingmenn hins nýendurreista Alþingis og bændur yfirleitt voru lítt snortnir af evrópskri frjálshyggju. Guðmundur heldur því fram að lífsskynj- un og hugmyndaheimur íslenskrabændaummiðja 19. öld hafi verið svo ólíkur frjálshyggjunni að þeir hafi ekki haft neinar forsendur til að ganga þess konar hug- myndum á hönd. Til vitnis leiðir Guðmundur viðhorf alþingismanna til takmörk- unar öreigagiftinga, en slíkar tillögur bar oft á góma um miðbik aldarinnar. Sú skoðun náði meirihlutafylgi á Alþingi 1859 að það bæri að takmarka giftingar fátæklinga, vegna þess að samfélaginu stafaði hætta af þeim; þær hefðu í för með sér óæskilegar barneign- ir og aukin sveitarþyngsli. Háleitum hugmyndum um einstaklingsfrelsi var ekki fyrir að fara hjá þingmönnum um þetta leyti. „Frelsi var að þeirra mati ekki skýlaus rétt- ur sérhvers manns heldur gjöf samfélagsins til þeirra sem með það kunnu að fara." Frjálslyndrar stefnu var frekar að vænta úr annarri átt. „Ef satt skal segja, þá virðist stjórnin og fulltrúar hennar hafa verið það afl á þingi sem einna harðast barð- ist fyrir auknu frjálslyndi á Islandi um og eftir miðja 19. öld." Máli sínu til stuðnings nefnir Guðmundur afstöðu konungsfulltrúa á Alþingi og viðleitni dönsku stjórnarinn- ar til að auka atvinnufrelsi á 7. áratug aldarinnar. Framá- menn sjálfstæðisbaráttunnar kærðu sig kollótta um frjáls- lynda efnahagsstefnu og ein- staklingsfrelsi, en þjóðfrelsi vildu þeir, sem losaði lands- menn undan yfirráðum Dana. Sjálfstjórnina virðast þeir síður en svo hafa ætlað að nota til að umbylta hinu hefð- bundna samfélagi, heldur til hins gagnstæða: að styrkja landbúnaðarsamfélagið gegn efnahagslegri frjálshyggju, sem tók að skjóta rótum í þjóðfélaginu fyrir tilstuðlan dönsku stjórnarinnar. „Þess vegna má spyrja hvort upphaf baráttunnar fyrir íslensku þjóðfrelsi megi ekki rekja til þeirrar viðleitni Islendinga að verjast frjálslyndri stefnu dönsku stjórnarinnar." Þessi túlkun Guðmundar Hálfdánarsonar er nýstárleg og vafalaust umdeild. Þess vegna hefur Ný saga fengið tvo sagnfræðinga til að segja álit sitt á henni, en það eru þeir Gunnar Karlsson próf- essor í sögu og Guðmundur Jónsson menntaskóla- kennari. i \ 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.