Ný saga - 01.01.1987, Page 66

Ný saga - 01.01.1987, Page 66
Frjálslyndi kemur ekki í eitt skipti fyrir öll Gunnar Karlsson Nýstárlegasta og rót- tækasta hugmynd Guðmundar er sú, sem hann setur þó fram með fyrirvara, að þjóðfrelsisbarátta íslend- inga hafi verið háð til að verjast frjálslyndri stefnu dönsku stjórnarinnar. Þeir Is- lendingar hafa vafalaust ver- ið til sem hafa ætlað að fá betra ráðrúrn fyrir íhaldsemi sína eftir því sem sjálfstjórn þjóðarinnar ykist. Ég þekki eitt dæmi þess. Árið 1865 voru Jón Pétursson yfirdóm- ari og síðar dómstjóri og Jón Sigurðsson bóndi á Gautlönd- um skipaðir í milliþinganefnd til að semja nýtt frumvarp að landbúnaðarlögum. Áður en nefndin lauk störfum skrifaði Jón Pétursson nafna sínum og taldi að það ætti að vera eitt af markmiðum nýju laganna að koma upp stórbændastétt í landinu. En hann sá agnúa á að koma slíkum lögum á: „Þetta er svo gagnstætt hugs- unarhætti Dana að menn eigi geta vænt að nokkur danskur ráðherra mæli með því, og ég held að menn því eigi ættu að fara að káka við búnaðarlög vor fyrri en landið fær álykt- unarvald í innlendum málum ef það verður nokkru sinni."1 En Jón Pétursson hafði ekki svo mikinn áhuga á íhalds- þróun á íslandi að hann gerð- ist nein þjóðfrelsishetja. Hann var konungkjörinn al- þingismaður hátt á þriðja ára- tug og tók því með ró þó að hægt miðaði í sálfstæðisátt. Þannig er fjarri öllu lagi, hygg ég, að líta á baráttu gegn dönsku frjálslyndi sem nokk- urt meginmarkmið í sjálf- Fjöldaganga til Kristjánsborgarhallar I Kaupmannahöfn 21. mars 1848. íbúar Kaupmannahafnar krefjast afnáms einveldisins. stæðisbaráttunni. Því veldur einkum að þar var ekki gegn miklu að berjast. Ekkert bendir til að nein dönsk stjórnvöld hafi haft teljandi áhuga á að bylta íslensku þjóðfélagi. Þau áttu að vísu til að spyrna við fótum ef íslend- ingar vildu gera eitthvað sem Danir skildu ekki og þeim virtist óhóflega forneskju- legt. Hugmyndir sumra ís- lendinga um bann við öreiga- giftingum, sem Guðmundur rekur, eru eitt dæmi þess, og Jón Pétursson átti sýnilega von á að meðvituð stofnun stórbændastéttar fengi sömu viðtökur. En dönsk stjórn- völd létu sér í léttu rúmi liggja þó að konungseinveldið héldist 25 árum lengur á íslandi en í Danmörku. Og þótt menn hlytu að sjá að almenn, samræmd barnafræðsla væri meginforsenda framfara tóku Danir því rólega að íslend- ingar væru svo til barnaskóla- lausir næstum öld lengur en þeir sjálfir. Hitt er vissulega rétt hjá Guðmundi að íslendingar höfðu meiri áhuga á þjóð- frelsi en persónufrelsi al- þýðu. En þar er hann ekki heldur í beinni andstöðu við eldri túlkanir á frelsisbarátt- unni. Flestir sagnfræðingar okkar hafa látið eins og frels- isbaráttan hafi nánast ein- göngu snúist um þjóðfrelsi. Þannig skrifar Páll Eggert Ólason í ævisögu Jóns Sig- urðssonar. Þannig skrifa Einar Arnórsson og Björn Þórðarson í Alþingi og frelsis- baráttan, og Alþingissögu- nefnd réð ekki höfunda til að skrila bækur sem hétu Al- þingi og lýðræðisþróunin, Alþingi og mannréttindin eða Alþingi og kvenfrelsisbarátt- an. Vissulega tóku íslenskir sveitamenn undir ákveðin stef í boðskap frjálslyndis- 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.