Ný saga - 01.01.1987, Síða 67

Ný saga - 01.01.1987, Síða 67
Jón Sigurðsson frá Gautlöndum: „ég ber altént mikla virðingu fyrir hinu persónulega frelsi og er tregur til að skerða það til lengstra laga“. Myndin er frá árinu 1859, en það var fyrsta ár Jóns á þingi. stefnunnar fyrir miðja 19. öld. Til fyrsta Alþingis, 1845, bárust 27 bænarskrár úr 15 kjördæmum um verslunar- f relsi. Og þar var ekki verið að biðja um að íslendingar mættu versla, það var leyfi- legt þá þegar, heldur einkum að útlendingar aðrir en Danir mættu versla á íslandi. 2 Hins vegar hefðu bændur íslands tekið flestum fram ef þeir hefðu gleypt frjálslyndis- stefnuna alla í einu lagi á þessum tíma og haldið henni fram um hvern sem var að ræða. Svo seint sem 1859 gaf John Stuart Mill út rit sitt On Liberty til að benda Bretum á að frelsið væri ekki eingöngu ætlað hinum efnuðu. Tíu ár- um síðar hélt hann áfram á sömu braut með The Subjec- tion of Women. í stuttri tímaritsgrein gefst Guðmundi auðvitað ekki rúm til að sýna annað en allra gróf- ustu drætti í afstöðu íslensks bændaalmúga til frelsishug- mynda aldarinnar. Nú er ég yfirleitt hrifinn af einföldun- um og viðurkenni fúslega að fræðin þurfa að vera einfald- ari en veruleikinn. Samt sakna ég meiri fjölbreytni í mynd Guðmundar. Ég hef sjálfur reynt að greina í stuttu máli frelsishugmyndir eins bónda sem kom inn á Alþingi árið sem Mill gaf út bókina um frelsið, Jóns Sigurðsson- ar á Gautlöndum. Hjá honum þóttist ég finna næsta óskipu- lega blöndu af íhaldsamri vörn fyrir bændasamfélagið og frjálslyndum skoðunum. Svo að ég velji aðeins dæmi um frjálslyndið sagði hann um bann við öreigagiftingum: „eg ber alténd mikla virðingu fyrir hinu persónulega frelsi og er tregur til að skerða það til lengstra laga." Um vistar- skyldu vinnufólks sagði hann: „bændum er víst lítill hagur í því að vistarskyldan sé svo mjög rígbundin, því það er sannleiki sem allir hljóta að viðurkenna að viljugan er hvern best að kaupa ..." Dæmum um hitt sjónarmiðið verða lesendur að hala fyrir að fletta upp sjálfir. 3 Það beið hins vegar næstu kyn- slóðar þingeyskra sveita- manna, vinstri mannanna á níunda tug aldarinnar, að færa frjálshyggjuna eindreg- ið yfir á þau lög þjóðfélagsins sem stóðu neðar bjargálna bændum að heimta afnám vistarskyldu og kvenrétt- inda.4 Og þó áttu frelsishug- myndirnar eftir að endast illa í þeim sumum. Þar er ég kannski kominn að meginágreiningi okkar Guðmundar. Hann gerir ráð fyrir að annað hvort gangi menn frelsinu á hönd, heilir og óskiplir og til lífstíðar, eða 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.