Ný saga - 01.01.1987, Blaðsíða 68
J
alls ekki. Því notar hann
áhugaleysi alþingismanna
um persónufrelsi árið 1859
sem sönnun þess að þeir hafi
verið ósnortnir af frelsishug-
myndum áratug fyrr. Við
Guðmundur, sem höfum
fylgst með stjórnmálum síðan
um 1968, ættum að kannast
við að nýjar og róttækar hug-
myndir geta verið fljótar að
hörfa, og um skeið er eins og
lítið hafi gerst. Ég sé ekkert
því til fyrirstöðu að íslenskur
almenningur hafi tileinkað
sér bæði frjálslyndar hug-
myndir og þjóðernisstefnu að
talsverðu marki á árunum í
kringum 1848, frjálslyndið
síðan orðið úti en þjóðernis-
stefnan staðið ein eftir í
stjórnfrelsisþjarki og harð-
indum áranna milli þjóðfund-
ar 1851 og stöðulaga 1871. Sú
þróun væri raunar dálítið
merkilega i takt við Evrópu-
söguna á sama tíma. Fram um
1850 er talað um byltingar-
tíma á meginlandinu þegar
áhugi manna snerist um að
breyta innviðum ríkja að for-
skrift frjálshyggjumanna og
stundum sósíalista. Frá því
um 1850 ríkti friður innan
ríkja undir sterkri miðstjórn
og orkunni eytt í styrjaldir á
milli þeirra. Þjóðríkin sýndu
styrk sinn inn á við og út á
við.5 Ég geri ekki ráð fyrir að
slíkar breytingar í Evrópu
hafi beinlínis valdið hugar-
farssveiflum á fslandi. En
þegar þær áttu samleið með
veruleika íslensks almenn-
ings, (búsetuþrengsli í sveit-
um, harðindi og þrátefli í
stjórnfrelsisbaráttunni) þá
finnst mér ekki útilokað að
þær hafi haft sín áhrif.
Tilvísanir:
1. Gunnar Karlsson: Frelsis-
barátta suður-þingeyinga
og Jón á Gautlöndum, Rv.,
Bókmenntafélag, 1977,
439.
2. Páll Eggert Ólason: Jón
Sigurðsson II, Rv., Þjóð-
vinafélag, 1930, 332. — Tíð-
indi frá alþíngi íslendinga. -
Fyrsta þíng, Rv. 1845,
58-64.
3. Gunnar Karlsson: Frelsis-
barátta, 449-54.
4. Gunnar Karlsson: Frelsis-
barátta, 195-99.
5. David Thomson: Europe
since Napoleon, Har-
mondsworth, Penguin,
1966, 111, 237-38 og víðar.