Ný saga - 01.01.1987, Page 71
Erfiðisvinnumenn i forgrunni myndarinnar. Til vinstri er fjórhliða
vagn með ekilssæti eins og þeirgerðust áfyrstaáratug aldarinnar,
rétt áðuren bílaöld hófst.
annað. Framarlega á mynd-
inni eru t.d. tveir fjórhjólaðir
hestvagnar sem lítið ber á.
Slíkir vagnar tíðkuðust mjög
fyrstu tvo áratugi aldarinnar
þar til bíllinn tók við hlut-
verki þeirra. Við þá eru verka-
menn og kannski bændur og
stingur klæðaburður þeirra í
stúf við fatnað fyrirfólksins.
„Ó, farðu þér nú ekki að voða,
elskan mín“, gæti hefðarfrúin
verið að segja við mann sinn
þar sem hann er að leggja af
stað i útreiðartúrinn, heldur
ánægður með sjálfan sig.
Lengst til vinstri er skraut-
leg forhlið Smjörhússins, sem
var útibú frá danskri verslun-
arkeðju, og er athyglisvert að
virða fyrir sér fólkið þar fyrir
framan og klæðaburð þess. í
dyragættinni stendur ung
kona með blómahatt. Innan
girðingar til hægri á mynd-
inni er svo handvagn, merkt-
ur Smjörhúsinu. Konan og
telpan í tröppunum, þar rétt
við, eru mjög myndrænar þar
sem þær eru að koma út úr
búðinni með eitthvað smá-
ræði í höndunum. Við girð-
inguna sér á bakhlið skiltis
sem á stendur Turist Bureau,
það var ferðaskrifstofa
Thomsensmagasins. Grind-
verkin þjóna fyrst og fremst
því hlutverki að vera hesta-
réttir og má meðal annars sjá
jötu meðfram húshliðinni
handan tröppunnar. Fjær sér
á bak mörgum reiðhestum í
einni réttinni.
Skrautleg ljósker á húsum
(Flafnarstræti 16 og 18), stórir
verslunargluggar, útstilling-
arkassar (Hafnarstræti 20) og
skilti gefa tilefni til hugleið-
inga um verslunarhætti og
bæjarbrag í Reykjavík á þeim
tíma sem myndin er tekin,
sömuleiðis möstrin á þáver-
andi símstöð og útsýnissval-
irnar á Ingólfshvoli en það er
húsið sem hæst ber. Þaðan
hefur sést vel til skipa. Spjót-
skiltið við hliðina á Smjörhús-
inu ber hið táknræna merki
hárskera en um þær mundir
var þar til húsa Mortensen
rakari sem um langt skeið
rakaði og klippti hár Reykvík-
inga.
Myndin er varðveitt í Þjóð-
minjasafninu en á henni er
ekkert ártal. Það er þó Ijóst að
hún er tekin á árunum 1910-
1913. Fyrra ártalið má marka
af því að Smjörhúsið flutti í
Hafnarstræti 22 árið 1910 en
það síðara af því að fyrir
miðri mynd sér í þakið á
Hótel Reykjavík í Austur-
stræti 12 en Syndikatið
(Austurstræti 14) sem reist
var áfast því árið 1913, er ekki
komið.
Tveir almúgamenn fylgjast
með hópreiðinni og má sjá
bæði auðmýkt og þótta í svip
þeirra í senn.
69