Ný saga - 01.01.1987, Page 72

Ný saga - 01.01.1987, Page 72
KONUR FYRIRGEFA KÖRLUM HÓR Már Jónsson K, onan er höfðfyrir 'Sk. fótaþurrku," svaraði Hildur og leit framan í bónda sinn, „þegar — þegar önnur er höfð í takinu, tekin fram yfir eins og, eins og dæmin sanna." Guðmundur Friðjónsson: Hólmganga (1921) Vandinn er að komast að til- finningum fólks, hvað það var að hugsa og hvernig því leið. Með hverjum hætti voru sam- skipti hjóna? Var stofnað til hjónabands af ást eða réðu efnahagur og foreldrar? Var hjónabandið ástríkt eða mót- aðist heimilislíf af hatri og þögn? Var barist um völd? Nálgast má svör með því að athuga einstök atriði sem þetta varða og heimildir eru einhverjar til um, svo sem framhjáhald. Framhjáhald rýfur hjónaband, eitthvað er að, en hverju fer fram þegar upp kemst eða þegar barn fæðist? Hvað gerist? Brestur hjónabandið eða getur allt orðið sem fyrr? Hér verður einvörðungu fjallað um framhjáhald á fyrri hluta 19. aldar, og raun- ar aðeins um eina hlið þess af mörgum, nefnilega viðbrögð giftra kvenna sem tekið var framhjá. Ástæða þeirrar af- mörkunar er að til eru bréf frá þessum konum til stjórn- valda. í október 1812 fékk Kansellí í Kaupmannahöfn heimild til að ganga frá ýmis konar málum án þess að leita samþykkis konungs. Átti það meðal annars við um „Hor- stafs aldeles Eftergivelse i de Tilfælde hvor Forbön maatte vorde nedlagt fra den uskyld- ige og fornærmede Ægtefæll- es Side".1 Sumarið 1821 til- kynnti Kansellí stiftamt- manni og amtmönnum það sérstaklega að ákvæðið gilti á íslandi. Orðaði Klausturpóst- urinn það á þá leið „að þegar saklaus ektamaki þess hjóna sem framhjá tekur biður þeim brotlega uppgjöf sektar megi vona fullrar uppgjafar hórdóms (straffs) fyrir þennan." 2 Ákvæðinu hafði þó verið beitt hérlendis árin á undan. Bæði voru sendar inn umsóknir á þessum forsend- um og Kansellí fór nokkrum sinnum fram á að fá sendar yfirlýsingar saklausra maka Bóndakona með tvö börn. Bændur tóku gjarna framhjá eftir að konurnar voru farnar að eldast. 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.