Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 75
KONUR FYRIRGEFA KÖRLUM HÓR
vitað hvað var og liðið fyrir.
Lyktir urðu þær að 18. októ-
ber 1839 fæddi Guðrún vinnu-
kona barn á laun og kenndi
Sveini þegar uppvíst varð um
brotið. Hann viðurkenndi fað-
ernið.
Upplýsingar af þessu tagi
er aðeins að fá í vitnaleiðslum
við réttarhöld. Umsóknir
kvenna um eftirgjöf á hór-
sektum manna sinna eru
aldrei jafn ítarlegar. Æði
mörg bréfanna eru lítils virði
af þ ví þau eru stöðluð og svo
stutt að rétt er lýst yfir fyrir-
gefningu og beðið um náðun.
Það lag ágerðist með árunum,
eftir því sem fólk hefur vanist
því að nota þessa leið til að
firra sig útgjöldum. Má þar
taka dæmi af bréfi Kristínar
Jakobsdóttur á Litlu-Tungu í
Holtum í febrúar 1856:12
Þareð maðurinn minn Jón
Runólfsson hefur eignast
barn með vinnukonu okkar
og þess vegna mun verða
eftir lögunum skyldaður til
að borga ákveðna sekt fyrir
fyrsta hórdómsbrot, er það
innileg bón mín að honurn
verði gefin upp sektin með
öllu. Ég bið þessa af því ég
elska mann minn innilega
og ætlast ekki til að þessi
hrösun hans í nokkurn
máta spilli okkar elskulegri
samveru í hjónabandinu.
Það rýrir einnig gildi um-
sóknanna sem heimilda unt
hugarfar að aðeins örfáar
þessara kvenna voru sendi-
bréfsfærar. Þær kunnu ekki
að skrifa. Nokkrar skrifuðu
reyndar undir eða handsöl-
uðu , en einhverjir aðrir færðu
umsóknirnar í letur fyrir þær
og skrifuðu undir í flestra
stað. Sumar umsóknir eru
með þjálfaðri skrift mennt-
aðra manna, aðrar með grófri
hendi hreppstjóra og góð-
bænda. Jafnvel getur hugsast
að stundum hafi eiginmenn
haldið á penna. Fyrir kemur
líka að umsóknir tveggja
kvenna eru með sömu hendi,
til dæmis hefur presturinn í
Odda á Rangárvöllum skrifað
bréf sóknarbarna sinna Krist-
ínar Þórðardóttur á Fróð-
holtshóli frá 6. október 1854
og Guðlaugar Jónsdóttur á
Oddhóli frá 16. apríl 1855.
Bréf þeirra eru nákvæmlega
færibandi.14 Því er alls ekki
víst að konurnar séu einlægar
í umsóknum sínum. Það er
ekki einu sinni ljóst hvort þær
sömdu þær sjálfar. Þær gætu
verið að ljúga, því þær urðu
að sannfæra yfirvöld. Þær
gætu verið að tala á móti
sannfæringu sinni, því oft áttu
þær ekki annarra kosta völ.
Engu að síður eru umsókn-
irnar mikils virði, ómetan-
legar, og með vandlegum
Húsmóðir og vinnukona á tali. Um hvað?
Það fyrirgefa ekki
allar konur körlum
sínum framhjá-
hald.
eins orðuð, aðeins er skipt um
nöfn karlanna og báðum fylg-
ir vottorð prestsins: „Með
hárri sorg hef ég orðið þess
vör að maður minn elskuleg-
ur. . . hefur orðið sekur í hór-
dóms broti við mig".13
Nokkrar umsóknanna eru
meira að segja á dönsku og þá
væntanlega færðar í stílinn af
sýslumönnum, enda af-
greiddu þeir þessi mál stund-
um til amtmanna líkt og á
lestri má greina nokkurs
konar litróf viðbragða frá ein-
lægri fyrirgefningu yfir í kúg-
un. Ennfremur eru dæmi um
uppreisn og ósamþykki. Það
fyrirgefa ekki allar konur
körlum sínum framhjáhald.
Ekki má gleyma að fjöldi
kvenna sem lenti í því að
ntenn þeirra eignuðust börn í
hór sótti ekki um eftirgjöf.
Fyrirgáfu þær eða fyrirgáfu
þær ekki? Neituðu þær að
73