Ný saga - 01.01.1987, Síða 81
Sagan beint í æð
Hugleiðing um minningarbækur
Helgi Skúli Kjartansson
Endurminningar, við-
talsbækur og sjálfs-
ævisögur eiga orðið sinn
vissa sess á jólamarkaði, og
ekki bar minna á þeim í vetur
en endranær.
Bjarnfríður Leósdóttir er
fyrst í stafrófsröð þeirra sem
á nýliðnu ári röktu minningar
á bók (í sannleika sagt. Lífs-
saga...), en Elísabet Þorgeirs-
dóttir skráði. Af Halamiðum
á Hagatorg heitir minninga-
bók Einars Ólafssonar í
Lækjarhvammi, bónda og
bændaleiðtoga, sem Þórunn
Valdimarsdóttir ritar. Ingólf-
ur Margeirsson ritar minn-
ingar Elínar Þórarinsdóttur
(Allt önnur Ella. Þorskasaga...).
Emil Björnsson, prestur og
fréttastjóri, ritar minningar
sínar fram á unglingsár (Á
misjöfnu þrífast börnin best)
og gefur von um framhald. -
Halldór E. Sigurðsson, þing-
maður og ráðherra, ritar
seinna bindi minninga sinna
(Bilin á að brúa) sem Andrés
Kristjánsson býr til prentun-
ar. Hlöðver Johnsen í Vest-
mannaeyjum ritar minningar
(Bergið klifið. Minningar
veiðimanns). Hrafn á Hall-
ormsstað og lífið kringum
hann er bók um Hrafn Svein-
bjarnarson skrásett af Ár-
manni Halldórssyni. Hulda Á.
Stefánsdóttir ritar Minningar
(II. bindi. Æska) sínar fram
um hálfþrítugt; Hjörtur Páls-
son bjó til prentunar. Jón
Steingrímsson ritar um sjó-
ferðaævintýri sín (Um höf til
hafna). Kristinn í Björgun.
Eldhuginn í sandinum er bók
Árna Johnsen eftir frásögn
Kristins Guðbrandssonar.
Kristján Albertsson rekur
fyrir Jakobi F. Ásgeirssyni
minningar sinnar í bókinni
Margs er að minnast. Gylfi
Gröndal skráir fyrsta bindi
minninga Tómasar Þorvalds-
sonar útgerðarmanns í
Grindavík (Ævidagar...) Þuríð-
ur Pálsdóttir söngkona rekur
minningar sínar fyrir Jónínu
Michaelsdóttur (Líf mit( og
gleði).
Þrettán minningabækur, og
er þó naumast öllu til skila
haldið, því að hér er sleppt
ævisögum sem skrifaðar eru
að söguhetjunni látinni (Torfi
í Ólafsdal, Marilyn Monroe);
sleppt minningum útlendinga
og fyrri alda fólks (Pablo
Á bókamarkaöi.
AF
79