Ný saga - 01.01.1987, Side 86

Ný saga - 01.01.1987, Side 86
Af uppruna Flateyjarbókar Ólafur Halldórsson tölur Noregskonunga og konungaraðir í Noregi; þar stendur þetta meðal annars (hér fært til nútíma stafsetn- ingar): ...Hákon háleggur; hans dóttir Ingibjörg; hennar son Magnús góði Eireksson langa hertoga; hans son Hákon; hans son Ólafur er þá var x vetra er faðir hans andaðist. Hann var konung- ur yfir Noregi, Danmörk og öllum þeim skattlöndum er þar liggja til og réttur erf- ingi alls Svíaríkis er Albrikt son Mækinborgargreifa hélt; hann var systurson Magnús konungs góða, föðurföður Ólafs. Þessi Ólafur var heitinn eftir hin- um heilaga Ólafi konungi Haraldssyni eftir sjálfs hans tilvísan. Hann var þá konungur er sjá bók var skrifuð. Þá var liðið frá hingaðburð vors herra Jesú Kristi m.ccc.lxxx og vij ár. Það sem hér segir, að Ólafur Hákonarson hafi verið heit- inn eftir Ólafi helga „eftir sjálfs hans tilvísan" hlýtur að vera ættað úr sömu heimild og það sem segir af fæðingu hans í annálnum í AM 764 4to, en allt er óvíst um hvers eðlis sú heimild hefur verið. Væntanlega hefur verið stuðst við þessa sömu heimild í stuttum kapítula í lokum þessara viðauka Magnúsar prests í Flateyjarbók: Ári síðar en fyrr segir hvarf Ólafur konungur Hákonar- 84 son; sögðu Danir hann dauðan, en Norðmenn vildu ekki trúa því. Þá var tekin til ríkisstjórnar yfir Noreg og Danmörk drottn- ingin Margreta, móðir Ólafs konungs, en dóttir Valdamars Danakonungs, eftir er hún lét fanga Albr- ikt. Albrecht af Mecklenburg var tekinn til fanga af mönnum Margrétar drottingar við Falen á Vestra-Gautlandi 24. febrúar 1389.4 Fréttir um það hafa væntanlega borist til ís- lands sumarið eftir. Þá er augljóst að Magnús prestur Þórhallsson hefur ekki skrifað þessa viðauka sína fremst í Flateyjarbók fyrr en í fyrsta lagi sumarið 1389. Ólafur konungur Hákonar- son dó síðsumars 1387, og Upphafsstafur, H, með mynd af Haraldi hárfagraaðskerabönd- in af Dofra. Stafurinn er í upp- hafi Hálfdánar þáttar svarta og Haralds hárfagra. Iannálabroti sem hefur varðveist í einkennilegu samtíningshandriti, AM 764 4to (skrifað um 1376-86),1 er við árið 1371 getið um fæðingu Ólafs konungs Hákonarsonar á þessa leið (hér fært til nú- tíma stafsetningar): Og er drottningin Hákonar kóngs mundi vera jóðsjúk birtist henni Ólafur kóngur og talaði svo við hana: „Ef þú vill heil verða af þessum sjúkdóm, þá skal Hákon kóngur sverja eið að hann skal halda þau lög sem hélt hinn helgi Ólafur kóngur. Og þá er sveinninn er vij vetra þá skal færa hann til Niðaróss, og skal honum þar kenna." Eftir þessa hluti sagða vaknar drottn- ingin, en þó varð hún eigi léttari fyrr en hann hafði svarið.2 Peter Andreas Munch getur um þessa sögn í Noregssögu sinni og nefnir enga aðra heimild en þessa.3 En aug- ljóst er að Magnús prestur Þórhallsson, annar aðalritari Flateyjarbókar, hefur þekkt sömu heimild og þá sem ann- álsritarinn notaði. Magnús prestur jók þremur blöðum framan við þann hluta hand- ritsins sem Jón prestur Þórðarson hafði skrifað og fyllti einnig blaðsíðu sem Jón hafði skilið eftir auða fremst í fyrsta kveri. Meðal efnis þess sem Magnús prestur jók framan við bókina eru ættar- I í: I *
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.