Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 88
konunga. Líklegra þætti mér
að þeir hafi einungis ætlað
sér að hafa í henni Ólafanna
sögur og hafa þær lengri og
fyllri en í nokkurri annarri
bók. En Eiríks saga víðförla
hefur verið sett fremst í bók-
ina þeim til íhugunar og eftir-
breytni sem bókin hefur í
fyrstu verið ætluð. Þess vegna
er í eftirmála Jóns Þórðar-
sonar við þá sögu lögð áhersla
á það lof sem þeir hljóta hjá
hinum vitrustum mönnum,
sem hafa barist fyrir frelsi
heilagrar kristni. Ætli Flat-
eyjarbók hafi ekki í upphafi
verið ætluð til þess að færa
hana Ólafi konungi Hákonar-
syni að gjöf? Hann var þriðji
konungur Noregs sem hét
Ólafur, og því hefur þótt vel
við hæfi að gefa honum sögur
af nöfnum hans, Ólafi
Tryggvasyni og Ólafi helga
Haraldssyni með mörgum
dæmum honum til fróðleiks
og fyrirmyndar af ágætum
lifnaði og afreksverkum
þessara konunga, og mætti
raunar vera, að safnað hafi
verð drögum að sögu hans
sjálfs, sem hafi átt að koma á
eftir Ólafs sögu helga, og að
þau drög séu sú sameiginlega
heimild fyrir því sem frá hon-
um segir í Flateyjarbók og
annálnum í AM 764 4to. En lát
Ólafs Hákonarsonar (eða
hvarf) hefur frést hingað til
lands með vorskipum 1388,
og þá er líklegast að í bili hafi
verið hætt við að ljúka við
bókina. Þá hefur Jón Þórðar-
son orðið atvinnulaus og
ákveðið að fara til Noregs, en
þar var hann, samkvæmt því
sem segir í annál Flateyjar-
Tfþfwi iTv.u ú áty pila Ttfnrt a> tH&í nprbdr
ntlþeljö fyoteftmb ðuf?-^ícm ð
ul ttgutr d cttr A)fttnjr1'udtitmu vtvtri Itöhn
cdrl
btíitft'uftuf íttirt tl
‘* Kyt(§ 'Z ÍM\ d
U WieAm**
dftfi líianíi Ntoíh
Cit HivtrU
____
^o^tr 0dp {tvctttíttu ttdöfí fí ol
■ Alltl XaaS. %44aV\4tlf>ltllWtlnkr
Upphafsstafur, A, með mynd af sængurkonu f upphafi kapítula
með frásögn af fæðingu Ólafs Tryggvasonar.
i
bókar við árið 1394, í sex ár og
hélt Krosskirkju í Björgvin.
En síðar hefur Jón Hákonar-
son fengið Magnús prest Þór-
hallsson til að ljúka við hand-
ritið (annálnum lýkur 1394)
og auka við það meiru efni en
upphaflega var ætlað, lýsa
bókina alla og gera hana
þannig úr garði, að hún var
konungsgersemi. En ekki
komst hún í konungsgarð fyrr
en 362 árum síðar. Úr þeim
konungsgarði kom Flateyjar-
bók til íslands 21. apríl 1971
og heldur nú hátíðlegt sex
hundruð ára afmæli sitt í
Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi.
En ef þessi tilgáta er rétt, að
Flateyjarbók hafi í upphafi
verið ætluð sem gjöf til Ólafs
konungs Hákonarsonar er
það að nokkru leyti honum að
þakka að þessi bók er enn til
og einsætt að virða það við
hann, enda þótt hann ætti þar
sjálfur engan hlut að máli,
annan en þann að vera kon-
ungur og heita í höfuðið á
Ólafi helga. En aldrei fékk
hann bókina, og eigi hörmum
vér það.
Tilvísanir:
1. Ólafur Halldórsson: ,,Rím-
beglusmiður". „Opuscula
septentrionalia. Festskrift
til Ole Widding 10.10.1977.
Hafniæ 1977, bls. 32-49.
2. Islandske Annaler indtil
1578. Udg. ved Dr. Gustav
Storm. Christiania 1888.
Bls. 229.
3. Det norske Folks Historie
fremstillet af P.A. Munch.
Anden Hovedafdeling.
Forste Deel. Christiania
1862. Bls. 861-62.
4. Norges historie. Bind 4 av
Steinar Imsen, Jorn
Sandnes. J. W. Cappelens
forlag 1977, bls. 307.
5. Eiríks saga viðförla. Udg. af
Helle Jensen. Editiones
Arnamagnæanæ. Series B,
vol. 29. Kobenhavn 1983,
bls. Ixi og 112-14.
86