Ný saga - 01.01.1987, Side 89

Ný saga - 01.01.1987, Side 89
AÐ VITA SANN ÁSÖGUNUM Hvaða vitneskju geta íslendingasögurn- ar veitt um íslenskt þjóðfélag fyrir 1200? Helgi Þorláksson Eru útlendingar að taka forystuna í rannsóknum á íslenskri mið- aldasögu?" Þannig spurði rit- nefnd Nýrrar Sögu og bað mig svara. Væntanlega er kveikja þessarar spurningar bækur þeirra Bruce Gelsingers, Ice- landic Enterprise (1981),Jesse Byocks, Feud in the Icelandic Saga (1982) og Kirsten Hast- rups, Culture and History in Medieval Iceland (1985). Spurningunni svara ég þann- ig: Mér sýnist útlendingar vera að taka forystuna í rann- sóknum á sögu íslenska þjóð- veldisins fyrir 1200. Mestar nýjungar koma frá erlendum fræðimönnum sem nota Is- lendingasögurnar með nýjum hætti og beita á þær aðferð- um mannfræðinnar. Ekki verður sagt að til sé orðin skýr og fastmótuð stefna eða „skóli" í þessum rannsóknum enda koma hinir erlendu fræðimenn hver úr sinni átt- inni. En óhætt er að tala um rnikla gerjun eða hræringar sem mér finnst að íslenskir sagnfræðingar og mannfræð- ingar ættu að fagna og veita óskipta athygli. Sagnfræðingar í vanda Jón Jóhannesson endurskoð- aði sögu þjóðveldisins út frá nýjum hugmyndum um ís- lendingasögurnar og birtust niðurstöður í bókinni íslend- „Eru útlendingar aö taka forystuna (rannsóknum á (s- lenskri miðalda- sögu?“ inga saga. I. Þjóðveldisöld ár- ið 1956. Jón sneiðir hér alveg hjá að rekja stjórnmála- og atburðasögu eftir Islendinga- sögurn. Jónas Kristjánsson segist hafa spurt Jón eftir út- komu bókarinnar hvort hann teldi að sögurnar væru algjör skáldskapur. „Nei, alls ekki", sagði Jón, „en ég veit bara ekki hvað ég á að gera við þær."1 Þrjátíu árum síðar er staðan nánast óbreytt og þó má segja að menn gangi lengra en Jón, hafni sögunum með enn eindregnari hætti. Aðferð íslenskra sagnfræð- inga er sú, þegar þeir lýsa þjóðfélagi þjóðveldisaldarinn- ar, að nota samtímaheimildir (Sturlungu, biskupasögur) og Grágás um tímann eftir 1100 og álykta síðan út frá þeim um eldri tímann með aðstoð íslendingabókar Ara fróða. íslendingasögurnar eru not- aðar til fyllingar ef ekkert virðist rnæla gegn því að vitn- isburður þeirra geti verið réttur. Þetta er þó jafnan gert með þeim fyrirvara að verið geti að vitnisburðurinn sé einungis ályktun eða ímynd- un höfundar eða samtíma- manna hans. Sagnfesta og bókfesta Lítil kjölfesta? í eina tíð var almenn sú skoð- un sem nefnd er sagnfesta og nú þykir úrelt að Islendinga- sögur séu munnmæli, sannar frásagnir sem gengið hafi frá manni til manns og varðveist þannig lítið breyttar allt frá söguöld (930-1030) þar til þær voru skráðar. Ágætur þjóð- sagnasafnari á Austurlandi á að hafa sagt um kunna skáld- GRETTIR ÁSMUNDSSON OG TARSAN. Margarhelstu persón- ur íslendingasagna munu vera skáldaðar að mestu leyti, t.d. Grettir sterki, en lesendur sagnanna hafa löngum trúað að lýsingar persónanna væru raunsannar. Til samanburðar má taka frægar skáldsagna- persónur eins og Tarsan og Sherlock Holmes - ýmsir hafa trúað að þeir hafi átt stundlega vist. 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.