Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 89
AÐ VITA SANN
ÁSÖGUNUM
Hvaða vitneskju geta íslendingasögurn-
ar veitt um íslenskt þjóðfélag fyrir 1200?
Helgi Þorláksson
Eru útlendingar að
taka forystuna í
rannsóknum á íslenskri mið-
aldasögu?" Þannig spurði rit-
nefnd Nýrrar Sögu og bað mig
svara. Væntanlega er kveikja
þessarar spurningar bækur
þeirra Bruce Gelsingers, Ice-
landic Enterprise (1981),Jesse
Byocks, Feud in the Icelandic
Saga (1982) og Kirsten Hast-
rups, Culture and History in
Medieval Iceland (1985).
Spurningunni svara ég þann-
ig: Mér sýnist útlendingar
vera að taka forystuna í rann-
sóknum á sögu íslenska þjóð-
veldisins fyrir 1200. Mestar
nýjungar koma frá erlendum
fræðimönnum sem nota Is-
lendingasögurnar með nýjum
hætti og beita á þær aðferð-
um mannfræðinnar. Ekki
verður sagt að til sé orðin
skýr og fastmótuð stefna eða
„skóli" í þessum rannsóknum
enda koma hinir erlendu
fræðimenn hver úr sinni átt-
inni. En óhætt er að tala um
rnikla gerjun eða hræringar
sem mér finnst að íslenskir
sagnfræðingar og mannfræð-
ingar ættu að fagna og veita
óskipta athygli.
Sagnfræðingar í vanda
Jón Jóhannesson endurskoð-
aði sögu þjóðveldisins út frá
nýjum hugmyndum um ís-
lendingasögurnar og birtust
niðurstöður í bókinni íslend-
„Eru útlendingar
aö taka forystuna
(rannsóknum á (s-
lenskri miðalda-
sögu?“
inga saga. I. Þjóðveldisöld ár-
ið 1956. Jón sneiðir hér alveg
hjá að rekja stjórnmála- og
atburðasögu eftir Islendinga-
sögurn. Jónas Kristjánsson
segist hafa spurt Jón eftir út-
komu bókarinnar hvort hann
teldi að sögurnar væru algjör
skáldskapur. „Nei, alls ekki",
sagði Jón, „en ég veit bara
ekki hvað ég á að gera við
þær."1 Þrjátíu árum síðar er
staðan nánast óbreytt og þó
má segja að menn gangi
lengra en Jón, hafni sögunum
með enn eindregnari hætti.
Aðferð íslenskra sagnfræð-
inga er sú, þegar þeir lýsa
þjóðfélagi þjóðveldisaldarinn-
ar, að nota samtímaheimildir
(Sturlungu, biskupasögur) og
Grágás um tímann eftir 1100
og álykta síðan út frá þeim
um eldri tímann með aðstoð
íslendingabókar Ara fróða.
íslendingasögurnar eru not-
aðar til fyllingar ef ekkert
virðist rnæla gegn því að vitn-
isburður þeirra geti verið
réttur. Þetta er þó jafnan gert
með þeim fyrirvara að verið
geti að vitnisburðurinn sé
einungis ályktun eða ímynd-
un höfundar eða samtíma-
manna hans.
Sagnfesta og bókfesta
Lítil kjölfesta?
í eina tíð var almenn sú skoð-
un sem nefnd er sagnfesta og
nú þykir úrelt að Islendinga-
sögur séu munnmæli, sannar
frásagnir sem gengið hafi frá
manni til manns og varðveist
þannig lítið breyttar allt frá
söguöld (930-1030) þar til þær
voru skráðar. Ágætur þjóð-
sagnasafnari á Austurlandi á
að hafa sagt um kunna skáld-
GRETTIR ÁSMUNDSSON OG
TARSAN. Margarhelstu persón-
ur íslendingasagna munu vera
skáldaðar að mestu leyti, t.d.
Grettir sterki, en lesendur
sagnanna hafa löngum trúað
að lýsingar persónanna væru
raunsannar. Til samanburðar
má taka frægar skáldsagna-
persónur eins og Tarsan og
Sherlock Holmes - ýmsir hafa
trúað að þeir hafi átt stundlega
vist.
87