Ný saga - 01.01.1987, Síða 94
AÐ VITA SANN A SÖGUNUM
ÁSBJÖRN SELSBANI SIGLIR NORÐUR KARMTSUND. Að sögn
Ólafs sögu helga fór Ásbjörn frá Þrándarnesi, lengst norður á
Hálogalandi, suður á Jaðar að sækja mjöl til veisluhalds. Hér er
skip hans sýnt á siglingu við Ögvaldsnes á eynni Körmt, nálægt
núverandi Haugasundi.
menntalegt minni án félags-
legra tengsla. Þetta er rangt
að hennar mati því að í blóð-
hefndarsamfélögum hafi
harmagrátur kvenna með
eggjunarorðum um hefnd
verið alsiða og í sögunum
gæti sama siðar. Hann sé þó í
nokkuð breyttri mynd,
áhersla sé lögð á hvötina en
HILDIGUNNUR STARKAÐAR-
DÓTTIR HVETUR FLOSA
ÞÓRÐARSON TIL HEFNDA.
„Hildigunnur lagði þá yfir
Flosa skikkjuna; dundi þá
blóöið yfir hann allan.“ (Njála,
kap. 116).
harmagráturinn hverfi að
nokkru í skuggann enda segir
hún að athyglin í sögunum
beinist fyrst og fremst að of-
beldi og vígum.22
Athuganir Millers og Clov-
ers á hvöt eru svipaðar en
Miller dregur sérstaklega
fram hin sýnilegu tákn, höfuð
og blóðug klæði, á meðan
Clover beinir athyglinni að
harmagrátnum sem hún telur
hafa verið mikilvægan þátt
hvatarinnar í eina tíð. Saman-
burður við önnur samfélög
sýnir að mati þeirra Clovers
og Millers að siðurinn hafi
verið hluti af félagslegu kerfi,
konur hafi gegnt ákveðnu fé-
lagslegu hlutverki með hvöt-
inni.
Þá má loks nefna að Carol
Clover flutti fyrirlestur hér á
landi árið 1982 um útburð
eins og honum er lýst í ís-
lenskum og norskum heimild-
um og bar saman við athugan-
ir mannfræðinga á útburði í
ýmsum frumstæðum þjóðfé-
lögum. Með þessum hætti
taldi hún sig geta varpað ljósi
á félagslegt mikilvægi út-
burðar hérlendis á 10. og 11.
öld og jafnvel lengur.23 Hún
taldi athuganir sínar stað-
festa vitnisburð íslendinga-
sagna um útburð og dregur
þá ályktun af sögunum að
stúlkur hafi fremur verið
bornar út en sveinar.
Um hagrænuna
MIÐALDAKONUR
LÁTA í LJÓS
SORG. Myndin
mun eiga að sýna
grátkonur.
Hér hefur verið stiklað á
stóru um það sem Byock,
Miller og Clover segja um ís-
lendingasögur og félagslega
þætti og verður þá næst fyrir
að líta á hagræna þætti. Mill-
er segir í nýrri grein að sagn-
fræðingar sem riti um versl-
un gleymi hversu mikilvægar
heimildir íslendingasögur
séu um vöruskipti innanlands
sem farið hafi fram með gjöf-
um, bótagreiðslum, gifting-
um og ránum.24
Fræðimenn skiptast á sér-
prentum og er haft fyrir satt
að menn sendi þeim einum
sérprent sem þeir viðurkenni
eða vilji hafa áhrif á og búast
svo fastlega við að fá sérprent
í staðinn. Þetta minnir á reglu
Hdvamdla: Gjalda skal gjöf
við gjöf. Endurgjöf var félags-
leg skylda og hafa mannfræð-
ingar dregið fram umfangs-
mikið og flókið gjafakerfi í
ýmsum af hinum frumstæðu
samfélögum. íslendingasög-
ur þykja fróðlegar heimildir
um gjafaskipti.25
Þeir Byock og Miller benda
i.
92