Ný saga - 01.01.1987, Síða 99
HÚSBÆNDUR OG
HJÚ
ISögu 1986 fjallar Gísli Á.
Gunnlaugsson um félags-
og fjölskylduþróun á 19. öld
(Um fjölskyldusögurannsókn-
ir og íslensku fjölskylduna
1801-1930.) í kafla um löggjöf
um atvinnustéttir, húsaga og
bann við giftingu öreiga segir
hann (bls. 23):
Samkvæmt þeim lögum
sem giltu um vinnuhjú mik-
inn hluta 19. aldar, bar öll-
um sem orðnir voru 16 ára
að aldri og ekki dvöldust á
heimili foreldra sinna,
bjuggu hvorki í sjálfstæðri
heimilisstöðu né höfðu
leyfi til hús- eða lausa-
mennsku að ráða sig sem
vinnuhjú hjá bændum til
árs í senn.
Vísar hann þar í Lovsamling
for Island XIX, Kh. 1885, bls.
386-395. Þar reynist þó hvergi
minnzt á bændur, en iðulega
eru nefndir húsbændur.
Vinnuhjú fullnægðu því lög-
unum með því að ráða sig í
vist til hvers konar hús-
bænda, svo sem kaupmanna
og útvegsmanna, iðnaðar-
manna og embættismanna,
enda voru vinnuhjú venjuleg
á heimilum þeirra.
í framhaldi af þessu segir
Gísli:
Þessi löggjöf sá bændum
fyrir stöðugu framboði á
tiltölulega ódýru vinnuafli
meðan unnt var að fram-
fylgja henni og öðrum þátt-
um vinnustéttalöggjafar-
innar.
Vitaskuld var þorri hús-
bænda bændur, en löggjöfin
hindraði ekki samkeppni um
vinnuafl. Engin ákvæði í lög-
um stóðu gegn því, að sá, sem
bauð hjúi betur en sveita-
bóndi, fengi að ráða það í vist.
Það, sem sá bændum fyrir
„stöðugu framboði á tiltölu-
lega ódýru vinnuafli", ef bor-
ið er saman við það, sem síðar
varð, var vitaskuld, að aðrir
húsbændur buðu ekki betur,
kaupmenn, iðnaðarmenn,
eigendur þilskipa og
embættismenn. Ég útskýrði
stöðu vinnuhjúa og hagsmuni
húsbænda nánar í grein í
Skími 1986 „Ráðningarskil-
málar í lok 19. aldar", bls. 223-
230.
Björn S. Stefánsson
97