Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 1
Lífríki í hættu » Talið að duggönd og æðar- fugl muni hverfa á næstu árum. » Gargönd er alveg horfin af svæðinu. » Ekki hefur tekist að halda aftur af hvönn í Þorfinnshólma. » Til lítils að vakta fuglalífið ef ekkert er gert við niðurstöð- urnar. Rúnar Pálmason Hallur Már Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn hefur aldrei verið jafnilla statt og í sumar. Andarungar voru taldir í júlí og reyndust þá einungis vera 24 talsins og margir hverjir voru nær dauða en lífi. Í fyrra voru þeir 54 og að meðaltali 156 á árunum 1974-2010. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræð- ingur og Ólafur K. Nielsen vist- fræðingur eru höfundar skýrslu um ástand lífríkisins við Tjörnina sem var afhent garðyrkjustjóra í janúar en var ekki lögð fyrir umhverfisráð fyrr en 9. ágúst, átta mánuðum síð- ar. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld harðlega fyrir áhugaleysið um fuglalífið, en það endurspeglast í viðbrögðum við skýrslunni sem þeir lögðu fram. Í henni kemur fram að gargönd sé nærri horfin, duggönd og æðarfugl muni hverfa á næstu árum en að stokkönd og skúfönd vegni betur. Ólafur K. Nielsen segir að svæðið í kringum Tjörnina sé manngert og því þurfi ræktunarstarf til að halda megi fjölbreyttu lífríki á svæðinu. „Ástandið er þannig að það þarf að fóðra ungana yfir sumarið til að þeir Fuglalíf við Tjörnina illa statt  Borgaryfirvöld sögð áhugalaus  Aldrei hafa færri ungar komist á legg en í ár  Manngert svæði sem krefst ræktunarstarfs  Skortur á æti stærsti vandinn komist af. Meginvandinn felst í al- gerum fæðuskorti og þeir ungar sem eftir eru í lok sumars bera þess merki að hafa liðið hungur,“ segir Ólafur. Spurður hvort mávur hafi slæm áhrif á endurnar segir hann að vissulega sé auðvelt að benda á mávana þar sem þeir éti unga. „Sílamávurinn kom hingað til lands árið 1950 og síðan þá hafa verið hundruð máva hér yfir sumartím- ann. Hann hefur þó lítil áhrif á and- astofninn, sömu sögu er að segja af köttum og minkum.“ Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurtjörn Höfundar skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar segja borgina áhugalausa um stöðu lífríkisins. Lítið er um æti fyrir andastofninn. L A U G A R D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  200. tölublað  99. árgangur  FULLT AF SKEMMTILEGUM NÁMSKEIÐUM Mímir-símenntun • Ofanleiti 2 • 103 Reykjavík Skráning stendur yfir í síma 580 1808 og á mimir.is HAUSTÖNN 2011 ÍSLENSK MYND HREPPTI AÐAL- VERÐLAUNIN GERÐU UPP ELSTA HÚSIÐ Í BOLUNGAVÍK HELSTI DJASS- PÍANISTI HEIMS Í HÖRPUNNI SUNNUDAGSMOGGINN DANILO PÉREZ 40 STUTTMYNDIN SAILCLOTH 43 Sjávarútvegsráðherra varð ekki við tilmælum útvegsmanna um að setja löndunarbann á karfa sem Rússar veiddu í sumar á Reykja- neshrygg og lönduðu í Hafnar- firði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, gagn- rýnir afskiptaleysi ráðherra harðlega. Í fyrravetur var gert samkomu- lag um veiðar úr viðkvæmum karfastofnum á þessum slóðum, en Rússar voru ekki aðilar að samkomulaginu. Íslendingar gáfu mikið eftir af sinni hlutdeild í þessu samkomu- lagi við Græn- lendinga, Norð- menn, Færey- inga og ESB, en samið var um að í ár yrðu að há- marki veidd 38 þúsund tonn. Rússnesk skip lönduðu í sumar um 20 þúsund tonnum í Hafnarfirði. »4 Varð ekki við tilmælum LÍÚ um löndunarbann Karfi Skipin lönd- uðu 37 sinnum.  Halla Skúla- dóttir, krabba- meinslæknir á Landspítalanum, segir að hættan á brjóstakrabba- meini aukist með aukinni neyslu áfengis. Ef kona drekkur vínglas daglega eykst áhættan til lífs- tíðar um 7% á því að hún fái brjóstakrabbamein. Halla segir að hér sé um að ræða lífsstílsþátt sem hægt sé að hafa áhrif á og tekur hún fram að lítil drykkja hafi einn- ig áhrif, þótt þau áhrif séu minni en áhrif mikillar drykkju. Tíunda hver íslensk kona getur búist við að greinast með brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. »20 Áfengisdrykkja kvenna get- ur aukið verulega líkurnar á brjóstakrabbameini Áfengi Dagleg drykkja hættuleg.  Á flokksráðs- fundi VG sem hófst í gær kom fram vilji til að standa við breyt- ingar á stjórn fiskveiða sem settar eru fram í sjávarútvegs- frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Afstaða ASÍ og annarra til frumvarpsins var harð- lega gagnrýnd. Líkti Lilja Rafney Magnúsdóttir Landsbankanum við eiturlyfjasjúkling. Í gær bættust við fleiri neikvæðar umsagnir um frumvarpið, frá Sjómannasamband- inu og Félagi vélstjóra og málm- tæknimanna. »2, 8 og 14 Vilja standa við breytingar í sjávarútvegsmálum Flokksráð VG ræð- ur ráðum sínum.  Hátt í 300.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í New York- borg á miðnætti í gærkvöldi að ís- lenskum tíma þegar fellibylurinn Irene nálgaðist borgina. Aldrei áð- ur hefur slík fyrirskipun verið gef- in út en hún náði til hverfa sem liggja lágt eða meðfram ströndinni. Michael R. Bloomberg borgarstjóri ákvað jafnframt að stöðva sam- göngukerfi borgarinnar og fresta ýmsum viðburðum sem fyrirhug- aðir voru í borginni. Í yfirlýsingu lagði hann áherslu á að aldrei hefði verið ráðist í slíka aðgerð en það væri þó ekki gert að ástæðulausu. Fellibylurinn er talinn geta haft mikil áhrif á líf 65 milljóna manna og rafmagnslaust gæti orðið á stóru svæði. Um 300 þúsund manns yf- irgefa heimili sín í New York Hætta Þetta er í fyrsta skipti sem íbúum New York er gert að yfirgefa heimili sín. MEintómt eftirlit er til lítils »6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.