Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Leikarinn og sprelligosinn Jim Car- rey segir myndband sem hann setti á vefsíðu sína, JimCarreyTruLife, grín en í því játar hann leikkonunni Emmu Stone ást sína og segist vilja eignast með henni lítil, þybbin, freknótt börn. „Ég er 49 ára. Ég er hrukkóttur og stundum er dálítið grátt í skegginu og það tekur mig lengri tíma að pissa en áður,“ segir Carrey m.a. í myndbandinu. Carrey virðist eiga erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í myndbandinu en Stone er töluvert yngri en hann, 22 ára. Carry segir hana ekki aðeins fallega heldur einnig greinda og góð- hjartaða. „Ef ég væri töluvert yngri myndi ég giftast þér,“ segir Carrey m.a. Viðbrögðin við þessu gríni hafa verið misjöfn á netinu, sumir hrifnir en aðrir alls ekki. Carrey setti inn færslu á Twitter í kjölfar birtingar myndbandsins, sagði það grín en þó væri allt satt sem fram í því kæmi. Reuters Sprelligosi Leikarinn Jim Carrey er háðfugl mikill. Játaði ást sína á Stone Það er ekki hægt að segja aðbíómyndin Larry Crownesvíki nokkurn mann. Aug-lýsingaplakatið um mynd- ina segir allt sem segja þarf. Þetta er rómantísk gamanmynd sem er væmin og tilgerðarleg en svolítið verr leikin en vanalega. Tom Hanks er reyndar með hlutverk sem er sniðið fyrir hann enda kom hann að handritaskrifunum og leikstýrir myndinni sjálfur. Myndin fjallar um miðaldra mann, Larry Crowne, sem er hamingjusamur með sína vinnu í súpermarkaðnum, þegar hann er kallaður á fund hjá fyrirtækinu. Hann er með elstu starfsmönnum fyrirtækisins og er vinnusamur, því telur hann að verið sé að kalla sig á fund til að tilkynna sér að hann sé starfsmaður mánaðarins, en mark- mið fundarins er tilkynning um upp- sögn hans. Málið er að hann er ómenntaður og því ganga aðrir fyr- ir. Hann ákveður að fara í nám til að bæta samkeppnisstöðu sína og eign- ast fljótt nýja vini í skólanum. Þar á meðal sæta stelpu um tvítugt sem verður besta vinkona hans en það samband nær aldrei neinum trú- verðugleika. Hann fer að keyra um á vespu, fær vinnu meðfram náminu sem kokkur á ódýrum matsölustað og verður skotinn í einum kenn- aranum sínum, Mercedes, sem Julia Roberts leikur. Handritið er ágætlega skrifað, klassískt formúluhandrit í þessum stíl bíómynda, með léttum húmor og sætum uppákomum þegar best læt- ur. En það er erfið jafnvægislist að gera þessi sætu atriði, sem ansi oft verða hrikalega hallærisleg í þessari mynd og mjög ósannfærandi. Crowne, aðalpersóna myndar- innar, er þessi sæta, góða mann- eskja sem manni þykir vænt um. Andstæðan, eiginmaður Mercedes og þar af leiðandi keppinauturinn, hefur sér það helst til illsku unnið að hafa glápt á brjóstastórar stelpur í sundbolum á netinu og að fá sér fullsnemma kvöldsins í glas. Merce- des er reyndar líka ansi gefin fyrir áfengið. En það lýsir sakleysi átak- anna hversu manngerðirnar eru normal. Það er bara ágætt enda er þetta allt lögulega skrifað, en það er einsog Hanks hafi aðeins einbeitt sér við leikstjórnina þegar kom að honum sjálfum, því enginn hinna nær að vera sannfærandi í leik sín- um. Eiginmaður Mercedes verður frekar hallærislegur og ósannfær- andi og meira að segja Juliu Ro- berts líður ekki vel í hlutverki sínu. Kvikmyndatakan er áreynslulaus í þessari mynd, það er ekkert verið að reyna neitt meira en þarf og öllu er skilað fullunnu í hús. Senan er kynnt með aðalskoti og síðan færir myndin sig nær og öllu sem þarf fyrir söguna er gert skil. En fyrir aðdáendur Tom Hanks og Juliu Roberts er alveg hægt að mæla með þessari mynd, Roberts sýnir reglulega töfrandi bros sitt og Tom Hanks stendur sig ágætlega. Larry Crowne mnnn Leikstjóri og aðalhlutverk: Tom Hanks en á móti honum leikur Julia Roberts. Universal Pictures 2011. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Stjörnur Julia Roberts og Tom Hanks leika aðalhlutverkin í þessari mynd og stendur Hanks sig ágætlega en Roberts síður. Roberts sýnir samt oft sitt töfrandi bros í myndinni, þannig að fólk sem er háð því getur óhrætt mætt á myndina. Hálf-gervileg rómantík MIÐASALA Á SAMBIO.IS LARRY CROWN kl. 6 7 FINAL DESTINATION 3D kl. 8 - 10:10 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 1:40 3D - 4 2D - 6 2D L GREEN LANTERN kl. 3:40 3D - 8 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 10:10 12 HARRYPOTTER7-PART2 kl. 1:40 12 / AKUREYRI HHH -TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 - 10:30 7 KVIKMYNDAHÁTÍÐ STRUMPARNIR 3D Með ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L THE TREE OF LIFE kl. 8 10 STRUMPARNIR Með ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L FAIR GAME kl. 6 12 HORRIBLEBOSSES kl. 10:10 12 RED CLIFF kl. 10:40 14 HARRYPOTTER7-PART2 3D kl. 8 12 BAARÍA kl. 3:20 7 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 1 L / KRINGLUNNI HHHH - J.T - VARIETY HHHH - KA, FBL SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI JENNFIER ANNISTON JASON BATEMAN JAMIE FOXX JASON SUDEIKIS COLIN FARRELL KEVIN SPACEY CHARLIE DAY SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI FRÁÁÁBÆ R GAMANM YND 88/100 - CHICAGO SUN-TIMES 91/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 - ST.PETERSBURG TIMES ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... Hvar í strumpanum erum við ? HINIR EINU SÖNNU STRUMPAR MÆTA LOKSINS Á HVÍTA TJALDIÐ OG FARA Á KOSTUM Í STÆRSTA ÆVINTÝRI ÁRSINS HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM HHH „BRÁÐSKEMMTILEGUR HRÆRIGRAUTUR AF SCI-FI Í SPIELBERG-STÍL OG KLASSÍSKUM VESTRA. CRAIG OG FORD ERU EITURSVALIR!“ T.V. -KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr. SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.