Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 44
AF ÝMSU
Birta Björnsdóttir
birta@mbl.is
Líkt og margir samlandarmínir eyði ég kvöldunummeð Harry nokkrum Hole.
Ef marka má metsölulista Ey-
mundsson á þetta drykkfellda hug-
arfóstur Jos Nesbøs ófáa aðdá-
endur hér á landi. Ég verð að skipa
mér í þann flokk því bækurnar eru
með þeim betri sem finna má í sí-
stækkandi hópi þýddra glæpa-
sagna hér á landi. Alltaf heldur
maður með Harry Hole og fyllist
depurð þegar drykkjuhvetjandi
hvuttarnir í maga hans hafa betur í
baráttu við fíknina. Svo eru sög-
urnar svo skrambi vel skrifaðar og
spennandi að háttatíminn færist
oftar en ekki aftar en skynsamlegt
gæti talist.
Og talandi um fólk sem berstvið fíkn. Það er eitthvað und-
arlega áhugavert við sjónvarps-
þáttinn The Biggest Loser. Um-
fjöllunarefnið dansar á mörkum
fullmikillar hnýsni þegar fylgst er
með fólki, sem næstum hefur étið
sér til óbóta, reyna að snúa lífi sínu
til hins betra með aukinni hreyf-
ingu og skynsamlegra mataræði.
Auðvitað er mikið grátið eins og al-
siða virðist vera með þátttakendur
í bandarískum sjónvarpsþáttum.
Það má grenja yfir söknuði til
þeirra sem heima sitja, yfir góðu
gengi á vigtinni eða yfir slæmu
gengi liðsfélaga, af nógu er að
taka. En aðalaðdráttaraflið við
þættina er trúlega fólkið sjálft sem
oftar en ekki losnar undan oki of-
fitunnar og uppsker auðveldara líf.
Og talandi um mat. Pylsur,vöfflur og kaffi er meðal þess
sem í boði er fyrir þá sem sækja
stóru leikhúsin heim í dag. Eflaust
eru margir sem vilja kynna sér
spennandi vetrardagskrár leikhús-
anna með þessum hætti og því eilít-
ið sérstakt að kynningarnar skuli
fara fram sama dag og á næstum
sama tíma, en Þjóðleikhúsið er opið
milli klukkan 14 og 17 og Borgar-
leikhúsið milli 13 og 16.
Það er alltaf svo spennandi til-
hugsun að framundan sé fjölbreytt
leikhúsár. Lestri á auglýsinga-
bæklingum leikhúsanna fylgir svip-
uð tilfinning og lestri Bókatíðinda
fyrir jólin.
Það verður af nógu að taka í
báðum leikhúsum í dag. Í Borgar-
leikhúsinu má sjá atriði úr söng-
leiknum Galdrakarlinum í Oz, opn-
ar æfingar á fleiri verkum sem
sýnd verða í vetur auk þess sem
Skoppa og Skrýtla verða á staðn-
um, svo fátt eitt sé nefnt.
Í Þjóðleikhúsinu verður boðið
upp á búningamátun, söngleikja-
tónleika og söngdagskrá úr barna-
leikritum auk þess sem prinsessan
Margrét Elísabet Ingiríður Elísa-
bet Margrét og forsetinn á Bessa-
stöðum taka á móti börnum.
Og talandi um bestu vinibarnanna. Milli þess sem
Harry Hole hefur verið lesinn
spjaldanna á milli í sumar hafa
aðrir og heldur prúðari herra-
menn einnig verið mikið lesnir á
heimilinu, Herramenn Rogers
Hargreaves.
Flestum ætti að vera kunnugt
um gæði og fagran boðskap þess-
ara dásamlegu bóka en minna hef-
ur verið rætt um snilldarlegar
þýðingar þeirra Þrándar Thor-
oddsen og Guðna Kolbeinssonar á
bókunum góðu. Þær eru fyrsta
flokks.
Hvað er til dæmis jafnnístandi
og sorg herra Rugla þegar hann
er níddur fyrir að vera ekki jafn-
klár og aðrir íbúar Gáfnalands?
Eða jafnskondið og þegar herra
Subbi verður bleik kúla eftir að
hafa verið tekinn í gegn af herra
Þrifnum og herra Snyrtum? Þá má
endalaust skemmta sér yfir há-
værum upplestri á ævintýrinu um
herra Háværan. Ég hlakka til þess
dags þegar herrabækurnar flokk-
ast með heimsbókmenntunum.
birta@mbl.is
Af Herramönnum og Harry Hole
»Hvað er til dæmisjafnnístandi og sorg
herra Rugla þegar hann
er níddur fyrir að vera
ekki jafnklár og aðrir
íbúar Gáfnalands?
Matgæðingur Herra Hámur kann að meta góðar pylsur og annað gúmmelaði sem hann kemst yfir.
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
LARRY
CROWNE
FRÁBÆR RÓMANTÍSK
GRÍNMYND
EIN FLOTTASTA SPENNUHROLLVEKJA ÞESSA ÁRS
MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD
BESTA MYNDIN Í
SERÍUNNI TIL ÞESSA
75/100
VARIETY
75/100
SAN FRANCISCO
CHRONICLE
75/100
ENTERTAINMENT
WEEKLY
SÝND Í 3D
/ ÁLFABAKKA
FINAL DESTINATION 5 3D kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 COWBOYS & ALIENS kl. 10:30 14
LARRY CROWNE kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 7 GREEN LANTERN kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 12
LARRY CROWNE kl. 8 - 10:20 VIP BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L
HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2 - 3 L
HORRIBLE BOSSES kl. 3 - 5:30 VIP HARRYPOTTER7-PART2 kl. 5:30 - 8 12
KUNG FU PANDA kl. 1:30 L
FINAL DESTINATION 5 3D kl. 8 - 10:20 16 CAPTAINAMERICA3D kl. 10:20 12
STRUMPARNIR 3D Með ísl. tali kl. 2:303D - 2:302D - 5:202D L GREEN LANTERN 3D kl. 2:30 - 5:20 12
BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 3D - 5:20 2D L HARRYPOTTER7-PART23D kl. 5:20 12
COWBOYS & ALIENS kl. 8 - 10:40 14 HORRIBLEBOSSES kl. 8 12
PLANET OF THE APES kl. 8 - 10:30 12
/ EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI
FRÁ HÖFUNDUM
LEIFTUR MCQUEEN
OG KRÓKUR
ERU AFTUR MÆTTIR,
BETRI EN NOKKURN TÍMANN
RYAN REYNOLDS
BLAKE LIVELY
MARK STRONG
GEOFFREY RUSH
SÝND Í ÁLFABAKKA,EGILSHÖLLI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
HHH
BoxOffice Magazin
á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG
AKUREYRI