Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
✝ TorfhildurTorfadóttir
fæddist í Asparvík á
Ströndum 24. maí
1904. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 22. ágúst 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Bjarn-
veig Bjarnadóttir, f.
19. júní 1863, d. 13.
nóvember 1949, og
Torfi Björnsson, f.
5. júlí 1854, d. 18. febrúar 1905.
Systkini Torfhildar voru Ásgeir,
f. 1888, d. 1988, Loftur, f. 1892, d.
1965, Björn, f. 1895, d. ? , Þórdís,
f. 1895, d. 1983, Eymundur, f.
1897, d. 1994, Guðbjörg, f. 1900,
d. 1992 og Kristbjörg, f. 1902, d.
1987. Systkini samfeðra voru
Guðmundur, f. 1879, d. 1959,
Guðbjörg, f. 1882, d. 1882 og
Torfi, f. 1883, d. 1883.
Torfhildur ólst upp hjá föður-
bróður sínum í Selárdal í Stein-
grímsfirði. Eftir fermingu fór
hún sem vinnukona í Reykhóla-
sveit en flutti síðar til Ísafjarðar
þar sem hún vann við saumaskap
og síðar í fiskvinnslu. Hún giftist
desember 1939. Jónatan Björns,
f. 30. júlí 1940, d. 18. júlí 1991.
Hann var kvæntur Sólveigu S. J.
Þórðardóttur, f. 1. október 1940.
Fóstursynir Jónatans eru Helgi
Björgvin Eðvarðsson, f. 21. ágúst
1957, maki Steina Þórey Ragn-
arsdóttir og eiga þau tvo syni, og
Ingi Rúnar Eðavarðsson, f. 21.
desember 1958, maki Þorbjörg
Jónsdóttir og eiga þau fjögur
börn. Börn Jónatans og Sól-
veigar eru Elín Hildur, f. 6. sept-
ember 1960 og á hún þrjú börn.
Guðbjörg Kristín, f. 21. desember
1962 og á hún þrjú börn, Þór-
laug, f. 30. desember 1965, maki
Sigurgestur Guðlaugsson og eiga
þau tvö börn. Þá kemur Sig-
urbjörn Sævar, f. 13. janúar
1942, og yngstur er Torfi, f. 7.
desember 1949, maki Guðrún
Jónsdóttir, f. 27. janúar 1960.
Þeirra börn eru Sigrún Lísa, f. 1.
mars 1998, og Einar Torfi, f. 25.
mars 2000. Fyrri kona Torfa var
Elísabet Jóhannsdóttir, f. 12. des-
ember 1949, d. 15. janúar 1996.
Útför Torfhildar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 27. ágúst
2011, kl. 11.
Einari Jóelssyni, f.
4. júní 1902, d. 13.
mars 1981, og eign-
uðust þau fimm
börn. Elst er Krist-
ín, f. 26. janúar
1933. Hennar mað-
ur er Eiður Vil-
helmsson, f. 7. apríl
1932. Dóttir Krist-
ínar er Rannveig
María Gísladóttir, f.
9. febrúar 1958,
maki Ingólfur Ingvarsson og
eiga þau tvo syni. Börn Kristínar
og Eiðs eru Vilhelm Einar, f. 3.
febrúar 1966, maki Brynja Odd-
geirsdóttir og eiga þau tvö börn
og fyrir á Brynja einn son. Hild-
ur, f. 25. júní 1967, sambýlis-
maður Reymar Vilmundarson.
Hildur á þrjár dætur og tvö fóst-
urbörn. Kristinn Reynir, f. 1. jan-
úar 1970, sambýliskona Svan-
fríður Kristjánsdóttir og eiga
þau eina dóttur og Svanfríður á
fyrir eina dóttur. Jóhann Helgi, f.
14. júní 1973, maki Hulda Hjalta-
dóttir og eiga þau þrjú börn.
Næst í röðinni var Jónína Guð-
rún, f. 13. september 1938, d. 21.
Nú hefur tengdamóðir mín, hún
Torfhildur, lokið sinni löngu lífs-
göngu hér á jörðunni. Hún náði því
að verða elsti Íslendingurinn, 107
ára gömul. Ég undrast mjög
hversu lengi hún lifði þegar æsku-
ár hennar eru skoðuð, því ekki var
eins mikil skilningur í þá daga og
nú á mikilvægi barna fyrir ást, um-
hyggju, hvatningu og örvun. Sú
kynslóð sem ólst upp á fyrri hluta
20. aldar leið matarskort og bjó við
vondan húsakost og þannig voru
þær aðstæður sem tengdamóðir
mín ólst upp við. Hún missti föður
sinn í barnsæsku og þá var heim-
ilinu sundrað, aðeins eitt barn fékk
að fylgja móðurinni í húsmennsku.
Torfhildur var yngst systkina
sinna og var komið í fóstur til föð-
urbróður síns og ólst þar upp.
Henni var hlýtt til fóstra síns, en
henni leið ekki alltaf vel í fóstrinu.
Einmanaleikinn sótti á hana og
hún saknaði móður sinnar og
systkina. Og hún fann til þess að
vera fósturbarn. En tíðarandinn
var annar í þá daga.
Torfhildur fór að vinna fyrir sér
fljótlega eftir fermingu í þeim
verkum sem til féllu. Fljótlega
kom í ljós að hún var handlagin og
vandvirk til vinnu og það reyndist
henni vel.
Hennar gæfa var að eignast
heiðarlegan og góðan eiginmann
sem Einar Jóelsson var. Þau áttu
sameiginlega reynslu að hafa verið
munaðarlaus börn. Þeirra kjör
voru að vera verkafólk og þurfa að
sjá fyrir sér af þeim smánarlaun-
um sem gerðust á eyrinni. En þau
létu börnin sín ekki líða skort,
hvorki andlega né líkamlega. Þau
þekktu þá raun alltof vel til þess.
Líf þeirra var barátta um brauðið.
Þau voru bæði miklar baráttu-
manneskjur fyrir bættum kjörum
verkamanna og þeim sem stóðu
höllum fæti í lífinu. Því var ekki
alltaf vel tekið á kreppuárunum
sem leiddi til þess að Einar var
sniðgenginn í vinnu þegar lítið var
að hafa. Viðkvæði var: „Enga
Bolsa hér“.
Þeim auðnaðist að eignast góð
börn sem uxu úr grasi, en þau
misstu líka barn í æsku. Eftir lát
Einars missti Torfhildur einn af
sonum sínum, Jónatan Björn,
langt um aldur fram. Það var
henni mikill harmur eins og okkur
öllum er að honum stóðu.
Í þessum fátæklegu orðum hef
ég stiklað á stóru um lífshlaup
tengdamóður minnar. Það er ljóst
að það voru ekki þau lífsskilyrði
sem hún ólst upp við sem stuðluðu
að langlífi hennar. Ég tel að það
megi rekja til lyndiseinkunnar
hennar, hún var afar umburðar-
lynd og dagfarsprúð. Hún skildi
vel þjáningar fólks og átti gott með
að setja sig í spor annarra ef því
var að skipta. Hún hafði þó
ákveðnar skoðanir um réttláta
skiptingu lífsins gæða og á þeim lá
hún ekki á, hvorki við háa né lága.
Það lýsir vel viðmóti og lífssýn
tengdaforeldra minna að þegar ég
kynntist Jónatani átti ég fyrir tvo
drengi sem þau tóku sem sína eig-
in og reyndust þeim vel sem afi og
amma.
Kæra tengdamamma, ég kveð
þig með trú um að þú farir á góðan
stað sem þú hefur margfalt unnið
til.
Hvíl þú í guðs friði.
Sólveig S.J. Þórðardóttir
Enn einni lífsbókinni er lokið.
Að þessu sinni langri lífsbók
tengdamóður minnar Torfhildar
Torfadóttur. Torfhildur var ein-
stök kona, æðrulaus og gerði aldr-
ei kröfur til annarra. Það hlýtur að
vera alveg einstakt að eignast
barnabarn 94 ára gömul en það
var Torfhildur þegar við Torfi
eignuðumst okkar fyrsta barn. En
hún kom nú samt í heimsókn á
sjúkrahúsið á Ísafirði í stórhríð til
þess að sjá litlu telpuna og sagði
„ég ætla nú ekki að missa af því að
sjá barnabarnið mitt á fæðingar-
deildinni“. Og ekki missti hún
heldur af því tveimur árum seinna
þegar sonur okkar fæddist.
Torfhildur var lágvaxin kona og
kvik í hreyfingum. Hún setti svip á
bæinn okkar þegar hún spretti úr
spori með göngugrindina sína og
ekki eru nema tvö ár síðan hún brá
á leik með Torfa syni sínum þar
sem hann sat í hjólastól og hún
keyrði honum, þá 105 ára. Henni
fannst afskaplega notalegt að fara
í sunnudagsbíltúra og fá ís í brauð-
formi og alltaf enduðu bíltúrarnir
hér heima hjá okkur þar sem Torfi
gaf henni bjórglas og sú gamla
kættist öll.
Við mæðgurnar tókum líka
nokkrum sinnum þátt í kvenna-
hlaupinu ásamt Torfhildi. Síðasta
hlaupið var 2008 þar sem við vor-
um í fjólubláum bolum, hún þá 104
ára gömul.
Þrátt fyrir háan aldur var Torf-
hildur afskaplega sterk og hraust
kona. Hún hafði alla tíð fótavist og
gekk um gangana á sjúkrahúsinu
þar sem hún dvaldi síðustu árin en
auðvitað var minnið horfið. Og
ætíð raulaði hún fyrir munni sér
„Út um græna grundu, gakktu
hjörðin mín“. Torfhildur kvaddi
þennan heim södd lífdaga eftir
stutta sjúkralegu 22. ágúst sl. Hún
fékk fallegt andlát í faðmi ástvina
sinna. Ég kveð þessa merkilegu
konu með einlægu þakklæti og
virðingu.
Guðrún Jónsdóttir.
Elsku amma Tóta. Ég á eftir að
sakna þín en þú ert á betri stað
núna með afa, Lubba, Lísu, Jón-
atani, Tátu og öllum hinum.
Einu sinni þegar við komum til
þín sýndirðu okkur mjög „fræga“
bók. En þetta var bara einhver
ástarsaga og við hlógum mikið. Þú
varst frábær.
Amma mín, allar minningarnar
um þig og allt það skemmtilega
ætla ég að segja mínum börnum
og barnabörnum. Sofðu rótt elsku
amma mín.
Þín ömmustelpa,
Sigrún Lísa Torfadóttir.
Hvernig er hægt að segja í
stuttu máli frá konu sem hefur lif-
að í 107 ár? Það er margs að minn-
ast þegar amma er annars vegar,
þó að við systkinin höfum ekki al-
ist upp við að amma byggi í næsta
húsi þá vissum við alltaf af henni
og var gaman að fá pakkann að
vestan fyrir jólin og mikið pælt í
hvað væri í pökkum fyrir utan það
að með sendingunni fylgdu ullar-
sokkar á alla á heimilinu, bæði á
okkur krakkana og pabba.
Hún Torfhildur amma var svip-
sterk kona með sitt svarta hár og
fléttu niður á bak, hún hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
gleymum við því ekki systkinin
þegar hún kom í heimsókn og
sagði okkur systrunum að búa um
rúm bræðra okkar, við héldum nú
ekki, enda aldar upp á nútíma-
heimili þar sem bæði stelpur og
strákar unnu jafnt heimilisstörfin.
Amma var mikil dugnaðarkona
og gekk ávallt beint til verka. Þeg-
ar hún var í heimsókn máttum við
systkinin hvergi slá slöku við í
þeim verkum er okkur voru falin á
heimilinu. Eitt sinn þegar hún var
hjá okkur í heimsókn um páska
varð uppi fótur og fit þegar hún,
gestkomandi á okkar heimili, var
farin að taka úr uppþvottavélinni í
upphlutnum fína.
Í heimsóknum ömmu kom í ljós
að hún hafði sterkar skoðanir á
stjórnmálum og var ekki alltaf
hrifin af stjórnmálamönnunum og
því sem þeir voru að bralla. Amma
var mikil handavinnukona, bæði
prjónaði hún og saumaði út og
gerði hún það allt fram á síðustu
ár. Þrátt fyrir að amma hafi ekki
alist upp við að fá mikla menntun
þá hafði hún gaman af því að lesa
og var svo um öll börnin hennar
líka. Þessi lestraráhugi er greini-
lega eitthvað genatengdur því
margir lestrarhestar eru meðal af-
komenda þeirra ömmu og afa.
Bæði amma og afi lifðu erfiðari
tíma en við höfum fengið að kynn-
ast og æðruleysi þeirra gagnvart
lífsbaráttunni er okkur dýrmætt
veganesti. Heimsóknir í litla húsið
við Sundstræti veittu okkur inn-
sýn í heim þar sem önnur gildi
vógu þyngra en unglingar í Kefla-
vík áttu að venjast. Stundum
vegna þess að tímarnir breytast,
en oftar vegna þess að reynslan
hafði kennt þeim að meta það sem
raunverulega skiptir máli.
En nú er tími hennar ömmu lið-
inn hér á jörðinni og viljum við
þakka henni fyrir allar stundirnar
sem við systkinin áttum með
henni. Við vottum systkinum hans
pabba, þeim Kristínu, Sævari og
Torfa, okkar innilegustu samúð.
Með kveðju frá börnum Jónatans.
Helgi, Ingi, Elín Hildur,
Guðbjörg og Þórlaug.
Torfhildur systir Guðbjargar
ömmu náði 107 ára aldri. Að deyja
háaldraður verður tæpast talinn
óvæntur atburður, heldur frekar
að hver afmælisdagurinn af öðr-
um hafi runnið upp. Þó svo heim-
sóknir og samtöl við Tótu hefðu
mátt vera tíðari á síðustu árum,
vitum við af fyrri samskiptum að
hún sjálf furðaði sig á háum aldri
og velti fyrir sér hvað almættið
vildi.
Þau hjónin Tóta og Einar Jóels
komu í reglulegar sunnudags-
heimsóknir til ömmu í Hnífsdal.
Þeim var þá ekið frá Ísafirði og
sótt seinnipartinn. Eins var ef
amma fór Ísafjarðar til þeirra og
þá oftast sest að spilum og spjalli.
Á sumrin kom Tóta út í Hnífsdal
og aðstoðaði við heyskap hjá
ömmu og afa. Þá dvaldi hún dag-
langt út á túni og rifjaði og rakaði
með systur sinni. Þær eru nokkr-
ar minningarnar þar sem systurn-
ar rifja hlið við hlið eða sitja og
drekka kaffi á skjólgóðum stað.
Fyrir kom að þær systur sögðu
frá tímabilum og stöðum sem til-
heyrðu æsku þeirra og uppeldi.
Báðar hefðu viljað að öðruvísi
hefði farið en raun varð þegar fað-
ir þeirra lést, heimilið leyst upp og
barnahópnum skipt á milli bæja,
allt vegna þess að einstæð móðir á
þeim tíma átti ekki marga kosti.
Þá gat skipt sköpum hjá hverjum
börnin lentu og þeim aðbúnaði
sem þar var. Af samtölum þeirra
systra var greinilegt að þessi tími
hafði verið erfiður og var það líka
þegar þær horfðu til baka.
Þessi fortíð hafði áhrif á Tótu
ekki síður en hin systkinin. Tóta
var frekar hæglát kona sem fór
ekki mikið fyrir, var þó stöðugt að
og gerði sitt til að öllum í kringum
hana liði vel. Hún talaði rólega og
með svona væntumþykjutón í
röddinni og ekki minnumst við
þess að hún hafi skipt skapi. Það
væri þá helst þegar þær systur
sátu yfir enska boltanum eða töl-
uðu um persónur í sjónvarpsþátt-
unum Dallas.
Árið 1982 flutti Tóta í Hlíf,
íbúðir aldraðra á Ísafirði, en árið
áður lést Einar eiginmaður henn-
ar. Hún var því ein af 40 frum-
byggjum þessa nýja heimilis.
Flutningur Tótu úr húsinu sínu í
Sundstrætinu varð áhrifaþáttur í
að systir hennar fór að hugsa sér
til hreyfings og flutti líka í Hlíf. Þá
hófst tímabil þar sem þær systur
áttu meiri og nánari samveru en
þær höfðu áður haft.
Við vorum svo heppin að búa á
Hlíf og vissum vel að systurnar
gættu vel hvor annarrar og fóru
saman í göngutúra í bæinn, til
kirkju, borðuðu eða drukku kaffið
saman, auk samveru og prjóna-
skapar yfir sjónvarpinu með til-
heyrandi skoðanaskiptum um per-
sónur og leikendur. Þá eru ótaldar
stundirnar sem þær og Bogga vin-
kona þeirra brugðu sér milli íbúða
og sátu yfir spilum og spiluðu
manna, vist eða Ólsen-Ólsen.
Stundum spiluðum við með og
einnig kom fyrir að þær systur
tóku að sér að passa börnin ef við
foreldrarnir fórum úr húsi.
Nú hefur Tóta fengið langþráða
hvíld og við tekur samvera og
kannski spilamennska á öðrum
stað. Eftirlifandi börnum Torf-
hildar, þeim Kristínu, Sævari og
Torfa, og öðrum í fjölskyldunni
sendum við samúðarkveðjur.
Með kærleika og virðingu
kveðjum við Torfhildi og sendum
kveðjur frá Jónu Valgerði Krist-
jánsdóttir með þökkum fyrir sam-
fylgdina.
Halldór Sigurður Guðmunds-
son og Ingileif Ástvaldsdóttir.
Torfhildur Torfadóttir
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
GUNNAR DAL
skáld og rithöfundur,
lést á Landspítalanum mánudaginn
22. ágúst.
Útför hans fer fram frá Neskirkju mánudaginn
29. ágúst kl. 13.00.
Gunnar D. Halldórsson,
Jónas G. Halldórsson, Magnea S. Jónsdóttir,
Guðvarður B. Halldórsson, Ása Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og stuðning við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÓLAFAR I.P. BENEDIKTSDÓTTUR,
Rjúpufelli 44.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspítalans 11E sem aðstoðuðu í
veikindum hennar.
Höskuldur Jónsson og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HERMANN HÓLMGEIRSSON,
Staðarhóli,
Aðaldal,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
þriðjudaginn 23. ágúst.
Útförin fer fram frá Grenjaðarstaðakirkju laugardaginn
3. september kl. 14.00.
María G. Hannesdóttir,
Hólmgeir Hermannsson, Bryndís Ívarsdóttir,
Magnús Hermannsson, Anna Sigrún Jónsdóttir,
Hanna Dóra Hermannsdóttir, Davíð Hafsteinsson,
Bergþór Hermannsson, Anna Marín Ernudóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR
frá Selnesi,
Gullsmára 5,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju þriðju-
daginn 30. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Ingibjörg Óskarsdóttir,
Helgi Óskar Óskarsson, Kristín Þorkelsdóttir,
Þröstur Óskarsson, Guðrún Margrét Karlsdóttir,
Svala Óskarsdóttir, Bjarni Sævar Geirsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
FINNUR JÓNSSON
verkfræðingur,
Heiðarlundi 8,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans fimmtu-
daginn 25. ágúst.
Útför verður auglýst síðar.
Þórunn Sigurðardóttir,
Sigurður Finnsson, Lisa Finnsson,
Ólöf Finnsdóttir, Helgi Sigurðsson,
Guðrún Finnsdóttir, Orri Þór Ormarsson,
Hulda Björk Finnsdóttir, Kristbjörn Búason
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og dóttir,
EVA ADALSTEINSSON,
lést á líknardeild nálægt heimili sínu í
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sunnu-
daginn 21. ágúst.
Örn Adalsteinsson,
Bryndís Arnardóttir Adalsteinsson, Brian Davis,
Solný Arnardóttir Adalsteinsson,
Viktor Arnarson Adalsteinsson,
Khloe Davis,
Morton Shafter, Beverly Shafter.