Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 11
Vinsælt hefur verið hjá ferðalöngum sem fara í slíkar ferðir að láta styrkja sig af stórum fyrir- tækjum eins og t.d. BMW. Enduro-hjólin eru mjög vinsæl í Suður-Afríku og algengt að sjá fólk þar á ferðalagi merkt fyrirtækjum í bak og fyrir. Þá blogga ferðalangarnir líka yfirleitt um ferðalagið. Þar sem ferð Magnúsar og Kristbjargar var brúð- kaupsferð þeirra nýttu þau sér ekki þennan val- kost en þau segja þetta geta verið góða leið fyrir þá sem hafa áhuga á slíkum ferðum. Enda kosti þær sannarlega sitt. Merkt í bak og fyrir STYRKTARAÐILAR Sprell Í Súdan var hægt að komast mjög nálægt píramídum. ráðunautur ákvörðunina í hendi sér og var þeim tjáð að engir ferðamenn færu þangað. Kristbjörg segir hann einfaldlega hafa verið í svoleiðis skapi þann daginn að honum fannst ekki að þau ættu að fá leyfið. Magnus segir að fólk verði að skilja að allt fyrir neðan Kenýa sé „létt“ Afríka, eins og hann orðar það. Á leiðinni frá Kenýa til Eþíópíu tekur hins vegar allt annað við en leiðin þangað er þekkt undir nafninu „Hellroad“. Sú leið liggur um eyðimörkina fyrir norðan Nairobi þar sem fólk keyrir stanslaust í tvo daga í miklum hita en aðeins einn áfangastaður er á leið- inni. Þegar komið er að landamær- unum er þar aðeins lítil landamæra- stöð en enginn fær að fara lengra nema hann sé með nákvæmlega rétta pappíra. Pappírarnir skipta miklu en þau Kristbjörg og Magnus þurftu bæði að hafa vegabréfsáritanir fyrir sig fyrir hvert land sem þau heim- sóttu og sérstakt leyfi fyrir hjólin. Æfði sig úti í skógi Þau Magnus og Kristbjörg eru sammála um að það sé skemmtilegur og öðruvísi ferðamáti að ferðast á þennan hátt. Enda sjái fólk allt sem fyrir augu þess ber mjög nálægt. Þau ferðuðust um á sérstaklega útbúnum enduro-hjólum. Slík hjól eru mjög vinsæl í Suður-Afríku og sérætluð í slíkar ferðir. Hægt er að bæta ýmsum auka- hlutum við hjólin og keyptu þau hjónin sérstök dekk sem reyndist vel því um leið og þau komu inn í Mosambique urðu vegirnir mjög slæmir. Eðlilegt þykir að á slíkri ferð springi allt að tíu sinnum hjá fólki en það gerðist aðeins einu sinni hjá þeim Magnusi og Kristbjörgu. Þá gerðu þau samning við bifvélavirkja í Suður-Afríku um að senda sér auka- hluti ef eitthvað vantaði. Það kostaði sitt en borgaði sig þar sem slíka þjónustu er ekki að fá á austur- ströndinni. Magnus hefur nokkra reynslu af mótorhjólum en Krist- björg tók próf árið 2007 og hefur síð- an þá keyrt götuhjól. Hún fékk lánað enduro-hjól Magnusar áður en þau lögðu af stað og æfði sig úti í skógi í Svíþjóð. Hún segist þó hafa verið dá- lítið óörugg til að byrja með en það vildi til að flestir vegir í Afríku eru malbikaðir þó þeir séu ekki endilega góðir. Kristbjörg segist þó frekar vilja keyra um í Afríku heldur en í Asíu. Í Afríku sé mikið um fólk og dýr á vegunum en ekki jafn mikil bílaumferð og í Asíu. Þau leggja áherslu á að mikilvægt sé að pakka eins litlu niður og hægt er því að nauðsynlegt er að taka með sér auka- hluti, tjald og prímus. Spennandi fótboltaleikur Magnus hafði látið sig dreyma um slíka ferð í nokkurn tíma og tók Kristbjörg vel í hugmyndina þó að áður hefði henni ekki dottið í hug að fara slíka ferð á hjólum. Magnus og Kristbjörg heimsóttu alls tíu lönd en segja Súdan hafa komið sér einna mest á óvart. Þar séu mjög fallegar strendur niðri við Rauðahafið og náttúran stórbrotin. Þar er einnig hægt að skoða píramída líkt og í ná- grannalandinu Egyptalandi en Súd- an hafi það fram yfir að þar sé mun minna um ferðamenn. Einna besta matinn í ferðinni segja þau hafa verið hefðbundinn eþíópískan mat. Þar er venjan að bera fram ýmiskonar kjöt og grænmeti á stórri pönnuköku sem fólk notar síðan til að rúlla matnum inn í. „Þeir taka lífinu rólega í Afríku og er nokkuð sama um næsta dag svo lengi sem þeir eiga eitthvað að borða. Það er góð reynsla fyrir okkur Vest- urlandabúana, sem erum alltaf í stressi, að kynnast slíku og gætum við lært mikið af þeim. Margir eru vissulega fátækir í þessum löndum en njóta samt lífsins eftir bestu getu,“ segir Magnus. Skál Hjónin skála í drykk úr sykurrreyr. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Íslenska sjávarútvegssýningin 2 0 11 Smárinn, Kópavogur • September 22-24 www.icefish.is Samstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa Opinber íslensk útgáfa Eini viðburðurinn sem nær til íslenska sjávarútvegsins í heild sinni * Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum * Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011 Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á www.icefish.is til þess að spara 20%! Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til vinnslu og dreifingar á fullunnum afurðum Stuðningsaðilar eru: • Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið • Utanríksráðuneytið • Samtök iðnaðarins • Fiskifélag Íslands • Landssamband íslenskra útvegsmanna • Landssamband smábátaeigenda • Samtök fiskvinnslustöðva • Farmanna- og fiskimannasamband Íslands • VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna • Sjómannasamband Íslands • Félag atvinnurekenda • Samtök verslunar og þjónustu • Íslandsstofa • Fiskifréttir Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma +44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com Íslenska sjávarútvegssýningin er atburður á vegum Mercator Media Opinbert flugfélag/loftflutningafélag & hótelkeðja „Þetta verður stór dagur hjá mér og Karlakór Reykjavíkur, því í kvöld komum við í fyrsta skipti fram í Eld- borgarsalnum í Hörpunni,“ segir Friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. „Við erum að fara að syngja fyrir forvarna- og fræðslusjóðinn Þú getur, sem heldur glæsilega styrktartónleika til efl- ingar geðheilsu. Margir tónlistar- menn munu koma fram og þetta er mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur. Það verður rennsli klukkan þrjú því það verður bein útsending í Sjón- varpinu í kvöld.“ Þessa dagana er Friðrik á fullu að undirbúa inntökupróf fyrir Drengja- kór Reykjavíkur sem hann hefur stjórnað frá því 1994. „Inntöku- prófin verða í Hallgrímskirkju á mið- vikudaginn kemur klukkan fimm. Þá koma þeir drengir sem hafa áhuga á að ganga í kórinn og syngja eitt lag, ég prófa tónheyrn þeirra og læt þá syngja tónskala og spjalla við þá. Þetta er opið fyrir alla stráka á aldr- inum 9-12 ára og áhugasamir geta ýmist skráð sig í inntökuprófið á heimasíðunni www.drengjakor.is eða bara mætt í Hallgrímskirkju. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga,“ seg- ir Friðrik og bætir við að í kórnum séu yfirleitt um 35 drengir en nú sé pláss fyrir nokkra nýja af því að þeir elstu sem eru komnir í mútur þurfa að víkja. „Að vera í kór er mikill skóli fyrir strákana í því að koma fram, bera virðingu hver fyrir öðrum, sýna kurteisi og temja sér aga. Þeir þurfa að læra mörg lög á ýmsum tungu- málum, syngja við messu og fleira. Við erum með öflugt foreldrafélag í Drengjakórnum sem hjálpar til þegar við förum í kórferðalög, en það ger- um við annað hvert ár. Við stefnum að því að fara til London næsta vor og þar munu drengirnir syngja í Westminster Abbey.“ Hvað ætlar þú að gera í dag? Morgunblaðið/Kristinn Söngur Friðrik S. Kristinsson í sveiflu á æfingu með Drengjakór Reykjavíkur. Leitar nýrra drengjaradda Töðugjöld fara fram í Viðey í dag. Í Viðeyjarstofu verður boðinn vand- aður kostur í anda haustsins og upp- skera sumarsins verður aðgengileg öllum áhugasömum á grænmetis- markaði sem hefst kl. 11.30. Þar má festa kaup á nýuppteknum kart- öflum, kúmeni og rabarbara. Í Viðeyjarstofu kl. 14.40 verða haldin tvö erindi um mikilvægi þess að viðhalda ræktun rabarbarans hér á landi sem og nýtingu hans sem hef- ur verið samofin sögu okkar og menningu í 130 ár. Erindin halda Vil- mundur Hansen og Brynhildur Berg- þórsdóttir. Þá stjórna sjálfboðaliðar á vegum Seeds-samtakanna víðavangsleikjum á leiksvæðinu fyrir aftan Viðeyjar- stofu og aðstoða gesti við að útbúa flöskuskeyti. Dagskránni lýkur svo með göngu um nágrenni Viðeyjar- stofu sem Örlygur Hálfdanarson mun leiða en hann er fæddur og upp alinn í Viðey. Gangan hefst kl. 15. Siglt er til Viðeyjar frá Skarfa- bakka á klukkutíma fresti frá kl.11:15 til 17:15. Töðugjöld í Viðey Hátíðahöld og uppskerufagnaður Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðey Töðugjöld verða haldin í eyjunni í dag, laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.