Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 ✝ Kjartan Guð-jónsson fæddist á Stöðvarfirði 22. maí 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir í Reykjavík 19. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Guðjón Jónas- son, f. 11.3. 1898, d. 12.12. 1965, og Oddný Jónína Jónasdóttir, f. 29.4. 1907, d. 9.7. 1936. Systkini Kjart- ans: Sigurjón Geirsson (sam- mæðra), f. 16.2. 1930, d. 18.8. 2002, Þorgerður Guðjónsdóttir, f. 10.6. 1934, d. 17.7. 2011, og Oddur Jón Guðjónsson, f. 8.7. 1936. Eftirlifandi eiginkona Kjart- ans er Jóna Hallgrímsdóttir, f. 18.10. 1941, frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Foreldrar henn- ar voru Hallgrímur Scheving Bergsson, f. 4.5. 1904, d. 23.3. 1975, og Valgerður Sigurðar- dóttir, f. 1.10. 1912, d. 12.10. 2000. Börn Kjartans og Jónu eru: 1) Guðjón f. 31.1. 1961, maki Agnes Guðmundsdóttir, f. 18.8. 1961. Börn þeirra eru Kjartan, f. 26.11. 1986, Rakel, f. 6.10. 1988, Jónas, f. 8.10. 1993, og Fanney, f. Stöðvarfirði og í kjölfarið vann hann ýmis störf tengd sjónum, sem til féllu fyrir unglinga. Kjartan var sjómaður um árabil og tók stýrimannspróf í Vest- mannaeyjum árið 1960. Hann stundaði sjómennsku á Verði SU 550, Hrafnkeli NK 100 og Kambaröst SU 200. Hann átti bátinn Kóp SU 83 með Jóni V. Kristjánssyni og stunduðu þeir útgerð saman. Árið 1961 hóf hann vinnu hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga og vann þar allt til ársins 1986 við ýmis störf, s.s. innkaup, skipa- afgreiðslu og almenna verslun. Kjartan starfaði við fiskvinnslu í fiskvinnslufyrirtækjum staðar- ins frá 1986 til ársins 2005 þegar Samherji hætti fiskvinnslu á Stöðvarfirði. Kjartan sat í hreppsnefnd Stöðvarhrepps á árunum 1962– 1974 og sat í skólanefnd hreppsins á tíma- bilinu 1962-1982. Hann tók virk- an þátt í samfélaginu á Stöðvar- firði með fjölskyldu sinni, söng með Karlakór Stöðvarfjarðar á meðan hann starfaði og átti fjöl- mörg áhugamál, s.s. veiðiskap, golf, íþróttir, fjallgöngur, gönguferðir og gönguskíði. Náttúran og fjörðurinn voru honum hugleikin og þekkti hann vel sögu Stöðvarfjarðar og ör- nefni í firðinum. Kjartan verður jarðsunginn frá Stöðvarfjarðarkirkju 27. ágúst 2011 og hefst athöfnin kl. 14. 4.8. 1996. 2) Oddný Vala, f. 11.6. 1962, maki Þorvaldur Hreinsson, f. 29.2. 1960. Börn þeirra eru Jóna Svandís, f. 29.6. 1986, í sambúð með Gunnari Geir Jóhannssyni, f. 27.11. 1980, og Hreinn, f. 22.7. 1989. 3) Halla, f. 6.12. 1967, maki Björn Svanur Víðisson, f. 10.8. 1965. Börn þeirra Bergur Leó, f. 15.5. 1998, og Rósa Kristín, f. 24.8. 2002. Sonur Kjartans og Nínu Jennýjar Kristjánsdóttur er Kristján Erling, f. 16.7.1954, maki Pálína Auður Lárusdóttir, f. 4.2.1963. Börn þeirra eru Ágúst Erling, f. 10.4. 1986, Gísli Þór, f. 1.2. 1988, Nína Jenný, f. 5.9. 1996, og Ingi Björn, f. 5.9. 1996. Kjartan fæddist á Borgargarði í Stöðvarfirði. Þegar hann var fimm ára gamall lést móðir hans og fór hann þá í fóstur til afasyst- ur sinnar, Sigurbjargar Jóns- dóttur í Stöð og manns hennar Sigurbjörns Guttormssonar. Fjórtán ára fór Kjartan sem vetr- armaður í Hallormsstað, árið eft- ir var hann vetrarmaður á Hóli í Elsku vinurinn minn. Þá er þessum löngu veikindum lokið. Mikið tómarúm og eirðar- leysi hjá mér og söknuður. Ég ylja mér við minningar margar og góðar, ég sagði það oft þegar ég var að lesa fyrir þig ferðaminningar okkar og við skoðuðum myndaalbúmin. Við ferðuðumst mikið innan- lands og utan og tíndum upp golf- vellina á ferðalögunum. Þú hafðir svo gaman af að spreyta þig á þeim og ég fylgdi þér eftir og skráði niður höggin. Skíðaferðir í dalinn eða í Breið- dalsheiði eða fjallgöngur og göngutúrar, nánast á hverjum degi. Þú varst einstakur og ekki hægt að telja allt upp sem ég vildi. Börnin eiga góðar minningar um þig, það var ekkert of gott fyr- ir þau. Ég enda þetta á ljóði eftir Stef- án Bragason, „Kominn heim“. Einn í kvöldblíðunni horfi út á hafið, þar sem hæglát aldan vaggar litlum bát. Og í sólarloga allt hér virðist vafið, vorsins nýt og andann dreg með gát. Kominn heim loks eftir ótal ár og af gleði í sandinn felli tár, lít hér þá dýrð sem ætíð vissi að var. Áður bjó ég hér við fagran fjörð, undi frjáls í sátt við móður jörð, en þó mig útþrá burtu bar. Hér á sumarkveldi ferðalúinn fagna og finn nú titra í brjósti mínu streng. Fyrstu kvöldskuggarnir minningarnar magna, morgunn lífsins birtist gömlum dreng. Elsku vinur, Guð geymi þig. Þín eiginkona. Jóna Hallgrímsdóttir. Elsku pabbi, þá er þessum erf- iða tíma lokið. Okkur þótti öllum ósköp gott að hafa þig áfram hjá okkur þessi tæpu þrjú ár sem hafa liðið frá því að þú veiktist þó svo að oft og tíðum hafir þú átt ansi erfitt. Allt frá því að ég var lítil stelpa bar ég einstaklega mikið traust til þín og þú kenndir mér margt sem ég nýti mér enn í dag. Þú kenndir mér samviskusemi, vandvirkni og almennan áhuga á því sem fyrir ber í lífinu svo sem fólki, umhverfi og félagsskap hverskonar, því þannig varst þú, samviskusamur, vandvirkur og hafðir einstaklega gaman af því að vera innan um fólk. Þú varst líka alltaf svo kátur og hress. Þú hafðir áhuga á svo mörgu, t.d. að veiða. Ég man eftir því þegar þið félagarnir voruð að fara í veiði- ferðirnar og ég nokkurra ára gömul að aðstoða mömmu við að útbúa nesti handa þér, það fannst mér alltaf svo spennandi. Þú kenndir mér að þekkja fugla, blóm og fána en þetta þekktir þú mjög vel. Þú hafðir einstakan áhuga á golfi og ferðirnar á golf- mót með golffélögum þínum á Stöðvarfirði gáfu þér mikið. Þar vannst þú oft til verðlauna. Einn- ig vaktir þú áhuga okkar hinna á golfinu. Það var fastur liður hjá okkur að taka golfhring í Krókn- um í hverri austurferð, þá var ekkert gefið eftir enda þú mikill keppnismaður í þér. Þér þótti skemmtilegt að dansa, sérstaklega gömlu dans- ana og var gaman að horfa á ykk- ur mömmu svífa um gólfið í polka eða ræl. Einnig naust þú þess vel að hlusta á mömmu spila á nikk- una og tókst þú þá oft undir því söngmaður varstu mikill, tenór. Þú notaðir hvert tækifæri til þess að syngja, söngst t.d. gamanvísur á hjónaböllum. Þú söngst líka í Karlakór Stöðvarfjarðar á meðan hann starfaði og hafðir gaman af. Þú hafðir mikið gaman af því að spila á spil og man ég eftir spila- kvöldum heima í stofu, þá var fast slegið í borðið. Þú varst mikið snyrtimenni og hafðir allt í röð og reglu. Þú hafðir líka gaman af því að vera fínn í tauinu. Þú varst einn mesti Stöðfirðingur sem ég hef þekkt, varst fróður um allt sem viðkom Stöðvarfirði, sögu staðarins, örnefnum og fólkinu á staðnum. Þér þótti afar vænt um fjörðinn þinn. Í síðustu ferð okkar austur áð- ur en þú veiktist náðum við að gera heilmargt saman. Við fórum náttúrlega í golf í Króknum, fór- um í berjamó og gerðum saft. Við heimsóttum vini og þið Þorri fór- uð í smá-veiðileiðangur. Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Við fjölskyldan minnumst þín með þakklæti í huga fyrir örlæti, góðar samveru- stundir og yndislegheit í okkar garð. Megi Guð geyma þig. Oddný Vala og fjölskylda. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku pabbi! Komið er að leiðarlokum. Lífs- hlaup þitt á enda runnið og hvíld- in kærkomin eftir erfið síðustu þrjú ár. Minningar hrannast upp í huganum, sumar ljóslifandi en aðrar óskýrari eins og við er að búast á hálfrar aldar samleið. Þær eiga það þó allar sameigin- legt að vera fallegar og einlægar, þar sem vinátta og gleði réð för. Lífsferill þinn var samofinn sam- félagi og náttúru Stöðvarfjarðar sem umvafði þig frá vöggu til grafar. Upp í hugann koma minningar frá veiðitúrum til lands og sjávar, ferðalög, göngu- túrar, gestakomur og glaðværð. Áhyggjulaus æskuárin líða, al- vara lífsins tekin við. Tognar á samskiptum en þau treyst með reglulegum símtölum og kær- leiksríkum heimsóknum, fjöl- skylduböndin efld. Áhugamál rædd til sjávar og sveita. Farið til berja með barnabörn sér við hlið og glaðst yfir góðum feng. Hér skiljast leiðir, blessuð sé minning þín um aldur og ævi. Hvíl þú í friði, pabbi minn. Þinn sonur Guðjón. Pabbastelpa lítur um öxl og rifjar upp langa og gleðiríka samleið. Margs er að minnast og margs að sakna. Ljúfsárt að hleypa minning- unum af og harla vonlaust að hindra tárin sem hripa niður kinn. Í pabba bjó margslunginn maður. Hann var félagslyndur en flíkaði ekki tilfinningum sínum, gamansamur en þó alvarlegur, íhaldssamur um leið og hann var nútímalegur. Fróður um flesta hluti, elskaði náttúruna og land- ið, fjörðinn sinn og fjölskyldu. Hann var blíður, viðkvæmur og umhyggjusamur, barngóður og mátti ekkert aumt sjá. Hafði mörg áhugamál, féll kylliflatur fyrir golfíþróttinni, naut þess að syngja og dansa, ferðast og vera til. Lifði lífinu lifandi í góðra vina hópi og var umhugað að standa sína plikt í hverju sem var. Skyldurækinn, vinnusamur, hirðusamur og snyrtimennskan uppmáluð. Vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Bjó svo um hnútana að þeir röknuðu ekki upp. Kvartaði kíminn undan tíðum og löngum símtölum frá mér og kvartaði jafn mikið ef ég hringdi ekki. Vildi vita af sínu fólki. Mamma og pabbi, órjúfanleg heild, samstiga í sínu lífi. Hvors annars líf. Efnahagskreppa íslensku þjóðarinnar var ekki eina áfallið sem dundi yfir fjölskylduna í október 2008. Pabbi fékk þá al- varlegt heilaslag sem olli honum miklu heilsutjóni. Svo miklu að hann átti ekki afturkvæmt í ást- kæra fjörðinn sinn. Hjónin að- skilin, í fyrsta sinn í ríflega fimm- tíu ár. Það var þeim báðum þungbært. Pabbi fékk vistun á Hjúkrunarheimilinu Eir í Graf- arvogi og mamma kom sér fyrir í göngufjarlægð. Fórnfýsi og um- hyggja mömmu gagnvart umönnun og þörfum pabba óend- anleg. Það hefur leikið á allan tilfinn- ingaskalann að fylgja honum þessi síðustu ár, vaka á milli von- ar og ótta, fagna smáum og stórum sigrum, kætast yfir glettnislegum tilsvörum þegar síst var von á, fyllast vonbrigðum er illa gekk, syrgja það sem aldr- ei kom til baka. Samhugurinn frá íbúum litla þorpsins og sam- ferðamönnum einlægur. Fyrir það er þakkað frá innstu hjarta- rótum. „Góða nótt, pabbi minn og sofðu rótt!“ hljómaði nánast dag- leg kvöldkveðja mín til pabba eft- ir að hann veiktist. Nú hef ég boðið honum góða nótt í hinsta sinn og veit með vissu að elsku kraftaverkakarlinn minn sefur nú þrautalaust og rótt. Enda kominn aftur heim. Með sorg í hjarta fylgi ég hon- um síðasta spölinn, til hinstu hvíldar í faðm fallega fjalla- hringsins. Guð blessi minningu föður míns. Minning hans lifir. Halla. Kjartan Guðjónsson  Fleiri minningargreinar um Kjartan Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Útför okkar ástkæra HJÁLMARS VILHJÁLMSSONAR Dr. Philos. fiskifræðings, Ásvallagötu 18, Reykjavík, sem lést laugardaginn 20. ágúst, verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Kolbrún Sigurðardóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Sigurður Stefán Hjálmarsson, Jóhanna Erlingsdóttir, Kristín Anna Hjálmarsdóttir, Jón Þór Geirsson, Ína Björg Hjálmarsdóttir, Sigurður Þór Jónsson, Vilhjálmur Hjálmarsson yngri, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA MARÍA GESTSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 29, Reykjavík, andaðist á bráðamóttöku Landspítalans, Fossvogi, miðvikudaginn 24. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Gestur Valgarðsson, Hrefna Snorradóttir, Eyjólfur Valgarðsson, Kristín Þóra Garðarsdóttir, Valgarður Daði Gestsson, Þórunn Arnardóttir, Garðar Eyjólfsson, Eva Dögg Kristjánsdóttir, Hildigunnur Jóna Gestsdóttir, Brynhildur María Gestsdóttir, Aníta Líf Valgarðsdóttir, Saga Garðarsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, HALLDÓR BJARNASON bifvélavirki, Álfaborgum 17, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi laugardaginn 20. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun í veikindum hans. Þórarinn Halldórsson, Helga Harðardóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Gunnar Þór Ármannsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Guðmundur Bjarnason, Sigurrós Ólafsdóttir, Ingibergur Bjarnason, Elsa Dýrfjörð og barnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÍÐUR INGUNN ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hæðargarði 33, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. ágúst. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. september kl. 13.00. Signý Þ. Óskarsdóttir, Ólafur H. Óskarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Anna H. Óskarsdóttir, Þorgrímur Ólafsson, Þráinn Sigurbjörnsson, Skarphéðinn P. Óskarsson,Valgerður G. Björnsdóttir, Vigdís S. Ólafsdóttir, Jónas M. Ólafsson, Guðrún B. Guðlaugsdóttir, Sigurrós Ólafsdóttir, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Skapti S. Ólafsson, Kolbrún G. Gunnarsdóttir, Ólöf J. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN TRAUSTI KÁRASON fyrrv. aðalbókari Pósts og síma, Hlíðarhúsum 3, lést miðvikudaginn 24. ágúst. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13.00. Bjarghildur Stefánsdóttir, Gylfi Jónsson, Þórunn Ásgeirsdóttir, Birgir Jónsson, Dagrún Þórðardóttir, Kári Jónsson, Hermína Hermannsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR HERBERTSSON, Reinhold Kummer, blikksmíðameistari, Sóleyjarima 7, áður til heimilis að Lindargötu 30, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 24. ágúst. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Sonja Valdemarsdóttir, Kristín Erlingsdóttir, Valgerður Kummer, Magnús S. Ármannsson, Ragnar Kummer, Þóra Björk Sigurþórsdóttir, Guðríður Dagný Erlingsdóttir, Ágúst Jónas Guðmundsson, Sonja Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.