Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 37
DAGBÓK 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Sudoku
Frumstig
5 3 6
5 7
2 8 3 9
1 7 8 2
7
1 9 6
2 9
2 1 7 8
9 6 5
9 5 6 3
3 8 9 5 7
7 4 2
4 7 3
7 4
2 8 7 5
2
9
8
3 1
2 4 3
5 9 7
4 9 7 1
3 6
7 5 4
2
5 6 9 7 4 3
8 6
8 7 5 2 6 3 4 9 1
9 1 3 7 4 5 6 8 2
6 2 4 8 9 1 7 5 3
5 6 7 9 3 8 2 1 4
1 9 8 4 7 2 3 6 5
4 3 2 5 1 6 8 7 9
2 4 6 1 8 9 5 3 7
7 8 1 3 5 4 9 2 6
3 5 9 6 2 7 1 4 8
3 5 6 2 9 4 1 8 7
9 4 2 8 1 7 3 6 5
1 7 8 5 6 3 4 9 2
2 9 5 7 8 1 6 4 3
7 8 1 4 3 6 5 2 9
4 6 3 9 2 5 7 1 8
8 3 7 1 4 9 2 5 6
5 1 9 6 7 2 8 3 4
6 2 4 3 5 8 9 7 1
7 1 9 4 6 2 5 3 8
6 3 2 5 8 1 9 4 7
5 8 4 7 3 9 2 6 1
8 4 7 6 5 3 1 9 2
9 6 3 1 2 7 4 8 5
1 2 5 8 9 4 3 7 6
4 7 8 3 1 5 6 2 9
3 9 1 2 7 6 8 5 4
2 5 6 9 4 8 7 1 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Krossgáta
Lárétt | 1 ökutæki, 4 hraka,
7 tælir, 8 krók, 9 blekking,
11 fuglinn, 13 vex, 14 skatt-
ur, 15 ómjúk, 17 ófús, 20
tjara, 22 hitasvækja, 23 líð-
andi stund, 24 koma á ring-
ulreið, 25 glerið.
Lóðrétt | 1 landbún-
aðartæki, 2 ganga, 3 mag-
urt, 4 spýta, 5 stirðleiki, 6
kjánar, 10 hagnaður, 12 mis-
kunn, 13 op, 15 hangir, 16
hæglát, 18 skrifað, 19 góð-
mennskan, 20 vísa, 21 rösk-
ur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt 1 ribbaldar, 8 líkir, 9 tinna, 10 tel, 11 tunna, 13 afræð, 15
krafs, 18 illur, 21 tíð, 22 nagli, 23 nabbi, 24 rangindin.
Lóðrétt 2 iðkun, 3 birta, 4 litla, 5 angir, 6 blót, 7 garð, 12 nef, 14
fól, 15 kunn, 16 angra, 17 sting, 18 iðnin, 19 lubbi, 20 reit.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16 Flóðogfjara
27. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.01 3,4 11.09 0,7 17.17 3,9 23.38 0,5 5.55 21.04
Ísafjörður 1.10 0,5 7.10 2,0 13.16 0,3 19.17 2,3 5.51 21.18
Siglufjörður 3.22 0,3 9.39 1,2 15.21 0,4 21.34 1,4 5.34 21.02
Djúpivogur 2.08 1,8 8.13 0,5 14.36 2,1 20.48 0,5 5.22 20.36
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Árnaðheilla
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hefur þú einhvern tímann fundið lykt-
ina af fræi? Dáðst að margbreytileika þess og
lit? Þegar þú uppgötvar að þú ert skapari
þíns lífs er tilfinningin dásamleg.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Einhver löngu liðinn atburður setur svip
sinn á daga þína. Nóg er af góðum tilfinn-
ingum og þú ættir að nota tækifæri til að
koma öðrum til hjálpar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Fjörugt félagslíf gæti leitt til óvar-
kárni í fjármálum. En hvað þarf mikið til að
öðlast öryggi? Peningar eru ekki allt.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Nú er rétti tíminn til að hringja í
gamla vini eða skrifa tölvupóst. Settu tónlist-
ina á fullt á leiðinni í vinnuna eða kenndu
börnunum leik sem þú kunnir í gamla daga.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Farðu í bankann og greiddu reikningana.
Einhver biður þig um hjálp – þú hikar – en
sérð ekki eftir því.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Varðandi verkefni sem þú vinnur að,
ertu búin/n að bollaleggja og velta vöngum
nóg. Einhver veðjar á þig og þú stenst það
með glans.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er oft lærdómsríkt að vera baksviðs
og fylgjast með því sem gerist þar. Haltu þínu
striki og hlustaðu ekki á raddir þeirra sem
eru á annarri bylgjulengd en þú.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér finnst þú slappur/slöpp á
versta tíma – og það er merki um að þú þurf-
ir að taka málin í þínar hendur. Settu þig inn í
aðstæður ættingja.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Einbeittu þér að lausn deilu, því
öðruvísi getur þú ekki haldið áfram. Þú munt
fá óvæntan glaðning fljótlega.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Mættu vandamálum af festu og
láttu staðreyndirnar tala. Einhver þráir að
nálgast þig – láttu slag standa.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Margt virðist ganga þér í haginn
núna og engin ástæða er til annars þar sem
þú hefur lagt þig verulega fram.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú stendur þig að því að horfa út um
gluggann og láta þig dreyma um framtíðina.
Maki ástvinar fer í taugarnar á þér, reyndu að
breyta því.
Stjörnuspá
27. ágúst 1729
Hraun rann í kringum kirkj-
una í Reykjahlíð í Mývatns-
sveit og síðan út í Mývatn. Þá
gaus í Leirhnjúksgígum en
Mývatnseldar hófust árið 1724
og stóðu með hléum fram í
september 1729.
27. ágúst 1952
Menntamálaráðherra lagði
bann við því að auglýsingar
um dansleiki yrðu birtar í
Ríkisútvarpinu. Tilgangurinn
var að hindra að leynivínsalar
vissu um fyrirhugaðar sam-
komur. Bannið „náði aldrei til-
gangi sínum og var til aðhlát-
urs eins,“ sagði í bókinni
Útvarp Reykjavík. Það var
formlega afnumið í júní 1959.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
Í dag er laugardagur 27. ágúst,
239. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og
fulltingi, hvern ætti ég að óttast?
Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti
ég að hræðast? (Sl.. 27, 1.)
Víkverji mótmælir harðlega. Þaðkemur ekki til mála að sætta sig
við að sumarið sé á enda. Fyrir það
fyrsta fór fyrri hluti sumars meira
og minna í það að bíða eftir sumrinu
og svo þegar það loksins kom þá var
haustkulið farið að lauma sér í blæ-
inn sem lék um vangann.
x x x
Víkverji á eftir að framkvæmaósköpin öll af sumarlegum
uppátækjum, sofa í tjaldi, synda í
sjónum, ganga á fjöll, spranga um
léttklæddur, veiða í ám og tjörnum
og svo mætti lengi telja.
x x x
Og svo skellir Veðurstofan þess-ari spá fram eins og hverjum
öðrum löðrungi í andlit grandalauss
Víkverja:
Gert er ráð fyrir næturfrosti!
Hættið nú alveg, berin eru rétt að
verða fullþroskuð og þá er maður
rekinn út með þjósti, hver að verða
síðastur að ná bláum og svörtum
lyngboltum í krús áður en frostið bít-
ur til bana.
x x x
Það er ekki laust við að örvænt-ingin læsi krumlum um veik-
lundað hjartað sem slær í brjósti
Víkverja. Stutt er í tárin og sumar-
söknuðurinn gerir vart við sig á sál-
inni sem síst vill mæta myrkri og
kulda við næsta götuhorn. Honum
líður eins og sólin sjálf sé að hlaupa
frá honum, bjartir sumardagar hafi
lagt á flótta og allir séu á móti hon-
um. Hann finnur hvernig hann sog-
ast ofan í hyldýpi sjálfsvorkunnar.
x x x
Og hvað er til ráða?Spyr sá sem ekki veit.
Kannski það sé heillaráð að koma
þessu öllu í verk á þessari síðustu
sumarhelgi áður en ágúst rennur úr
greipum. Flýja til fjalla, slá upp
tjaldi, synda nakinn í nærstöddu
vatni, renna fyrir fisk, hlaupa á fjall,
lesa ber af lyngi og fylla belginn,
smeygja sér ofan í svefnpoka (með
lopasokka á fótum og húfu á haus),
sofna sæll og glaður og segja sáttur:
Kom vetur þá þú vilt. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Kallaðir á teppið.
Norður
♠762
♥1065
♦76
♣KD1094
Vestur Austur
♠G1094 ♠83
♥G94 ♥KD82
♦843 ♦G1095
♣762 ♣Á83
Suður
♠ÁKD5
♥Á73
♦ÁKD2
♣G5
Suður spilar 3G.
„Vinsamlegast takið af ykkur skóna.“
Gestgjafinn, frú Miriam, bauð munkaf-
erningunni góðfúslega að ganga í bæ-
inn, en stíga þó varlega til jarðar á
rjómalituðu ullarteppinu. „Jafnvel eig-
inmaðurinn verður að lúta þessum
reglum,“ útskýrði Miriam kurteislega.
Fljótlega kom í ljós að húsbóndavald frú
Miriam teygði sig af teppinu upp á
spilaborðið. Hún var í suður og fékk út
♠G frá Hugo ábóta.
Miriam fór strax í laufið. Bróðir Xav-
ier í austur dúkkaði einu sinni, drap svo
og spilaði spaða. Spaðinn leit ekki út
fyrir að falla og Miriam hóf að undirbúa
endastöðuna, spilaði hjarta að tíunni.
Hugo tók á ♥G og fríaði spaðann, en
Miriam hélt sínu striki með litlu hjarta
til austurs. Ábótinn var loks strípaður af
rauðum spilum og sendur inn á spaða til
að gefa síðasta slaginn á lauf.
Eftir að hafa verið í sumarfríi undanfarnar vikur
mætti Þórhildur Sif Jónsdóttir, móttökuritari í
Domus Medica, í vinnuna í gær og hennar bíður
síðan algjör óvissa í dag, þegar hún verður 35 ára.
„Maðurinn vill ekki segja mér neitt þannig að ég
veit ekki hvort hann sé búinn að undirbúa eitt-
hvað, en ég ætla ekki að halda veislu, í mesta lagi
förum við út að borða,“ segir hún.
Þórhildur Sif segist annars vera töluvert afmæl-
isbarn í sér, njóti þess að gera sér dagamun á
tímamótum eins og afmælisdögum en hún og eig-
inmaðurinn, Bergur Arnarson, hafi síðast haldið
sameiginlega upp á þrítugsafmæli sín.
Þórhildur Sif og Bergur eiga þrjú börn, 14, 10 og 6 ára. Hún segir
að fjölskyldan eyði frístundunum sem mest saman og njóti útivistar
sem mest. Í sumarfríinu hafi þau ferðast um hálendið og meðal annars
skoðað Landmannahelli og Hrafntinnusker. „Það var mjög gaman,“
segir hún og leggur áherslu á að landið bjóði upp á marga fallega og
skemmtilega staði. Þau hafi farið víða en eigi samt eftir að heimsækja
marga staði. „Við eigum Vestfirðina eftir og þeir verða efstir á lista
næsta sumar,“ segir afmælisbarn dagsins. steinthor@mbl.is
Þórhildur Sif Jónsdóttir 35 ára í dag
Bíður eftir útspili mannsins
1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3
d5 5. e3 O-O 6. Be2 c5 7. h3 Rc6 8.
O-O dxc4 9. Bxc4 a6 10. dxc5 Da5 11.
De2 Dxc5 12. Bd2 b5 13. Bd3 Bb7 14.
Hac1 Db6 15. e4 e5 16. Bg5 Rd4 17.
Rxd4 exd4 18. Bxf6 Dxf6 19. Rd5
Dd6 20. Dc2 Hac8 21. Db3 Bh6 22.
Hxc8 Hxc8 23. a4 Bc6 24. axb5 axb5
25. Ha1 Bd7 26. Db4 Hc5 27. Ha8+
Bc8
Staðan kom upp í Landskeppni Ís-
lands og Færeyja sem lauk fyrir
skömmu á Akureyri. Wille Olsen
(2061) hafði hvítt gegn Halldóri B.
Halldórssyni (2209). 28. Hxc8+! og
svartur gafst upp enda liðstap óum-
flýjanlegt. Skákmót reykvískra
íþróttafélaga hefst kl. 13.00 í dag á
Hlíðarenda en reikna má með
skemmtilegri keppni, sjá nánar
www.skak.is.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Tvíburarnir Ár-
mann og Sigdór
Sigurðssynir, sem
urðu níræðir á
fimmtudaginn,
halda upp á afmælið
í Haukaheimilinu í
Hafnarfirði í dag,
laugardag, 27.
ágúst. Veislan verð-
ur milli kl. 12 og 15.
90 ára
Þórdís Guð-
mundsdóttir
verður áttræð í
dag, 27. ágúst.
Hún mun eyða
afmælisdeginum
með fjölskyldu
og vinum í bú-
stað Báru dóttur
sinnar á Flúðum.
Þórdís og Magnús, eiginmaður
hennar, taka á móti gestum þar
milli kl. 14 og 17 í dag.
80 ára
80 ára og 40 ára
Feðginin Bjarni Bjarnason, sem
verður 80 ára 29. ágúst, og Sunna
dóttir hans sem varð 40 ára 25.
ágúst sl. ætla að fagna þessum
stóru tímamótum 27. ágúst í faðmi
fjölskyldu og vina. Sunna býr er-
lendis og er komin sérstaklega til
að halda upp á afmælin.