Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 ✝ Bjarni Krist-mundsson fæddist í Mel- rakkadal í Þorkels- hólshreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu 11. október 1930. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu á Hvammstanga 18. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Elín Jóns- dóttir, f. 17. júní 1905, d. 1942, og Kristmundur Kr. Meldal bóndi í Melrakkadal, f. 4. maí 1899, d. 15. febrúar 1982. Systkini Bjarna: Rósa, hús- móðir, f. 14. janúar 1934, d. 1. október 1983. Bjarni og Hólm- fríður eignuðust fjórar dætur: 1) Elínborg, f. 23. desember 1958, maki Gaukur Pétursson, f. 23. janúar 1959. Börn þeirra eru: Vala, Bjarni Már og Fríða Rún. 2) Guðrún Elín, f. 14. maí 1962, maki Eggert Að- alsteinsson, f. 18. janúar 1960. Börn þeirra eru Aðalsteinn, Daníel og Stefán. 3) Sigríður, f. 23. september 1966, maki Birg- ir Ingþórsson, f. 30. mars 1963. Börn þeirra eru Hilmar Smári, Heimir Páll og Hólmfríður Lilja. 4) Hrönn, f 2. mars 1976, maki Arnar Sveinsson, f. 25. febrúar 1974. Börn þeirra eru Eyrún og Iðunn. Barnabarnabörnin eru El- ísabet Björk og Ísabella El- ínborg (dætur Völu). Bjarni verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju í dag, 27. ágúst 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. maí 1999, Hólmar, matreiðslumaður, f. 28. júlí 1940, Brynjólfur Karl Ei- ríksson, sjómaður og verkamaður á Dalvík, f. 21. júní 1942, og Guð- mundur, f. 6. apríl 1944, d. 10. nóv- ember 2007. Eftirlifandi eig- inkona Bjarna er Hólmfríður Jóhannsdóttir, f. 7. október 1938. Foreldrar Hólm- fríðar voru Guðrún Daníels- dóttir, f. 28. júní 1906, d. 2. mars 1965, og Jóhann Krist- mundsson, f. 1. des. 1895, d. 9. Bjarni tengdafaðir minn var gamansamur maður. Er mér minnisstætt er ég kom með Hrönn dóttur hans í fyrsta skiptið í heimsókn í Dal. Þá varð honum tíðrætt um hversu mikil blessun það væri að hafa einungis eignast dætur. Jú, það væri nefnilega þannig að maður gæti svo lítið stjórnað því hvernig syni maður eignaðist en það gegndi allt öðru máli með tengdasynina, þar gæti hann að minnsta kosti reynt að hafa ein- hver áhrif. Tel ég að Bjarni hafi verið nokkuð sáttur við þá tengdasyni sem hann fékk og kynnti hann mig ætíð sem nýj- asta tengdasoninn. Það eru ófáar hláturrokurnar sem búið er að reka upp við eld- húsborðið í Dal þegar Bjarni fór hamförum. Þar átti hann sitt sæti með fyrsta flokks útsýni upp í Melrakkadalinn sinn og Urðarfellið. Eitt skiptið er við komum í heimsókn í Dal, settist hann að sjálfsögðu niður til að drekka með okkur kaffi og til- kynnti að það væri í 3. skiptið sem hann drykki kaffi með gest- um þann daginn, enda væri það hans húsbóndalega skylda. Ég fékk einungis að verða samferðamaður Bjarna í rúm 13 ár en það voru gleðileg og minn- ingarík ár. Það er dimmt á Dal- inn nú, Bjarni minn, en minn- ingarnar um þig og allar gleðistundirnar sem ég hef átt með þér í sveitinni, gleðja hjarta mitt og fullvissa mig um að það birtir alltaf á Dalinn á ný. Það er með hlýju í hjarta sem ég kveð tengdaföður minn, hafðu þökk fyrir allt og allt, Bjarni minn. Þinn tengdasonur, Arnar. Bjarni Kristmundsson ✝ Sigurður Þor-kelsson var fæddur á Eskifirði 23. júní 1924. Hann lést á Dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði 20. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Þorkell Ei- ríksson járn- smiður, f. 4. nóv- ember 1886, d. 8 febrúar 1972, og Helga Þuríður Indriða- dóttir, frá Hafranesi við Reyð- arfjörð, f. 16. september 1891, d. 23. maí 1964. Sigurður var einn átta systk- ina. Fyrir utan Sigurð eru sex látin, Björn Guðmundur, f. 1916, d. 1979, Kristín Elín, f. 1918, d. 2004, Eiríkur, f. 1920, d. 1998, Jón, f. 1922, d. 1998, Helga Valborg, f. 1927, d. 1931, og Ingvar Bergur, f. 1932, d. 1934. Eftirlifandi systir er: Helga Guðbjörg, f. 1929, búsett í Keflavík. Fósturbróðir Sig- urðar sem jafn- framt er elsta barn Elínar: Ingvar Þór- hallur Gunnarsson, f. 1944, búsettur á Laxárbakka í Leir- ársveit. Sigurður ólst upp á Eskifirði, hann bjó lengst af á Strandgötu 90 hjá foreldrum sín- um og eftir andlát þeirra hélt Sigurður áfram að búa þar ásamt Eiríki bróður sínum, en fluttist árið 2010 í Hulduhlíð, dvalarheimili aldr- aðra á Eskifirði. Þá hafði Sig- urður búið í millitíðinni á heim- ili Ingvars, fósturbróður síns, og Huldu B. Hannibalsdóttur, eiginkonu hans. Sigurður vann sem sjómaður og seinni ár starfsævinnar vann hann ýmis störf tengd sjómennsku. Útför Sigurðar verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag, 27. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Það var snemma morguns að Berglind systir hringdi í mig og tilkynnti mér að Siggi frændi ætti skammt eftir ólifað. Ég ætl- aði varla að trúa því, það var stutt síðan ég og fjölskyldan höfðum heimsóttum hann aust- ur. Ég þaut af stað út á flugvöll og fékk far með fyrstu vél og vorum við pabbi komin í tæka tíð til að kveðja hann. Það var eins og hann hefði beðið eftir að við kæmum og svo stuttu á eftir var hann allur. Það var erfitt að kveðja því Siggi hafði alltaf verið mér eins og afi og okkur öllum systrunum. Einstaklega um- hyggjusamur og góður maður. Þegar við byrjuðum í fótboltan- um komu hann og Eiki bróðir hans iðulega og horfðu á leikinn og á eftir var kíkt í heimsókn til þeirra og góð ráð gefin í næsta leik. Siggi var mikill áhugamað- ur um fótboltann og var liðtækur sjálfur á sínum yngri árum. Hann var mikill Liverpool-aðdá- andi og þrátt fyrir lélegt gengi Liverpool síðustu árin ætlaði hann aldrei að styðja nokkurt annað lið í bresku deildinni. Siggi hafði alltaf unnið hörð- um höndum alla sína tíð, bæði til sjós og lands. Hann var lengi sjómaður á bátnum Björgu og einnig á öðrum bátum, bæði fyrir austan og sunnanlands. Hann vann einnig í silfurbergsnámunni og aðstoðaði einnig föður sinn í lýsisbræðslunni á Eskifirði. Lengst af vann Siggi þó í fjöl- skyldufyrirtækinu Þór hf., bæði í verkuninni og við beitningu í sjó- húsinu fyrir neðan heimili þeirra. Þangað fórum við systur oft og margar góðar minningar eru þar bæði við leik í gullabú á sjóhúsloftinu, veiði á bryggjunni og þegar við náðum aldri til kenndu þeir bræður okkur að beita og skera af netum. Siggi átti einnig lítinn bát sem hann reri til fiskjar á og fengum við stundum að fara með honum til að vitja neta. Það þótti okkur mjög gaman. Siggi bjó alla tíð hjá foreldr- um sínum á Strandgötu 90 og eftir fráfall þeirra bjuggu þeir bræður í húsinu Eiki heitinn og hann. Á uppvaxtarárum mínum bjuggu foreldrar mínir og við systur skammt frá og það voru tíðar ferðirnar niður brekkuna í heimsókn til bræðranna. Þegar Eiki féll frá 1998 missti Siggi mikið og fluttist hann þá suður um tíma til foreldra minna á Flyðrugranda en fór aftur aust- ur þegar þau fluttu í Leirársveit- ina. Þegar hann bjó á Grand- anum fannst honum gaman að horfa á KR-ingana æfa sig og fékk sér þá oft göngutúr í kring- um völlinn. Siggi var ekki mikið fyrir að vera innan um margmenni og leið best á æskuheimili sínu í út- bænum þar sem hann gat kíkt í sjóhúsið af og til. Það var svo fyrir rétt rúmu ári þegar hann veiktist alvarlega og ekki fyrir- sjánlegt að hann gæti séð um sig sjálfur að hann fór á dvalarheim- ilið Hulduhlíð. Þar fékk hann notalegt herbergi þar sem vel var séð um hann og erum við að- standendur óskaplega þakklátir starfsmönnum dvalarheimilisins fyrir umönnun og hlýleika sem þau veittu honum þann tíma sem hann dvaldi þar. Góðar minningar um Sigga frænda munu varðveitast í hjört- um okkar. Með hlýhug og sökn- uði kveð ég uppáhaldsfrænda minn sem ég er skírð í höðuðið á og þakka honum samleiðina. Sigríður Kristín Ingvars- dóttir og fjölskylda. Sigurður Þorkelsson, eða Siggi frændi eins og við systk- inin kölluðum hann ætíð, var stór hluti af æsku og unglingsárum okkar allra. Við ólumst upp við þau forréttindi að eyða öllum sumrum æsku okkar og ung- lingsára á heimili afa og ömmu á Eskifirði, en þar bjuggu einnig synir þeirra þeir Eiki og Siggi. Siggi vann alla sína starfsævi á sjó eða við fiskvinnslu í landi. Hann var mjög liðtækur og dug- legur og gekk til allra verka fumlaust, ákveðinn og öruggur. Siggi var ekki mannblendinn, né flíkaði hann tilfinningum sín- um. Hann kvæntist aldrei né eignaðist börn, en hann var með eindæmum barngóður og það var í helst í návist barna sem hann leyfði sér að sýna öðrum mýkstu tónana á tilfinningaskal- anum.Við systkinin nutum í miklum mæli hjartahlýju hans og örlætis. Þau voru ófá skiptin sem hann fór með okkur niður á bryggju til að veiða og hann gaf okkur bræðrunum fyrstu veið- stangirnar, en hann hafði mikið yndi af stangveiði. Siggi gætti okkar afar vel, einkanlega gagnvart hættum þeim sem stafa af sjónum, en eins og títt er í sjávarþorpum var fjaran og bryggjurnar okkar helsti leikvöllur. Við bárum ómælda virðingu fyrir Sigga og þótti vænt um hann eins og væri hann faðir okkar. Við tókum það afar nærri okkur í þau fáu skipti sem hann sá ástæðu til að ávíta okkur, en í flest skiptin var það vegna þess að honum þótti við stofna sjálfum okkur eða öðrum í hættu. Siggi sýndi börnum okkar sömu alúð og hann sýndi okkur, þó vissulega hefðum við kosið að samverustundir okkar með hon- um hefðu verði fleiri. Kiddi flutti aftur austur eftir háskólanám og naut áfram reglulegra samvista við Sigga. Það var alltaf gott að leita til Sigga og stutt í galsann og húm- orinn. Hann hafði sterkar skoð- anir á hlutunum og oft mátti heyra fjörugar umræður hér áð- ur fyrr þegar þeir bræður ræddu landsmálin við gesti og gang- andi. Þá var hann einnig sér- stakur áhugamaður um fótbolta. Siggi hefur nú kvatt þetta jarðlíf, en eftir lifa minningar um traustan og hjartahlýjan frænda sem auðgaði líf okkar systkin- anna og allra þeirra sem áttu með honum samleið. Þorkell Vilhelm Þorsteinsson, Kristinn Á. Þorsteinsson, Elín Þ. Þorsteinsdóttir. Sigurður Þorkelsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 551 3485/896 8284 (24 tíma vakt) Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri - S. 892 8947 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, RÖGNU ÓLAFSDÓTTUR, Tómasarhaga 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildarinnar í Kópavogi og allir þeir góðu ættingjar og vinir sem studdu hana og aðstoðuðu á ýmsa vegu í veikindum hennar. Helga Ögmundardóttir, Reynir Sigurbjörnsson, Ólafur Ögmundarson, Vaka Ýr Sævarsdóttir, Ragna Reynisdóttir, Þórhildur Helgudóttir, Ingimar Ólafsson, Ögmundur Steinar Ólafsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Gústaf Berg Pálmason, Stefán Ólafsson, Ástríður Sveinbjörnsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÞÓRS ÓLAFSSONAR, Eikjuvogi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu og líknardeild Landspítalans í Kópavogi ásamt læknum og starfsfólki á 11 B fyrir einstaka umönnun og hlýju. Sigríður Haraldsdóttir, Birgir Þór Gunnarsson, Ásta Karen Rafnsdóttir, Gerða Gunnarsdóttir, Guðmundur Arnar Jónsson, Lára Guðrún Gunnarsdóttir, Gunnar Þór, Íris Ósk, Tara Sif, Arna Rán, Jón Gunnar og langafabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ARÍUSAR OTTÓSSONAR, Klettaborg 31, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar og gjörgæsludeildar Landspítalans auk annarra sem önnuðust Magnús í veikindum hans. Margrét Jónsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ottó Snæbjörnsson, Sólveig Dóra Magnúsdóttir, Bogi Pálsson, Ottó Berg Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, María Jóna Magnúsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR HANNESDÓTTIR frá Brekkukoti Reykholtsdal, Hrafnhólum 4, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 20. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 29. ágúst kl. 14.00. Hannes Hákonarson, Margrét Guðlaugsdóttir, Kristmundur Hákonarson, Helga Erlingsdóttir, Ólafur Hákonarson, Kristinn Hákonarson, Birna Kristjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR MAGNÚSSON fv. framkvæmdastjóri Skeljungs, Sunnubraut 36, Kópavogi, sem lézt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 22. ágúst, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð líknar- deildar Landspítalans, s. 543 1159. Jóhanna Guðmundsdóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Helgi Björnsson, Steinunn Halldórsdóttir, Oddný Halldórsdóttir, Orri, Björn Halldór, Sunna, Hanna Alexandra, Þórunn Soffía, Halldór Sörli, Júlía Sif og Fannar Alexander. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.