Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 38
38 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VOFF! EKKI VERÐA ÁSTFANGINN, ÞÚ HAGAR ÞÉR NÚ ÞEGAR ALVEG NÓGU HEIMSKULEGA KOMIÐ ÞIÐ! KALLI BJARNA VAR AÐ EIGNAST SYSTUR OG ER AÐ GEFA SÚKKULAÐIVINDLA TIL HAMINGJU KALLI TAKK FYRIR ÞAÐ! ÞETTA MÆTTI GERAST OFTAR HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA Í DAG HRÓLFUR? ÞAÐ SAMA OG ÉG GERÐI Í GÆR... BIÐJA Á MÓTI KEMUR AÐ NÚNA ER GÓÐUR TÍMI TIL AÐ KAUPA FASTEIGNIR Á LÁGU VERÐI! GEFÐU MÉR VATN! ÞÚ VERÐUR AÐ BIÐJA FALLEGA VIÐ MAMMA ÞÍN VERÐUM AÐ KENNA YKKUR EINHVERJA MANNASIÐI. HVAÐ ER TÖFRAORÐIÐ? UMMM... „ABRAKADABRA”? „SIMSALABIM”? ÞETTA ER HRÆÐILEGT„BINGÓ”? „TA-DA”? „IPSUM LOREM”? FYRST ÞÚ ERT KOMINN MEÐ NÝJAN BÚNING, ERTU ÞÁ HÆTTUR AÐ VERA VERNDARENGILLINN? ÉG GÆTI ÖRUGGLEGA SELT FLEIRI MYNDIR AF HONUM EN BÚNINGURINN ER BARA SVO KJÁNALEGUR ÉG SÉ AÐ ÞÚ SELDIR MYNDIR TIL BLAÐS Í MIAMI! ÞETTA ER PETER PARKER, FINNST ÞÉR ÞAÐ EKKI GÓÐAR FRÉTTIR? Ætla Húsvíkingar að vaða áfram í skítnum? Ekki skal ég trúa því að Húsvíkingar ætli að halda áfram að bjóða sjálfum sér og gestum sínum upp á þann sóðaskap sem viðgengst í Suðurfjör- unni. Líkt og margir brottfluttir Húsvík- ingar tók ég þátt í Mæru- og siglinga- dögum í sumar, sem voru frábærlega vel heppnaðir og skal þakkað fyrir. Suðurfjaran, sem hef- ur stækkað mjög mikið af sandburði á síðustu árum er orðin algjör para- dís fyrir alls konar útivist og sjó- sport. Það kom mér því mikið á óvart að sjá að fjaran er löðrandi í mannaskít, notuðum klósettpappír og fleiru álíka þokkalegu sem kemur beint úr holræsakerfinu. Þarna eru skipulagðir atburðir á vegum bæjar- ins og fólk hvatt til að nota svæðið til útivistar. Það er fullkomlega ábyrgðarlaust á meðan skolpræsa- mál eru ekki komin í betra lag en þetta og sorglegt að ekki skuli vera hægt að nota þetta frábæra svæði. Ég skora hér með á bæjaryfirvöld að upplýsa hvað þau hyggist gera í mál- inu. Eiríkur Sigurðsson. Slæmur aðgangur öryrkja í Hörpuna Okkur hjónunum var boðið fyrir nokkru í Hörpuna. Þannig er að ég er fötluð, en get gengið stutta vega- lengd við staf og ætlaði maðurinn minn að láta mig út úr bílnum við innganginn. En okkur var vísað frá af dyra- verði og sagt að við værum fyrir og ekki bætti úr skák stans- laust bílaflaut sem gaf í skyn að við værum fyrir. Ég ætlaði sem sagt bara að fara út úr bílnum þarna en síðan ætlaði maðurinn minn að leggja bílnum í bílastæði. En þar sem við fengum ekki að stöðva fyrir utan innganginn urðum við frá að hverfa. Ég hringdi í borgarskrif- stofu Reykjavíkur og vildi fá að vita hvernig við kæmumst inn í Hörpuna, ekki náðist samband við Öryrkja- bandalagið – þar var alltaf á tali eða svaraði ekki. En þau svör sem ég fékk á borgarskrifstofunni voru að við ættum að biðja lögregluna um aðstoð. En okkar reynsla er sú að enginn var á staðnum til aðstoðar fötluðu fólki. María Möller. Ást er… … tónlistin í hjarta þínu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Karlinn á Laugaveginum hafðiekki fyrir því að heilsa en kom sér beint að efninu: „Mikil þjóð, Kínverjar,“ sagði hann. „Þeir eru umhverfissinnar og ræktunarmenn og ég sé fyrir mér hrísgrjónaakr- ana bylgjast fyrir sunnangolunni fyrir norðan.“ Hann kipraði í sér augun þangað til þau urðu skásett: Vatnsleysan sprettur hvít undan grænum höllum, heiðargæsin verpir á hennar leið; skáldið sem var daprast af þeim öllum átti bjartar nætur hér um skeið. Ég spila golf á Grímsstöðum á Fjöllum en gulur máninn skín á Herðubreið. Þegar þetta er skrifað, 29. ágúst, er höfuðdagurinn. Þá voru töðu- gjöld þegar ég var drengur hjá Lýð og Aldísi í Litlu-Sandvík eins og þá var lenska og eru ugglaust haldin víða enn Það gefur tilefni til að rifja upp sláttuvísur Júlíönu Jónsdóttur. Minn gamli og góði kennari Guðrún P. Helgadóttir segir um þær, að Júlíana líki eftir hvini ljásins, noti hljóðgerving í lýsingu sinni og líki ljánum við syngjandi sverð, en við það verði frásögnin áhrifameiri. Júlíana finni til með hinum góðu grösum, sem hnígi föl í móðurfaðm. Vísurnar eru dýrt kveðnar og falla vel að efninu: Stráin óðum kanna kvöl, kná er þjóð til víga, þá í móðurfaðminn föl fá hin góðu hníga. Blómin ungu hrapa hljótt, hljómlaus tunga sefur, dóminn þunga skapa skjótt skjóminn sungið hefur. Niður seggir stýfa strá, stálið geggjast verður, þarf að eggja þunnan ljá þráðarleggja gerður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gulur máninn skín á Herðubreið Kristinn E. Andrésson var fram-kvæmdastjóri Máls og menn- ingar, miðstjórnarmaður í Sósíal- istaflokknum og vinur Kremlverja. Hann fór mikla ævintýraför snemma í seinni heimsstyrjöld. Kristinn átti vorið 1940 erindi til Danmerkur til Svíþjóðar. Þar sem hann var staddur í Stokkhólmi 9. apríl barst honum fréttin um, að Þjóðverjar hefðu hernumið Dan- mörku og Noreg. Kristinn ákvað að halda heim í gegnum Rússland. Flaug hann til Riga og þaðan til Moskvu, þar sem hann dvaldist í þrjár vikur. Skjöl í Moskvu sýna, að Kristinn gekk 16. apríl á fund ráðamanna Al- þjóðasambands kommúnista, Kom- interns, og gaf þeim skýrslu um starfsemi íslenskra sósíalista. Fékk hann fjárstyrk til Máls og menning- ar, sérstaklega til að gefa út rúss- nesk áróðursrit. Ráðamenn Kominterns kölluðu Kristin aftur á sinn fund 9. maí og afhentu honum ýmis fyrirmæli til Sósíalistaflokksins, þar á meðal um að taka hvorki afstöðu með Bretum né Þjóðverjum í stríðinu. Einnig kom „Vladímír“ í áróðursdeild Kom- interns á framfæri tilmælum til ís- lenskra sósíalista um að kynna sér betur fræðirit marxismans. Kristinn flaug síðan til Sofíu í Búlgaríu og ók þaðan með lest til Genúa. Þar barst honum fréttin um, að Bretar hefðu hernumið Ísland 10. maí. Hann komst með síðasta skipi frá Genúa til New York, þar sem hann afhenti bandaríska kommún- istaflokknum leynileg skilaboð. Sigldi hann síðan til Íslands. Hver var Vladímír, sem vildi fá ís- lenska sósíalista til að lesa sér betur til? Ég hygg, að hann sé búlgarski kommúnistinn Valko Tsjervenkov, sem varð eftir stríð forsætisráð- herra lands síns. Var hann harður stalínisti og svo óvinsæll að sögn, að frímerki með mynd af honum var ónothæft, því að allir hræktu öfug- um megin á það. Fróðlegt væri síðan að vita, hvaða leynilegu skilaboð Kristinn flutti bandarískum kommúnistum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hver var Vladímír?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.