Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 70 lítil hjörtu þurfa lækningu á hverju ári Á allra vörum safnar nú fyrir nýju barnahjarta- sónartæki, í samstarfi við Neistann. Vertu með og leggðu hjartveikum börnum lið með því að kaupa Á allra vörum gloss frá Dior! Sjá nánar á www.aallravorum.is. ÞAÐ ÞARF STÓRT HJARTA TIL AÐ BJARGA ÞEIM LITLU Hjartans þakkir: Kanadísk heimildarmynd um hinn umdeilda hvalveiðaandstæðing Paul Watson verður sýnd á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, sem hefst 22. september nk. Myndin heitir Eco-Pirate: The Story of Paul Watson. Í myndinni segir af Watson sem stendur að eig- in sögn í ævilangri herferð fyrir bættum heimi en eins og Íslend- ingar þekkja grípur Watson til ólöglegra afgerða ef hann telur þess þörf, m.a. að sökkva hval- veiðiskipum líkt og hann gerði í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Myndin verður sýnd í flokki heimildar- mynda um umhverfisvernd. Fleiri flokkar heimildarmynda verða í boði á RIFF í ár, m.a. flokkur mynda sem snúa að matargerð og flokkur tónlistarmynda. Í síðar- nefnda flokknum verður m.a. sýnd myndin Let England Shake en hún hefur að geyma 12 myndverk sem hvert og eitt eiga við lög á plötu PJ Harvey með sama nafni. Paul Taggart/world picture news Umdeildur „Íslandsvinurinn“ Paul Watson er viðfangsefni heimildarmynd- arinnar Eco-Pirate: The Story of Paul Watson sem sýnd verður á RIFF. Heimildarmynd um Paul Watson verður sýnd á RIFF í ár Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Morgan Spurlock sló í gegn með myndinni sinni Supersize me sem kom út árið 2004 en hún var skemmtileg árás eða gagnrýni á bandarísku skyndibitamenninguna. Aðspurður segir hann að árangur myndarinnar hafi komið honum á óvart, „en efnið og efnistökin virtust hitta á eitthvað sem samfélaginu var mjög umhugað um á þeim tíma,“ segir Morgan Spurlock í samtali við Morgunblaðið. Af heim- ildarmynd að vera var aðsóknin gríðarleg og þeir stórgræddu á henni. „Ég útskrifaðist úr kvikmynda- skóla fyrir vídeó-byltinguna, það er ekki byltinguna þegar vídeóið kom á markaðinn heldur þegar gæðin á vídeóinu urðu það mikil að hægt var að skjóta bíómyndir á það, sem er svona í kringum árið 2000. Ég út- skrifaðist árið 1993 úr New York University’s Tisch School of the Arts. Kvikmyndaheimurinn var mjög lokaður og ég lifði aðallega á því að skrifa leikrit og „sketcha“. Það var auðveldara að koma leikriti á fjalirnar í New York en að gera mynd. Þegar ég var kominn með góð sambönd í þeim bransa gat ég klárað verk eina vikuna og það var komið á fjalirnar hina vikuna. Svo fengum við nokkrir vinir vinnu við sjónvarpsþátt þarsem við fengum 50.000 dollara í vasana áður en hann var sleginn af. Fyrir þá peninga gerðum við Supersize me. Sú mynd fékk allsstaðar umfjöllun, hún var aðalumræðuefnið á öllum sjónvarps- stöðvunum og við þénuðum mjög mikið. Síðan þá hefur þetta bara verið draumur. Við höfum ekki enn gert mynd sem hefur ekki komið út í plús.“ Frá Osama til Freakonomics Velflestar myndir Spurlocks hafa vakið mikla athygli. Næsta mynd á eftir Supersize me var Where in the world is Osama bin Laden þarsem hann hann reynir að skýra út stjórnmálasamband Bandaríkjanna við Afganistan og leitina að Osama bin Laden með vísunum í tölvuleiki og bandaríska poppmenningu, ekki ólíkt Michael Moore-myndunum, þarsem þjóðfélagsgagnrýni er beitt en samt lögð áhersla á að halda skemmtanagildinu. Þá gerði hann heimildarmyndina The Simpsons 20th Anniversary Special og síðan ásamt fimm öðrum leikstjórum stýrði hann myndinni Freakonomics sem var merkilega velheppnuð kvikmyndun á jafn erf- iðri bók fyrir hvíta tjaldið og hún er. Auglýsingaóður Nýjasta myndin hans er heim- ildamyndin The Greatest Movie Ever Sold sem hann er búinn að vera að ferðast í kringum heiminn til að kynna. En hann var nýkominn frá Nýja-Sjálandi og Noregi þegar hann kom við á Íslandi til að kynna myndina. Myndin fjallar um auglýs- ingamenningu Bandaríkjanna. Hug- mynd hans er að sýna hvernig stór- fyrirtæki eru með puttana í öllum smáatriðum bíómynda til að auglýsa vörur sínar og hvernig þau láta okk- ur aldrei í friði, hvar sem við erum og hvað sem við sjáum. Það skemmtilega við gerð þessarar myndar er að hún er fjármögnuð með auglýsingum frá þessum sömu fyrirtækjum. Þegar hann er spurð- ur hvernig hann fari eiginlega að því að gagnrýna þessi fyrirtæki allt- af svona harkalega en fá samt alltaf pening frá þeim, segist hann sjálfur ekki skilja það. „Þeir hljóta að fara að hætta því. Líta á mig og segja við sig: afhverju erum við að borga þessum manni, hann fær ekki krónu í viðbót frá okkur,“ segir hann og hlær. Hann segir að það hafi komið honum á óvart við gerð mynd- arinnar hversu langt fyrirtækin seil- ast. Sumt hefði hann talið að væri heilagt, en fyrirtækjunum er ekkert heilagt. Þau eru meira að segja far- in að kaupa sig inní skólastofurnar hjá krökkum til að koma áróðri um vörur sínar á framfæri. „Ég held að fólk muni ekki horfa á bíómyndir sömu augum eftir að hafa séð myndina mína. Ekki einu sinni aug- lýsingar. Það var markmið mitt að draga tjöldin frá, þannig að fólk sæi hvernig þetta virkaði. Þannig að fólk sé vopnað þekkingu þegar það fer á næstu bíómynd eða sér næstu auglýsingu. Auglýsendur eru farnir að láta fólk fá heilaskanna þarsem þeir fylgjast með því hvaða stöðvar heilans örvast við áhorf auglýsinga, til að geta náð áhrifum þess réttum, þetta er orðið algjörlega ruglað,“ segir Spurlock og hlær. Merkasta mynd mannkynssögunnar Auglýsingar Sýningar á myndinni The Greatest Movie Ever Sold hófust á vegum Græna ljóssins í gær og verður hún sýnd hér á landi í nokkrar vikur.  Spurlock segir mynd sína þá stærstu og mestu  Hann fjallar á írónískan hátt um auglýsinga- menningu Bandaríkjanna  Stórfyrirtækin eru jafnvel farin að ryðjast inní kennslustofur krakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.