Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Fjöldaplank Mosfellingar og gestir þeirra settu Íslandsmet í fjöldaplanki á bæjarhátíðinni Í túninu heima í gærkvöldi. Alls plankaði 441 en Strandabyggð átti fyrra met sem var 217.
Eggert
Fyrir nokkrum dögum bár-
ust fréttir af samkomulagi milli
fjármálaráðuneytisins og fé-
lagsins Vaðlaheiðarganga hf.
um fjármögnun Vaðlaheiðar-
ganga, sem áætlað er að kosti
10.400 milljónir króna. Haft er
eftir Steingrími J Sigfússyni
fjármálaráðherra að Vaðla-
heiðagöng hf. sé fram-
kvæmdaaðilinn „og ríkið er því
bara innan handar með fjár-
mögnun á byggingartímanum.“
Því er einnig haldið fram að
ríkið muni fá lánið endurgreitt með vöxtum
af tekjum sem munu fást af veggjöldum not-
enda. Þannig er gefið í skyn að hér sé um
einkafjármögnun að ræða og því beri ekki að
telja þessi útgjöld til opinberra útgjalda.
Þetta verkefni er á engan hátt einka-
fjármögnun: Ríkið leggur til fjármagnið, rík-
ið tekur áhættu af framkvæmdinni og
áhættu af rekstrarafkomu. Þessi aðferð við
fjármögnun skilar skattborgurum landsins
því engum ávinningi sem sönn einka-
fjármögnun gæti gert, það er þar sem einka-
aðilar leggja til fjármagn og bera af því
framkvæmda- og rekstraráhættu. Það er
deginum ljósara að til þessara útgjalda má
því aðeins stofna að þau séu á fjárlögum og
þau komi skýrt fram í reikningum ríkissjóðs
sem slík. Allt annað er blekking.
Það þarf ekki flókna útreikninga til þess
að sjá að einkaaðilar myndu ekki vilja koma
að verkefni sem þessu. Árið 2010 fóru að
jafnaði 1.256 bílar á dag um Víkurskarð. Ef
menn gefa sér að hver og einn einasti þess-
ara bíla færi í framtíðinni um Vaðlaheið-
argöng og fyrir hverja bifreið væru að jafn-
aði greiddar 950 krónur + virðisauka-
skattur, þá myndu árlegar tekjur verða
435,5 milljónir króna eða 3,8-4,2% af höfuð-
stól lánsins (eftir því hvort fjárhagsáætlunin
innifelur vexti á byggingartíma
eða þeir bætist við höfuðstól-
inn). Tekjurnar munu því tæp-
lega duga fyrir vöxtum, hvað
þá rekstrarkostnaði (launum,
rafmagni, viðhaldi) eða afborg-
unum höfuðstóls. Ríkissjóður
mun því aldrei fá höfuðstólinn
greiddan til baka. Auðvitað má
gera ráð fyrir einhverri aukn-
ingu umferðar vegna gang-
anna, en á móti kemur að ekki
munu allir ökumenn kjósa að
nota göngin.
Hið sorglega er að á meðan
fjármálaráðherra er tilbúinn að „lána“
10.400 milljónir í óarðbæra fjárfestingu, þá
fær Landsspítalinn 180 milljónir króna til
fjárfestinga í nýjum tækjum á fjárlögum
2011 og fréttir berast af því að ætlun sé að
lækka þetta framlag á næsta ári. Á næstu
þremur árum mun ríkið leggja 20 sinnum
meira fjármagn til að byggja ein óarðbær
jarðgöng í kjördæmi fjármálaráðherra en
nemur öllu því fjármagni sem Landspítalinn
mun hafa til þess að fjárfesta í tækjum –
tækjum sem gætu bætt líf fólks og hjálpað
Landspítalanum að ná fram enn meiri hag-
ræðingu í rekstri, án þess að þurfa skerða
þjónustu.
Það er deginum ljósara að forgangsröðun
„velferðarstjórnarinnar“ er kolröng.
Eftir Erlend Magnússon
» 20 sinnum meira
fjármagni varið í gerð
einna óarðbærra ganga en
varið verður til fjárfestinga
í tækjabúnaði Landspítalans
á næstu þremur árum.
Erlendur
Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Röng forgangsröðun
Iðnaðarráðherra ákvað ný-
verið að handvelja í stjórn
Byggðastofnunar í stað þess að
leita til alþingis eins og tíkast
hefur um árabil. Rök ráðherra
eru m.a. að auka þurfi stjórn-
sýslusamband stjórnar og ráð-
herra. Ráðherra rökstyður
ákvörðun sína m.a. með því að
umboð stjórnarmanna sem
þiggja umboð sitt frá alþingi en
heyri undir ráðherra sé of
óljóst en ábyrgð ráðherra skýr.
Þetta er áhugavert. Hér er væntanlega að
verið að setja þau viðmið að hér eftir verður
ekki leitað til alþingis við val á fólki í nefndir
og ráð er heyra undir iðnaðarráðherra! Þetta
eru nokkur tíðindi því þær eru margar nefnd-
irnar og ráðin sem ráðuneytin hafa á sínum
snærum. Með þessari ákvörðun ráðherra er
verið að fara þvert gegn því sem fram kemur í
þeim skýrslum sem skrifaðar hafa verið eftir
hrunið þar sem m.a. er bent á litla möguleika
alþingis til eftirlits með framkvæmdavaldinu.
Með vinnubrögðum sem þessum er verið að
færa framkvæmdavaldinu aukið pólitískt vald
og minnka gegnsæi. Ráðherra handvelur því í
nefndir og ráð og getur því handstýrt vinnu-
brögðum og niðurstöðum. Þetta tíðkaðist í eina
tíð en á ekki að líðast í dag.
Ráðherra hefur nú valið í stjórn Byggða-
stofnunar sjö einstaklinga sem örugglega eru
öll hið besta fólk en fæst þeirra þekki ég nokk-
uð og ætla því ekki að kasta rýrð á þau. Þetta
eru þau: Gunnar Svavarsson, sjálfstætt starf-
andi ráðgjafi, Þóroddur Bjarnason, prófessor
á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Ak-
ureyri, Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri
Fríhafnarinnar, Sigurborg Kr.
Hannesdóttir, framkvæmdastjóri
ráðgjafafyrirtækisins Ildi, Guð-
mundur Gíslason, framkvæmda-
stjóri Gámaþjónustu Austurlands,
Valdimar Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Kjöríss, og Ólöf
Hallgrímsdóttir, ferðaþjónustu-
bóndi á Vogum í Mývatnssveit.
Ráðherra þarf að gera grein fyrir
því hvort um persónuleg eða póli-
tísk tengsl er að ræða.
Ég spái því að sú forskrift sem
ráðherra hefur gefið nýrri stjórn sé
að tryggja að sameining Byggða-
stofnunar, IMPRU og Ferðamálastofu gangi
eftir. Þannig megi í skjóli umræðu um skil-
virkni drepa byggðamálunum á dreif.
Fáir flokkar hafa búið til jafnmarga frasa
um lýðræði, gegnsæi, samráð, samstarf os.frv.
og Samfylkingin. Ég fullyrði að enginn flokkur
er jafn fljótur að kannast ekki við þessa frasa.
Ákvörðun ráðherra var ekki borin undir þing-
flokka heldur tilkynnt einhliða. Persónulega
finnst mér það ókurteisi en gagnvart hinum
stjórnarflokknum lítilsvirðing. Vinstri græn
láta þetta væntanlega yfir sig ganga eins og
allt annað enda fer kattarsmalinn að skríða úr
hýði sínu eftir langan sumardvala.
Eftir Gunnar Braga
Sveinsson
»Með vinnubrögðum
sem þessum er verið að
færa framkvæmdavaldinu
aukið pólitískt vald og
minnka gegnsæi.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Höfundur er alþingismaður.
(Ó)pólitísk stjórn
Byggðastofnunar