Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Bjarni Þórðarson stærðfræðingur ritaði grein í Mbl. 19. þ.m. um verðtryggingu lána. Hann fullyrðir „að verðtrygging lána á árunum 1985 til 2005 hafi reynst lang- flestum lántökum hag- stæð.“ Ég ætla ekki að deila við stærð- fræðinginn um stærð- fræði en ég er þessu ekki sammála og ég ætla ekki að leggja fram neina útreikninga því til staðfestingar. Hugmyndafræði markaðs- búskapar gerir ráð fyrir virkri og heiðarlegri samkeppni. Því miður er banka- og fjármálakerfið ekki háð þeirri hugmyndafræði. Sam- keppni er harður húsbóndi og þeir sem stjórna fjármálakerfinu vilja síst af öllu lúta þeirri hug- myndafræði og hafa komist upp með það í skjóli stjórnvalda. Vísi- tölur eru reiknaðar af Hagstofu Ís- lands (opinber stofnun). Afskipti opinberra aðila í verðmyndun aðila á markaði, þegar gert er ráð fyrir að viðskipti lúti samkeppnislög- málum, er mjög alvar- legt stílbrot. Hin svokölluðu Ólafslög nr. 38/2001 með síðari breyt- ingum, sem heimila verðtrygginguna, eru þ.a.l. barn síns tíma. Þau urðu úrelt strax við gildistöku sam- keppnislaga enda ósamrýmanleg þeim. Banka- og fjármála- starfsemi er mikill áhrifavaldur á hvaða markaði sem er og al- gerlega ótækt er ef það kerfi lýtur ekki sömu lögmálum og aðrir í hagkerfinu. Peningar eru af mörg- um taldir vera söluvara og með- höndlaðir þannig. Í raun er það tíminn sem er söluvaran. Vextir eru greiddir með hliðsjón af því hve langur lánstíminn er. Skv. lög- um um Seðlabanka Íslands nr. 36/ 2001 skulu peningar vera með fullu ákvæðisverði. Þetta þýðir að fyrir hvern eitt þúsund króna seðil skulu fást eitt þúsund krónupen- ingar eða eitt hundrað tíu krónu- peningar og öfugt. Peningarnir sjálfir eiga helst alltaf að halda verðgildi sínu. Hlutverk stjórn- valda er að halda verðlagi sem stöðugustu. Það geta þau m.a. með því að tryggja virka samkeppni allra aðila á markaði, halda hæfi- legu peningamagni í umferð á hverjum tíma, beita stýrivöxtum Seðlabankans sem stjórntæki (þeir verða þá fyrst virkir í óheftu markaðsumhverfi), virkjað bindi- skyldu ef þörf er á. Auk þess verð- ur hið opinbera að stuðla að halla- lausum fjárlögum og fylgja því eftir. Einnig er nauðsynlegt að stuðla að því að samningar á vinnu- markaði séu innan ramma þess sem hagvöxtur leyfir (að því tilskildu að sjálfsögðu að hann sé fyrir hendi). Lánaviðskipti eru eins og hver önnur viðskipti. Þeir sem eiga pen- inga vilja láta þá vinna, þeir vilja fá vexti af þeim. Þeir sem ekki eiga peninga verða að fá þá lánaða, ef þeir ætla í framkvæmdir eða eyðslu og þá verða þeir að greiða vexti í samræmi við lánstímann. Þessir tveir hópar ættu að semja um sín viðskipti á frjálsum samkeppnis- markaði. Bankar og fjármálastofn- anir hafa verið miðlarar í lána- viðskiptum. Þeim aðilum verður að koma í markaðskerfi eins og tíðkast hjá flestum siðuðum þjóðum. Af- skipti stjórnvalda í verðmyndun á þessum markaði er mjög alvarlegt hagstjórnarslys. Vísitölureikningur á ekkert erindi í þessi viðskipti, punktur, basta. Ríkulegt áhættuá- lag hverfur, þegar jafnvægi kemst í hagstjórnina og forsendur verða réttar. Að lokum er ég sammála Bjarna um að okkur skorti nokkuð á hæfni til hagstjórnar en ósammála honum um að verðtrygging húsnæðislána eigi ekki þátt í hruninu. Verðtrygg- ingin er sökudólgur ásamt mörgum öðrum hagstjórnarmistökum. Skortur á samkeppni er óþekkta stærðin í jöfnunni þinni, kæri Bjarni. Óþekkta stærðin í jöfnunni Eftir Sigurð Lárusson »Hugmyndafræði markaðsbúskapar gerir ráð fyrir virkri og heiðarlegri samkeppni. Sigurður Lárusson Höfundur er kaupmaður. KORTIÐ GILDIR TIL 30.09.2011 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR FRÁBÆRT TILBOÐ TIL MOGGAKLÚBBS- FÉLAGA TIL SRI LANKA 5. TIL 17. OKT. Moggaklúbburinn í samstarfi við Ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic býður nú Moggaklúbbsmeðlimum upp á einstaka ferð á slóðir dulúðar og ótrúlegrar náttúru, Sri Lanka. Takmarkaður sætafjöldi og frábær afsláttur til Moggaklúbbsmeðlima. MOGGAKLÚBBSTILBOÐ Hringdu strax í síma 588 8900 til að tryggja þér sæti. Nánari upplýsingar um ferðina má finna á www.transatlantic.is/sri-lanka Tilboðsverð 384.990 kr. miðað við tvo í herbergi Moggaklúbbsverð 334.990 kr. 50 þúsund króna afsláttur á mann miðað við tvo í herbergi Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Kvöldganga á Esjuna Kvöldganga á Esjuna með Ólafi Erni Haraldssyni forseta FÍ í tilefni af Esjudegi FÍ og Valitor á sunndag. Laugardagskvöld 27. ágúst kl. 20.30 – brottför frá Esjustofu. Sjáið sólina setjast við sjónarrönd og baða hafflötinn sólgulum roða og á bakaleiðinni vakna ljósin í bænum við undirspil tungskins og mána. Göngu lýkur fyrir miðnætti. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Sjá nánar www.fi.is Ferðafélag Íslands Sæl, Lilja, og ágætu VG-félagar. Þegar áföll dynja á okkur mönnunum kemur í ljós hvers við erum megnugir. Þetta þekkjum við Íslend- ingar. Sambúð okkar við óvægin náttúruöfl hefur alltaf þjappað okkur saman og öll höfum við lagt metnað okkar í að létta hvert öðru róðurinn gegnum þá erfiðleika sem á okkur hafa dunið, þar til nú. Nú er öldin önnur. Við bankahrunið 2008 þjappaði þjóðin sér saman og hrakti með friðsamlegum hætti frá völdum ríkisstjórn sem öðru fremur bar pólitíska ábyrgð á þeirri stöðu sem upp var komin. Krafan um uppgjör við þann blekkingaleik sem komið hafði okkur í mesta vanda sem á okkur hefur dunið bergmál- aði um allt samfélagið. Einnig kraf- an um að leiðrétta þær ósanngjörnu og þungbæru afleiðingar sem hrun- ið hafði í för með sér fyrir almenn- ing og að fyrirbyggja að sagan end- urtæki sig. Í grein sem Kári Þorgrímsson í Garði í Mývatnssveit skrifaði skömmu eftir hrunið kemst hann svo að orði „Menntunarstig Íslend- inga er miklu hærra en svo að þeim hafi ekki mátt ljóst vera hvað leiða myndi af einkavæðingu bankanna, ofurvöxtum eða aðild landsins af frjálsu flæði fjármagns milli landa svo dæmi séu tekin. Gjaldþrotið og stærð þess er afleiðing slíkra ákvarðana. Kreppan er hagkerfið sjálft.“ Og nú tóku flokkar alþýð- unnar við völdum á Íslandi og væntingar til þeirra voru miklar. Víglína búsáhaldabyltingarinnar var gjáin milli þings og þjóðar, al- mennings á Íslandi og þeirra sem með völdin höfðu farið. Þessari gjá skyldi nú eytt og teknir upp breytt- ir stjórnarhættir, byggðir á nýju gildismati. Nú rúmlega tveim árum síðar sit- ur þjóðin í myrkri lyga, svika og blekkinga. Í stað þess að standa með fólkinu í þeim erfiðleikum sem af hruninu leiddi hefur ríkistjórn Íslands, ríkisstjórn alþýðunnar, fé- lagshyggjufólksins og launþeganna á Íslandi bundið fyrir augu og eyru og gengið peningaöflum á hönd, ekki bara hér á Íslandi, heldur hvar sem þau er að finna. Ef það er af- rakstur byltingarinnar var verr í hana farið en heima setið. Í stjórn- artíð okkar hafa fleiri misst aleigu sína en nokkru sinni fyrr. Þar hafa sýslumenn dyggilega gengið erinda óvæginna bankastofnana með þegj- andi samþykki ríkisstjórnarinnar og fengið smámennsku sinni og valdafíkn full- nægt með þeirri áníðslu að selja hús- eignir ofan af því fólki sem hefur verið svikið um sjálfsagða leiðrétt- ingu mála sinna. Aldrei hafa fleiri þurft að leita ásjár hjálparstofnana í neyð sinni en nú. Áratugir eru síðan heyrst hefur talað um sult á Íslandi þar til nú, í stjórnartíð okkar, að fólk í landinu okkar hafi ekki nóg að borða og aldrei hefur nokkur ríkisstjórn á Íslandi orðið jafn gersamlega viðskila við þjóðina og sú sem nú er við völd. Er þetta sú ríkisstjórn sem við vildum og það Ísland sem við ágætu félagar í VG viljum láta kenna okkur við? Hver ertu þá, félagi minn í VG? Þá þekki ég þig ekki. Ég beini því orðum mínum til fé- laga í Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem eru ósáttir við störf eða öllu heldur aðgerðaleysi þeirrar ríkisstjórnar sem við öðrum fremur berum ábyrgð á og einnig hinna sem yfirgefið hafa flokk okkar. Við eigum leik. Svo vel vill til að í okkar röðum er fólk sem ekki lætur villa sér sýn og afvegaleiða sig. Þú, Lilja Mósesdóttir, ferð þar fremst meðal jafningja. Aldrei hefur samstaða þín með fólkinu í landinu bilað. Alltaf ertu trú samvisku þinni og talar máli alþýðunnar um hvað nauðsyn- legt og unnt er að gera til að leið- rétta og lágmarka þann skaða sem almenningur varð fyrir í hruninu. Lilja og ágætu VG-félagar: Kom- ið aftur. Mætum öll á landsfund VG á Akureyri nú í haust og gerum Lilju Mósesdóttur að foringja okkar og leiðtoga og mörkum um leið skýra pólitíska stefnu fyrir fólkið í landinu okkar. Taktu þessari áskor- un, Lilja, og gefðu kost á þér til að leiða samtök okkar. Annars munu þau liðast sundur og verða áhrifa- laus í íslensku samfélagi. Það er niðurstaða sem við getum ekki sætt okkur við. Gerðu upp hug þinn, fé- lagi. Nesjavöllum í lok sumars 2011. Eftir Ámunda Loftsson » Taktu þessari áskor- un, Lilja, og gefðu kost á þér til að leiða samtök okkar. Annars munu þau liðast sundur og verða áhrifalaus í ís- lensku samfélagi. Ámundi Loftsson Höfundur er verktaki, fyrrverandi sjómaður og bóndi. Skorað á Lilju Mósesdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.