Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Verðdæmi til Færeyja
1 farþegi ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 45.700
2 farþegar ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 69.500
4 farþegar ásamt fólksbíl og fjögurra manna klefa kr. 117.200
Verðdæmi til Danmerkur
1 farþegi ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 94.500
2 farþegar ásamt fólksbíl og tveggja manna klefa kr. 123.700
Gildir fyrir fólksbíla að 1,9 m. á hæð og 5,0 m. á lengd.
AUSTFAR - Fjarðargötu 8 ·710 Seyðisfirði · Sími: 472 1111
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN - Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600
WWW.SMYRIL-LINE.IS
FERÐAPOTTUR
- SMYRIL LINE -
29.300
Frábært verð til Færeyja frá
31. ágúst og út september
61.850
Verð pr. mann og miðast við að 2 ferðist
saman ásamt fólksbíl . Gisting í tveggja
manna klefa fram og til baka.
Verð pr. mann og miðast við að 4 ferðist
saman, ásamt fólksbíl . Gisting í
4ra manna klefa fram og til baka.
Frábært verð til Danmerkur
þann 21. sept. og 28. sept.
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
ÚR BÆJARLÍFINU
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær
Bærinn ber keim af tvennu
þessa dagana, skólarnir eru byrj-
aðir að nýju eftir sumarfrí og
Ljósanótt er í nánd. Í götum
kringum grunnskóla bæjarins hef-
ur umhverfis- og skipulagssvið
komið upp fánum til að minna á
skólabörn og árétta að hámarks-
hraði í kringum skóla sé 30 kíló-
metrar á klukkustund. Á næstu
dögum munu ljósanæturfánar
bætast við á ljósastaura við fjöl-
förnustu götur bæjarins og minna
á mestu bæjarhátíð ársins. Dag-
skrá má nálgast á ljosanott.is.
Um og eftir miðjan ágúst
skiptist tíminn í Reykjanesbæ
gjarnan í fyrir og eftir Ljósanótt.
Þessa dagana er ekki sjaldgæf
sjón að sjá fólk á þönum um allan
bæ og eigi maður við það erindi er
ekki ósennilegt að viðkvæðið sé
„viltu hafa samband við mig eftir
Ljósanótt“. Það vita allir sem
reynt hafa að hver og einn dag-
skrárliður þarf sinn undirbúnings-
tíma, þó vissulega sé hann mis-
langur.
Árgangagangan er dæmi um
uppákomu sem alltaf er vinsæl en
krefst ekki mikils undirbúnings.
Árgangaspjöldin eru til, það þarf
að útvega forsprakka og svo er
bara að mæta við húsnúmer við
Hafnargötu sem stemmir við fæð-
ingarárið og gangan heldur af
stað stundvíslega kl. 13.30.
Mitt í öllu umstangi Ljósa-
nætur hefur svo sést til upp-
tökubíls merktum RÚV. Það er
nóg til þess að forvitni manna er
vakin. Ekki minnkar forvitnin
þegar þekktir leikarar á borð við
Gísla Rúnar Jónsson og Hallgrím
Ólafsson sjást á vappi. Undan-
farna daga hafa staðið yfir upp-
tökur í Reykjanesbæ á nýrri
grínþáttaröð sem sjónvarp allra
landsmanna ætlar að sýna í vet-
ur. Það er gott að hugurinn leiti
hingað í svo jákvæðum erinda-
gjörðum.
20% aukning var í sölu
gistirýma á Suðurnesjum fyrstu 6
mánuði ársins miðað við sama
tíma í fyrra, að sögn Markaðs-
stofu Suðurnesja. Stofan rekur
tvær upplýsingamiðstöðvar, í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og við
Krossmóa í Reykjanesbæ. Norð-
urlandabúar eru duglegastir að
heimsækja svæðið, en einnig
Bretar, Þjóðverjar og Banda-
ríkjamenn. Náttúruperlur á
Reykjanesi hafa verið vinsælar
heim að sækja, sérstaklega
Gunnuhver, Reykjanesviti og Brú
milli heimsálfa. Ferðafólkið hefur
lýst upplifun sinni þar sem æv-
intýri.
Þá má geta þess að af
Norðurlandaþjóðunum fjölgaði
farþegum mest í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar frá janúarbyrjun til
júníloka sl. Þetta kemur fram á
vefsíðunni turisti.is. Þar segir að
vöxturinn sé 24%, sem er töluvert
meira en stóru flugvellirnir á
Norðurlöndunum upplifðu á fyrri
helmingi ársins.
Styttist í Ljósanótt
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Akið varlega Fánar eru í götum
umhverfis grunnskóla bæjarins til að
minna ökumenn á að fara varlega.
María Elísabet Pallé
mep@mbl.is
,,Áfengi eykur hættu á krabba-
meinum meðal kvenna og þar með
talið brjóstakrabbameinum,“ seg-
ir Halla Skúladóttir, yfirlæknir
Lyflækninga krabbameina á
Landspítalanum.
,,Oft er það svo að einstakling-
urinn þarf ákveðinn skammt af
krabbameinsvaldandi efnum áður
en efnin hafa skaðleg áhrif, en
hvað varðar tengsl brjóstakrabba-
meins og áfengis þá eru bein línu-
leg tengsl á milli þess magns
áfengis sem drukkið er og áhætt-
unnar, lítil drykkja hefur einnig
áhrif, bara minni en mikil
drykkja,“ segir Halla.
Halla segir að áhættan á
brjóstakrabbameini aukist með
aukinni neyslu og fyrir hver 10 g
af áfengi (12 g í vínglasi/bjór) sem
neytt er daglega aukist áhættan
um 7% á því að fá brjóstakrabba-
mein.
Halla telur líklegt að áfengis-
drykkja valdi 2-5% af öllum
krabbameinstilfellum sem greind
eru árlega, og um það bil tíunda
hver íslensk kona geti búist við að
greinast með brjóstakrabbamein
á lífsleiðinni, sem samsvarar um
það bil 10% lífstíðaráhættu.
Þetta sé því einn af fáum lífs-
stílsþáttum sem hægt er að hafa
áhrif á og draga úr hættu á
brjóstakrabbameinum þar með.
Nýjar kenningar um eðli
krabbameins
Nýlega birtist grein á fréttavef
New York Times, ,,Leyndardómar
krabbameins skýrast“ (Cancer’s
Secrets come into sharper focus)
þar sem fjallað er um stefnu í
krabbameinsrannsóknum, en nýj-
ar kenningar eru sífellt að koma
upp sem hafa áhrif á það hvernig
læknar reyna að meðhöndla sjúk-
dóminn. Hingað til hafi skilning-
urinn verið sá að krabbamein eigi
sér stað þegar einstakar frumur
missi stjórn á sínum eigin vexti og
stökkbreytingar verði handahófs-
kenndar.
Ein tegund stökkbreytingar
geti þá örvað frumu til að fjölga
sér ört á meðan önnur tegund
stökkbreytingar verði til þess að
fruman sneiði hjá innbyggðum ör-
yggisbúnaði og geri marklausar
varnirnar fyrir því að fruman
fjölgi sér of hratt. Svo haldi sú
tegund frumu áfram að fjölga sér
á öðrum stöðum í líkamanum. Vís-
indamenn velta fyrir sér og rann-
saka þá staðreynd að eðli krabba-
meins geti verið flóknara en talið
hefur verið frá upphafi.
Í greininni er velt upp þremur
kenningum um hvernig krabba-
mein verður til þar sem örverur
eða baktería í meltingarfærum,
kjarnsýra og RNA eiga þátt í
myndun og dreifingu krabba-
meins. Örverur eða bakteríur,
kjarnsýra og RNA geta, sam-
kvæmt upplýsingum Pier Palo
Pandolfi prófessors í meinafræði
við Harvard-háskóla í Bandaríkj-
unum, haft áhrif eða truflað eðli-
leg samskipti á milli frumna með
þeim afleiðingum að frumur fara
að fjölga sér óeðlilega.
Þessi þekking er talin mjög
mikilvæg í stefnu krabbameins-
meðferða í framtíðinni.
,,Ný þekking hefur leitt fleiri
og óþekkta þætti í ljós sem vekja
vonir um nýjar leiðir í meðferðum
krabbameina, jafnvel þættir sem
er að finna utan æxlisfrum-
nanna,“ segir Halla.
Halla segir að reglulega komi
fram eitthvað nýtt í krabbameins-
rannsóknum og fjöldi nýrra lyfja
sé í prófun.
,,Það sem alltaf kemur betur og
betur í ljós er hve flókið ferlið er
fyrir frumu að umbreytast í æxl-
isfrumu,“ segir Halla.
,,Líkaminn hefur ótrúlega fjöl-
breyttar leiðir til þess að sporna
gegn myndum krabbameina. Þar
á meðal er fjöldi viðgerðarferla í
frumunni og ef þeir ná ekki að
leiðrétta skaðann kallar það á
frumusjálfsvíg gallaðra frumna
og einnig á viðbrögð ónæmiskerf-
isins sem hefur möguleika á að
útrýma gölluðum vef,“ segir
Halla.
Halla segir að flestar krabba-
meinsfrumur eigi það sameigin-
legt að hafa öðlast hæfni til að
skipta sér án þess að taka tillit til
umhverfis síns og vaxi jafnvel inn
í aðlæga vefi, sýni ýmiss konar
þroskafrávik og geti stuðlað að
nýmyndun æða sem næri æxli og
stuðli að áframhaldandi vexti
þess.
,,Einnig eru krabbameinsæxli
þekkt fyrir að mynda meinvörp á
fjarlægum stað frá upphafsmein-
inu. Þessi þekking er nýtt í dag
til meðferðar á krabbameinum,“
segir Halla.
Halla segir hefðbundin krabba-
meinslyf vinna að því að hamla
frumuskiptingu, sem sé frekar
ómarkviss aðferð.
Áfengi stór áhættuþáttur
Hægt er að draga úr hættu á brjóstakrabbameini meðal kvenna Ef kona drekkur vínglas daglega
eykst áhættan til lífstíðar um 7% Ný þekking hefur leitt óþekkta þætti um eðli krabbameins í ljós
Morgunblaðið/Kristinn
Rannsóknir Ný þekking á sviði krabbameinsrannsókna vekur vonir um nýjar meðferðir í framtíðinni.
,,Nýrri lyf sem byggjast á nýjustu
þekkingu vinna markvissara gegn
brengluðum frumuferlum, eins og
til dæmis að hamla því að vaxtar-
þættir örvi frumur til skiptingar
eða sporni við nýmyndun æða
sem geti nært krabbameinsvef-
inn,“ segir Halla.
Eðlilegar frumur verða fyrir
miklu minni áhrifum af þessum
lyfjum þar sem þeirra frumuferlar
verða ekki brenglaðir. Við nýjustu
rannsóknir er einnig skoðað sam-
spil líkamans og þeirra baktería
sem búa innra með okkur í melt-
ingarveginum og sinna meðal
annars niðurbroti næringarefna
og halda óæskilegum bakteríum í
skefjum.
Ný þekking vekur vonir
Halla segir að ný þekking innan líf-
fræði krabbameina hafi einnig leitt í
ljós ýmsa gagnlega lífvísa sem í
framtíðinni gætu hjálpað okkur að
segja fyrir um áhættuna á að fá
krabbamein, áhættu á endurkomu
krabbameins og þannig sagt fyrir um
hverjir þurfa á viðbótar-
lyfjameðferð að halda
og hverjir ekki.
,,Skilningi okkar á líf-
fræði krabbameina
hefur fleygt fram, en
hefur enn sem komið
er ekki skilað sér nægi-
lega hratt til meðferðar,“
segir Halla.
Skilningi fleygt fram
LYFJAFRÆÐI
Halla
Skúladóttir