Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Kynnt hafa verið drög að þingsályktun- artillögu um ramma- áætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Þar er rökstudd framtíð- arnýting 69 virkj- anakosta og skiptast þeir nokkurn veginn í þrjá jafnstóra flokka, 1) nýtingu til orkuöflunar, 2) bið- flokkur sem skoðaður verður betur og 3) náttúruverndarflokk. Flokk- unin er vel rökstudd og er ánægu- legt að allir í verkefnastjórninni, sérfræðingarnir sem stýrðu fag- flokkunum og embættismenn eins og orkumálastjóri, hafa komist að samhljóða niðurstöðu. Eitt þeirra svæða, sem hefur verið deiluefni í 42 ár, Þjórsárver, er loksins sett í verndarflokk. Landsvirkjun hefur haft augastað á Þjórsárverum til orkuöflunar með því að færa þau undir lón síðan 1969, en svæðið tek- ur til þess svæðis sem heiðargæsin nýtir, þ.e. frá Kjálkaveri í vestri og austur í Háumýrar (samanber bók Peters Scotts og James Fis- hers: A thousand Geese, 1953). Nátt- úruverndarráð náði samkomulagi við Landsvirkjun árið 1981 um að veita aust- urþverám Þjórsár og upptakakvíslum hennar á Sprengjusandi í Þór- isvatn og nú framleiðir þetta vatn ásamt Tungnaá um þrefalt meira rafmagn en fyrstu tillögur Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir 1969. Þrátt fyrir samkomulagið hef- ur verið reynt að þvinga fram frek- ari veituframkvæmdir í andstöðu við samkomulagið frá 1981. Sem betur fer hafa núna allir fallist á að Þjórs- árver vestan Þjórsár fái þann sess í íslenskri náttúru sem þeim ber. Þó eru enn úrtölumenn í hópi þing- manna og fréttastofu Stöðvar 2, sem reyna að sannfæra Íslendinga að nýtt lón í Þjórsárverum snerti þau ekki, með því að setja Þjórsárver annars staðar á kort en þau eru og flytja þau inn fyrir friðlandsmörkin frá 1981, sem náðu ekki utan um þá landfræðilegu og vistfræðilegu heild sem Þjórsárver eru. Allir þeir sem koma að íslenskri náttúrvernd eða nýtingu svæða til orkuöflunar fagna þingsályktunartillögunni, sem hefur verið unnin af fagfólki, bæði þeim sem rannsaka íslenska náttúru og nýtingu hennar og embættis- mönnum sem hafa unnið að því að setja sem mest land undir orkufram- leiðslu. Vonandi fellst alþingi á þessa tillögu og samþykkir hana til að skapa frið um nýtingu náttúrunnar. Loksins, loksins – tillaga að vernd og nýtingu náttúrusvæða Eftir Gísla Má Gíslason Gísli Már Gíslason » Allir þeir sem koma að náttúru- vernd og orkunýtingu munu fagna þings- ályktunartillögunni, sem mun leiða til friðar um orkuöflun í framtíðinni. Höfundur er prófessor í vatnalíffræði við HÍ og formaður Þjórsárveranefndar, sem er stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni Þjórsárvera. OPIÐ HÚS Arnarheiði 11-B, Hveragerði LAUST STRAX - EIGN Í SÉRFLOKKI Glæsilegt bjart stílhreint og vandað 90,3 fm parhús með tveimur svefnherbergjum. Glæsileg 514 fm ræktuð lóð með sólverönd og garðskála. Opið hús í dag, laugardaginn 27. ágúst. Elínbjörg tekur vel á móti gestum milli kl 17:00 og 19:00. Verið velkomin. Fjöleignarhús til sölu Fasteignin Hestavað 1-3 er til sölu en hún er í eigu þrotabús Merlin ehf. Um er að ræða 15 íbúða fjöleignarhús sem byggt var árið 2007. Íbúðirnar eru 117-202 m2 að stærð eða alls 2.097 m2 auk sameignar og bílakjallara. Íbúðirnar eru allar í útleigu. Óskað er eftir tilboðum í eignina í heilu lagi. Fasteignin selst í núverandi ástandi sem væntanlegir tilboðsgjafar eru beðnir að kynna sér rækilega. Allar nánari upplýsingar fást hjá skiptastjóra þrotabús Merlin ehf., Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur hrl., Lögfræðistofu Reykjavíkur, Borgartúni 25, Reykjavík, sími 515-7400, gudrun@lr.is. Fyrirtæki í hugbúnaðarsölu Kontakt hefur verið falið að annast sölu á fyrirtæki sem selur erlendan hugbúnað til fyrirtækja og stofnana. Meðal viðskiptavina eru mörg af stærri fyrirtækjum landsins. Veltan er um 40 milljónir króna og koma tekjurnar af sölu hugbúnaðar, uppfærslusamningum og námskeiðahaldi. Hentar afar vel fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja starfa við eigið fyrirtæki. Einnig sem viðbót við aðra starfsemi. Núverandi starfsemi kallar á tvo starfsmenn Áhugasamir hafi samband við gunnar@kontakt.is eða í síma 414 1200 H a u ku r 0 8 b .1 1 Skovby - Gott tækifæri Til sölu Skovby borðstofuhúsgögn úr Kirsuberjavið - Borð - 12 stólar - tveir skenkar - einn yfirskápur Borðstofuhúsgögnin kosta ný kr. 2.197.000 Þessi borðstofuhúsgögn fást á kr. 1.080.000 Nánari upplýsingar í síma 896 1067 Nú getur maður ekki lengur setið þegj- andi undir þessum staðreyndalausu skrif- um Margrétar og verð ég því að skrifa nokkur orð á móti. Fyrir það fyrsta eru bein- greiðslur til bænda ekkert annað en niður- greiðsla fyrir neyt- endur, augljóslega yrði matur út í búð dýrari ef ríkið greiddi hann ekki niður. Svo er almenningur ekki að greiða fyrir útflutning á lambakjöti því það eru afurðastöðv- arnar sem flytja og selja kjötið út, það hefur ekkert með bændur að gera. Að auki þá hlýtur það að vera jákvætt að hægt er að selja það kjöt út sem innanlandsmarkaðurinn kaupir ekki því þá fæst gjaldeyrir inn til landsins og afurðastöðvarnar geta haft fleira fólk í vinnu. Við skul- um ekki gleyma því að ef bændur verða ekki lengur til á Íslandi þá verða ansi margir sem missa vinn- una því störfin sem tengjast land- búnaði á beinan eða óbeinan hátt skipta þúsundum. Réttilega bendir Margrét á að við erum háð innflutningi á vélum, olíu, áburði, plasti og fleiru, en það eru nú þegar til ansi margar vélar sem við notum til matvælaframleiðslu (en vissulega þurfum við þá að fá vara- hluti), þörfin á olíu verður vonandi minni í komandi framtíð ef allt gengur að óskum varð- andi aðra orkugjafa. En jú, því er ekki að neita að við verðum alltaf háð innflutningi að einhverju leyti en það hlýtur að teljast skynsamlegt að vera sem minnst háð inn- flutningi, eins og kost- ur er. Því skýtur það skökku við að Margrét vill heldur framleiða svína- og ali- fuglakjöt en lambakjöt. Svína- og alifuglabúskapur er afar háður innflutningi t.d. hvað fóður varðar, einhverjir eru þó farnir að rækta sitt fóður sjálfir í mismiklum mæli en þá þurfa þeir olíu og áburð. Margrét vill meina að það ætti að láta aðrar þjóðir um framleiðslu lambakjöts sökum þess að gróður hér á landi er svo lítill. Vissulega hefur verið landeyðing hér á landi gegnum tíðina en það er afar mikil einföldun að kenna kindunum einum þar um. Í dag er það svo að meira land er að gróa heldur en eyðast og víða eru afréttir að kafna í sinu sök- um fjárleysis. Svo er nú rétt að benda á að t.d. í svínaeldi þarf líka land. Ekki ætla ég neinum svína- bóndanum að hirða illa um skepn- urnar sínar en er ekki fallegra að hugsa til þess að lömbin sem við borðum fengu að alast upp og leika sér í grænni náttúrunni frekar en að vera lokuð inni í stíum undir þaki eins og svínin búa. Það er eitt sem stingur mig í aug- un í grein Margrétar en það er þegar hún nefnir að flestir bændur stundi aðra atvinnu með búskapnum. Það væri gaman að sjá hvernig hún rök- styður þessa fullyrðingu því þó ég viti að það eru fleiri en einn og fleiri en tveir sem stunda aðra vinnu með búskapnum þá er það langt frá því að vera flestir bændur. Mér finnst alveg merkilegt þegar fólk þarf að tala illa um íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, því við erum öll komin af bændum, bara misstutt aft- ur í ættir, og það eru landbúnaðar- afurðir ásamt fiski sem hafa haldið lífinu í þjóðinni gegnum tímann. Það er nú bláköld staðreynd að íslensk matvara hefur haldið niðri verðinu á þessari „venjulegu“ og margumtal- aðri matarkörfu. Það er alveg sér- stakt að mínu mati að fólk æsir sig yfir smáhækkunum á íslenskum landbúnaðarafurðum en ekki á með- an annað hækkar mun meira. Ef fólk vill virkilega spara og t.d. hugsa um heilsuna, af hverju kaupir það þá ekki frekar lítra af mjólk fremur en lítra af gosi; hvort er nú hollara og ódýrara, svo eitthvað sé nefnt? Nú kom í fréttum um daginn að Landssamband sauðfjárbænda mælti með 25% verðhækkun til bænda á lambakjöti og ýmsir menn urðu nú ansi æstir yfir því og hafa sagt ýmislegt vanhugsað um það. Fyrir það fyrsta þá eru sauðfjár- bændur að fara fram á hækkun til sín frá sláturleyfishöfum og ekkert segir að sú hækkun þurfi endilega að skila sér út í hærra vöruverði til neytenda en ef sú yrði raunin þá er sú krónutala sem sauðfjárbændur fengu til hækkunar ekki 25% hækk- un til neytenda heldur 7-8% hækk- un. Þannig að það er góður siður að kynna sér málin áður en að maður tjáir sig um þau. Beingreiðslur til bænda eru niðurgreiðsla fyrir neytendur Eftir Sigurjón Þór Vignisson » Andsvar við grein Margrétar Jóns- dóttur 2. ágúst síðast- liðinn Sigurjón Þór Vignisson Höfundur er búfræðingur og býr með kýr og kindur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.