Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 14
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Sannkallaðir stórlaxar hafa ginið við
flugum veiðimanna síðustu daga og
þá einkum í ám norðan- og austan-
lands. Norski veiðimaðurinn Geir
Spiten landaði 104 cm hæng í Línu-
fljóti í Vatnsdalsá í vikunni og dásam-
aði þykkan laxinn fyrir styrk. Tók
hann hálftommu Black & blue-túpu.
Hafa nokkrir höfðingjar af þessari
stærð verið handfjatlaðir af veiði-
mönnum í Vatnsdal í sumar.
Í Hafralónsá í Þistilfirði veiddi Nils
Folmer Jörgensen fluguhönnuður
jafnlangan hæng á ónefnda flugu eft-
ir sjálfan sig. Þá var greint frá því á
vefnum votnogveidi.is að í Hrúta-
fjarðará hafi veiðst 105 cm lax.
Í Laxá í Aðaldal hafa nokkrir um
og yfir tuttugu pundin verið að veið-
ast í viku hverri. Bræðurnir Ásmund-
ur og Gunnar Helgasynir voru við
veiðar í ánni í vikunni, og jafnframt
að safna efni í nýja heimildamynd um
stórlaxa, þegar Gunnar landaði ein-
um 26 punda - 106 cm löngum, í
Presthyl á Nessvæðinu. Klukku-
stundu áður hafði Ásmundur fengið
einn 97 cm langan, um19 punda.
Stærð og þungi laxa segir ekki allt,
því einnig skiptir máli með hverskon-
ar búnaði er togast á við laxinn. Á vef
SVFR segir frá Sigurveigu Runólfs-
dóttur sem setti í og landaði við afar
erfiðar aðstæður 92 cm laxi í Þvotta-
hyl í Norðurá II á mánudaginn var.
Þá hafði hún togast á við laxinn í 65
mínútur á flugustöng fyrir línu núm-
er fjögur og með átta punda taum.
Það eru sannkallaðar silungagræjur.
Rólegt á Vesturlandi
Síðustu viku var laxveiðin á landinu
svipuð og vikuna þar á undan. Um
500 laxar veiddust í hvorri Rangánna.
Veruleg glæra hefur verið á Vestur-
landi og aðstæður erfiðar. Um tíu lax-
ar veiddust að meðaltali á dag í Norð-
urá og í Haffjarðará og rúmlega það í
Grímsá og Þverá-Kjarrá, en viku-
veiðin í Laxá í Kjós var aðeins 22 lax-
ar á tíu stangir. Í Langá veiddust
hinsvegar 235 laxar en þar er maðka-
veiðin hafin.
Ljósmynd/Tom Jörstad
Myndarhængur „Þetta var glæsilegur fiskur og frábær viðureign,“ sagði norski veiðimaðurinn Geir Spiten um 104
cm langan hænginn sem hann veiddi í Línufljóti í Vatnsdalsá í vikunni. Samkvæmt kvarða vó laxinn rúm 22 pund.
Stórlaxar í tökustuði
í norðlensku ánum
Aflahæstu árnar
Eystri-Rangá (18)
Ytri-Rangá og Hólsá (20)
Norðurá (14)
Blanda (16)
Miðfjarðará (10)
Þverá-Kjarrá (14)
Selá í Vopnafirði (7)
Langá (12)
Haffjarðará (6)
Elliðaárnar (4)
Grímsá og Tunguá (8)
Laxá í Aðaldal (18)
Breiðdalsá (8)
Laxá í Kjós (10)
Hofsá og Sunnudalsá (10)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Staðan 24. ágúst 2011
Heimild: www.angling.is
Á sama
tíma í fyrra
3.955
3.584
2.080
2.739
2.724
3.333
1.694
1.523
1.660
1.100
1.523
1.164
615
930
728
Veiðin
17. ágúst
2.557
2.160
1.950
1.817
1.504
1.528
1.404
1.207
1.245
1.020
916
782
692
754
601
3.008
2.652
2.020
1.887
1.746
1.611
1.609
1.442
1.310
1.070
1.004
867
790
776
683
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Ferðafélag Íslands og Valitor bjóða
til hins árlega Esjudags sunnudag-
inn 28. ágúst nk.
Dagskráin í ár er fjölbreytt, hátíð
göngufólks og útivistarunnenda.
Boðið verður upp á miðnætur-
göngu, morgungöngu og fjöl-
skyldudagskrá á sunnudeginum 28.
ágúst. Í öllum skipulögðu göng-
unum verða fararstjórar Ferða-
félagsins. Boðið er upp á fjöl-
skyldugöngu að fyrstu búðum,
skógargöngu með Skógræktar-
félagi Reykjavikur, kappgöngu að
Steini, morgungöngu á Móskarðs-
hnúka og kvöldgöngu á Þverfells-
horn.
Miðnæturganga verður laugar-
daginn 27. ágúst með Ólafi Erni
Haraldssyni forseta FÍ Brottför frá
Esjustofu kl. 21.30. Morgunganga
sunnudaginn 28. ágúst með Páli
Guðmundssyni framkvæmdastjóra
FÍ, á Móskarðshnúka og Laufskörð.
Mæting við skrifstofu FÍ í Mörkinni
kl. 6 eða við upphafsstað göngu.
Nánari upplýsingar um daginn
má finna á sjá www.fi.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Boðið í Esjugöngur
með fararstjórum
STUTT
Í júlímánuði flugu 12.439 flugvélar
í millilandaflugi um íslenska flug-
stjórnarsvæðið. Aldrei áður hafa
svo margar vélar farið um svæðið
en fyrra metið var sett í júlí 2008
þegar 12.114 vélar fóru um svæðið
sem er stýrt úr flugstjórnar-
miðstöðinni í Reykjavík.
Umferðin var jöfn og þétt yfir
tímabilið. Heildarumferð hefur
aukist um 8,5% frá því í fyrra þó
mikið hafi dregið úr henni í kring-
um eldgosið í Grímsvötnum sem var
í byrjun maí. Flugumferð yfir Norð-
ur-Atlantshafið hefur vaxið jafnt
þétt eftir mikla niðursveiflu á ár-
unum 2008-2009.
hallurmar@mbl.is
Aukin umferð á flugstjórnarsvæðinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mánudaginn 29.
ágúst heldur
Vandana Shiva
opinberan fyrir-
lestur í Háskóla-
bíói, kl. 17.00.
Aðgangur er
ókeypis.
„Vandana
Shiva er hugs-
uður og bar-
áttukona á sviði
sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og
mannréttindamála,“ segir í frétt
frá fundarboðendum.
Hún sé þekkt um allan heim fyrir
baráttu sína fyrir hag indverskra
bænda og starf sitt í þágu líf-
fræðilegrar fjölbreytni og bættrar
umgengni við umhverfið.
Hún hafi jafnframt unnið ötul-
lega að réttindum kvenna, m.a. til
að auka áhrif þeirra í landbúnaði,
og að varðveislu staðbundinnar
þekkingar sem sé að glatast vegna
hnattrænna áhrifa og sóunar á
náttúruauðlindum.
Vandana Shiva
í Háskólabíói
Vandana
Shiva
Laugardaginn 27. ágúst fer fram
opnun skógarins að Fossá í Hval-
firði, þar sem hann verður form-
lega tekinn inn í verkefnið Opinn
skóg. Af því tilefni er boðað til
hátíðar í skóginum og hefst hún
kl. 14:00. Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra mun opna
skóginn formlega. Auk þess mun
Vigdís Finnbogadóttir verða við-
stödd vígslu Vigdísarlundar í
skóginum.
Opna skóginn
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Það er ekki ástæða til að „færa um-
hverfi atvinnugreinarinnar áratugi til
baka og láta almenning í landinu
borga þá breytingu með skertum lífs-
kjörum“. Þetta segir í umsögn Fé-
lags vélstjóra og málmtæknimanna
um frumvarp sjávarútvegsráðherra
um stjórn fiskveiða.
ASÍ birti í fyrradag umsögn sína
um frumvarpið, en sambandið telur
það vera svo gallað að leggja verði
það til hliðar og semja nýtt frumvarp.
Sjómannasamband Íslands og Félag
vélstjóra og málmtæknimanna kom-
ast að sömu niðurstöðu.
Sjómannasambandið gerir athuga-
semdir við margar greinar frum-
varpsins. Það gagnrýnir sérstaklega
að ráðherra og framkvæmdavaldinu
sé almennt gefið víðtækt vald með
setningu reglugerða um ýmis mikil-
væg atriði.
„Almennt má segja um frumvarpið
að með því sé verið að taka veiðiheim-
ildir af þeim sem hafa atvinnu af sjó-
mennsku og flytja til þeirra sem
stunda sjómennsku í frítíma sínum
eða til að auka veiðiheimildir smá-
báta. Hvergi í frumvarpinu er að
finna nauðsynlegar breytingar á nú-
gildandi lögum til hagsbóta fyrir
sjávarútveginn,“ segir í umsögn Sjó-
mannasambandsins.
„Pólitískt vald til að deila“
Félag vélstjóra og málmtækni-
manna (VM) segist í umsögn sinni
vera sammála því sjónarmiði að
nytjastofnar á Íslandsmiðum séu
skilgreindir í þjóðareign og að lög-
aðilar fái tímabundinn afnotarétt
gegn gjaldi. „Gjaldið getur hinsvegar
ekki orðið að raunverulegri rentu
þjóðarinnar af auðlindinni nema með
hagkvæmum rekstri þeirra sem hana
nýta. Samhliða þarf að tryggja það að
útgerðir muni ekki fjármagna gjaldið
með því að skerða laun sjómanna.“
Sjómannasambandið óttast líka að
reynt verði að fjármagna gjaldið með
því að skerða laun sjómanna.
VM gagnrýnir vinnubrögð sem
viðhöfð voru við gerð frumvarpsins
og skort á samráði áður en það var
lagt fram. „Pólitískt vald til að deila
og drottna í atvinnulífinu er eitthvað
sem VM taldi að væri liðin tíð og full-
reynt með skelfilegum afleiðingum
eins og fyrirhugað er að frumvarpið
muni færa sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra og einnig sveitarstjórn-
um.“
VM fjallar um fækkun starfa í sjáv-
arútvegi sem félagið segir að hluta til
skýrast af aukinni tæknivæðingu og
afköstum við veiðar og vinnslu. Þess-
ari þróun verði ekki snúið við. Efna-
hagslegur fórnarkostnaður til að
hamla á móti framþróuninni yrði í
þessu tilfelli of mikill.
„Það kjarkleysi þingmanna að hafa
ekki viljað viðurkenna breytingarnar
og taka á þeim af skynsemi er meðal
annars ástæða þess að þetta frum-
varp kemur fram í þeirri mynd sem
það er. VM styður það heilshugar að
talsverðu fjármagni verði varið í að
koma með raunverulegar aðgerðir
fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur
sem hafa orðið fyrir skaða vegna
breyttra atvinnuhátta í sjávarút-
vegi.“
Vilja að frumvarpinu verði vísað frá
Samtök launþega eru mjög neikvæð í umsögnum sínum um frumvarp um stjórn fiskveiða
Sjómannasambandið óttast að sjómenn verði látnir bera kostnað af hærra auðlindagjaldi
Morgunblaðið/Ernir
Umdeilt Stéttarfélög gagnrýna
frumvarpið um stjórn fiskveiða.