Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Fréttastofa Stöðvar 2 fer mikinnþessa dagana í baráttu sinni til
stuðnings Guðmundi Steingríms-
syni, vangaveltum hans um mögu-
lega flokksstofnun og leit hans að
þingsæti.
Ámiðvikudagskvöld sendi frétta-stofan út stutt námskeið í leið-
andi spurningum
þegar fréttamaður-
inn Þorbjörn Þórð-
arson ræddi við Þor-
gerði Katrínu
Gunnarsdóttur um
afstöðuna til ESB og þess að Guð-
mundur hafi biðlað til „Evrópu-
sinnaðra sjálfstæðismanna“.
Daginn eftir bætti fréttamaður-inn Lóa Pind Aldísardóttir um
betur. Í inngangi kvöldfréttatímans
sagði: „Hópur sjálfstæðismanna
hyggst ganga til liðs við Guðmund
Steingrímsson og stofna með honum
frjálslyndan miðjuflokk.“
Í fréttinni var ekkert sem réttlættiþennan inngang, nema síður sé.
Þar var rætt við einn mann, sem
skýrði frá því að hann hefði gengið
úr Sjálfstæðisflokknum fyrir einu
ári „ásamt nokkrum öðrum“.
Lóu Pind fannst þetta greinilegaekki nógu krassandi, þannig að
hún fullyrti: „Um hundrað manna
hópur er á bakvið Guðbjörn.“ Sjálf-
ur sagði Guðbjörn Guðbjörnsson
hins vegar að um væri að ræða „ein-
hverja tugi“.
Auðvitað er það fallega gert affréttastofu Stöðvar 2 að leggja
Guðmundi Steingrímssyni lið í
hrakningum hans á milli flokka í leit
að öruggu þingsæti.
Á hinn bóginn er vandséð að trú-verðugleiki fréttastofunnar
aukist við svona furðufréttir.
Til stuðnings
Guðmundi
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.8., kl. 18.00
Reykjavík 11 skýjað
Bolungarvík 9 alskýjað
Akureyri 11 skýjað
Kirkjubæjarkl. 12 léttskýjað
Vestmannaeyjar 10 skýjað
Nuuk 7 skúrir
Þórshöfn 12 heiðskírt
Ósló 21 heiðskírt
Kaupmannahöfn 22 heiðskírt
Stokkhólmur 22 léttskýjað
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 15 skúrir
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 15 skúrir
Glasgow 12 skýjað
London 17 skúrir
París 17 skýjað
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 28 léttskýjað
Berlín 30 heiðskírt
Vín 35 heiðskírt
Moskva 17 skúrir
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 26 léttskýjað
Barcelona 23 þrumuveður
Mallorca 31 heiðskírt
Róm 35 heiðskírt
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 22 heiðskírt
Montreal 17 skýjað
New York 26 léttskýjað
Chicago 24 léttskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:55 21:04
ÍSAFJÖRÐUR 5:51 21:18
SIGLUFJÖRÐUR 5:34 21:02
DJÚPIVOGUR 5:22 20:36
Lilja Rafney
Magnúsdóttir,
formaður sjávar-
útvegsnefndar
Alþingis, segir að
fjármálastofnanir
sem treysta sér
ekki til að lána til
sjávarútvegsfyr-
irtækja eða íbúa
sjávarbyggða
nema með veði í
óveiddum fiski, séu á villigötum. Þá
sé eitthvað mikið að sem þurfi að
skoða upp á nýtt og til þess dugi ekki
ímyndarherferð í kringum landið.
Lilja Rafney gagnrýndi umsögn
Landsbankans um frumvarp til
breytinga á lögum um stjórn fisk-
veiða, en stjórnendur bankans telja
að hann tapi um 25 milljörðum vegna
lána til sjávarútvegsfyrirtækja,
verði frumvarpið að lögum.
Morgunblaðið óskaði eftir við-
brögðum hennar við gangrýni
Landsbankans, en hún vísaði til
greinar sem hún skrifaði um málið á
vefritið Smuguna.
„Framsal og veðsetning aflaheim-
ilda hefur ekki verið að skila sjávar-
útvegi þeirri innri uppbyggingu sem
reiknað var með, það sýnir erfið
skuldastaða innan greinarinnar,“
segir Lilja Rafney. ,,Kerfið hefur
hamlað heilbrigðum framförum og
valdið miklu útstreymi fjármagns,
aðallega með skuldsetningu veiði-
heimilda og samþjöppun auðs og
valda og sett heilu byggðarlögin í
uppnám og óvissu um atvinnuör-
yggi.“
Lilja Rafney segist ekki í vafa um
að það verði til bankar sem vilji lána
vel reknum íslenskum sjávarútvegs-
fyrirtækjum í framtíðinni ef fiskveið-
ar verði stundaðar áfram með sjálf-
bærum hætti á Íslandsmiðum.
Nýtingarsamningar í sjávarútvegi til
langs tíma veiti rekstraröryggi sem
fyrirtækjum almennt í landinu
stendur ekki til boða. egol@mbl.is
Bankarnir
eru á villi-
götum“
Svarar gagnrýni
Landsbanka
Lilja Rafney
MagnúsdóttirNÝR LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS VIÐ HRINGBRAUT:
ALMENNUR KYNNINGARFUNDUR
UM DRÖG AÐ NÝJU DEILISKIPULAGI
*Nýr Landspítali ohf. hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.
Í kjölfar þess að skipulagsráð Reykjavíkur heimilaði almenna kynningu á drögum að deiliskipulagi á lóð
Landspítala við Hringbraut þann 24. ágúst sl. efnir NLSH*, ásamt Landspítala og Háskóla Íslands, til
kynningarfundar fyrir almenning nk. miðvikudag, 31. ágúst, kl. 17:30 í stofu 105 á Háskólatorgi.
Forstjóri Landspítala, rektor
Háskóla Íslands og fulltrúar
hönnunarhópsins SPITAL
kynna verkefnið og drög að
deiliskipulagi á lóð Landspítala
á fundinum. Veggspjöld með
uppdráttum og
þrívíddarmyndum verða til
sýnis og sérfræðingar á vegum
verkefnisstjórnar NLSH verða á
vettvangi til að svara
spurningum gesta.
Kynningardagar verða
einnig 1.-6. september
í Heilsuverndarstöðinni
við Barónsstíg þar sem gestir
og gangandi geta skoðað
veggspjöld og rætt við
starfsfólk verkefnisstjórnar.
Kynningarefni verður
aðgengilegt frá 1. september í
þjónustuveri Reykjavíkurborgar
á Höfðatorgi, á vefsíðu
Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is,
og á verkefnavef NLSH;
www.nyrlandspitali.is.
Ábendingar og athugasemdir
vegna deiliskipulagsdraganna
skal senda á netfangið
skipulag@reykjavik.is.
fyrir 1. október 2011.
SPITAL
A
T
H
Y
G
L
I