Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Heimilistæki frá Siemens til að prýða eldhúsið þitt og létta þér störfin. Lausnina færðu hjá okkur. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hjónin Kristbjörg Sigurð-ardóttir og Magnus ferð-uðust alls 22.000 km ámótorhjólum í mikilli ævintýraferð um Afríku í fyrra. Alls tók ferðin þrjá og hálfan mánuð en þau lögðu upp frá Namibíu þar sem Magnus Johansson hafði verið við störf. Skipulag og sveigjanleiki „Í Namibíu er gott skipulag á hlutunum og öll nútíma þægindi að finna. Þaðan keyrðum við um Suður- Afríku og gáfum okkur góðan tíma þar til að venjast umhverfinu, hit- anum og hjólunum og gera allt klárt. Við vissum að ferðin yrði snúnari þegar við færum norður austur- ströndina en aukahlutir í hjólin fást til að mynda bara í Suður-Afríku. Á austurströndinni var þó ekki jafn erf- itt að finna gististaði, góðan mat, vatn og bensín eins og við héldum enda eyddi ég næstum hálfu ári í að undirbúa og skipuleggja ferðina á ótal vefsíðum. Þannig höfðum við hugmynd um einhverja gististaði í hverju landi sem er mjög mikilvægt. Yfirleitt eru gististaðirnir afgirt tjaldstæði með allri helstu aðstöðu. Þeir eru reknir af fólki frá Suður Afríku, Þýskalandi og Bretlandi. Suður-Afríkubúar eru vanir slíkum gististöðum að heiman og þar sem þeir ferðast mikið um Kenýa hefur slík ferðaþjónusta byggst upp þar og víðar. En þrátt fyrir nauðsynlegan undirbúning fær fólk líka góð ráð frá öðrum ferðalöngum og því er nauð- synlegt að vera svolítið sveigjan- legur. Einhver segir þér kannski að þennan tilekna veg sé ómögulegt að keyra af einhverjum ástæðum og þá tekur þú annan betri,“ segir Krist- björg og Magnus bætir við að helm- ingur undirbúningsins fari fram fyr- irfram en á móti því verði fólk að taka réttar ákvarðanir á ferðalaginu. Tveggja daga heljarreið Kristbjörg og Magnus ákváðu að áætla sér rúman tíma til ferða- lagsins svo þau hefðu sveigjanleika. Það reyndist góð ákvörðun en þau þurftu t.d. að bíða í heila viku í Nair- obi eftir vegabréfsáritun til að kom- ast inn í Eþíópíu. Áritunina hafði þeim verið sagt að auðvelt væri að fá en þegar þau bar að garði hafði nýr Ferðalag um Afríku á mótorhjólum Á rúmlega þriggja mánaða ferðalagi ferðuðust þau Kristbjörg Sigurðardóttir og Magnus Johansson vítt og breitt um Afríku á mótorhjólum. Á ferðalagi sínu kynntust þau nýrri menningu og sáu ótal marga fallega staði. Sælir ferðalangar Kristbjörg og Magnus í heitri eyðimörkinni. Allt á hreinu Oft fylgdi mikil skriffinnska og bið því að fá tilskilin leyfi. Á ferðalagi Vegirnir á leiðinni voru flestir malbikaðir en misjafnlega góðir. „Þú ert ekki ljósmyndari bara vegna þess að þú átt myndavél,“ segir á síð- unni youarenotaphotographer.com. Þar er verið að gera mjög kaldhæðn- islegt grín að þeim sem kalla sig at- vinnuljósmyndara vegna þess eins að þeir eiga dýra myndavél, og taka svo þannig myndir að reyndir ljósmynd- arar með gott auga myndu aldrei við- urkenna að hafa komið nálægt myndatökunni. Birtar eru myndir frá fólki, sem gefur sig út fyrir að reka ljósmynda- stofur, og hefur það oftar en ekki birt myndirnar á vefsíðu sinni eða á Face- book. Þar má t.d. sjá illa samsettar myndir, myndir þar sem flassið sést endurspeglast, myndir sem eru hroð- virknislega unnar í photoshop, ljóta bakgrunna og verulega illa ígrund- aðar uppsetningar á myndefnunum. Allt í allt mjög góð skemmtun. Vefsíðan www.youarenotaphotographer.com Morgunblaðið/Ernir Myndað Flott myndavél þýðir ekki að maður taki flottar myndir. Þú ert ekki ljósmyndari Reykvíkingar hafa Menningarnótt, Akureyringar hafa Akureyrarvöku sem fer fram nú um helgina. Hátíðin var sett í Lystigarðinum í gærkvöldi og dagurinn í dag er þéttur af við- burðum. Ljósmyndasýningar eru víða um bæ, hönnuðir verða með opna vinnustofu, markaðir settir upp og skemmtiatriði fyrir börn sem full- orðna. Miðbærinn verður litríkur og lifandi í kvöld. Þar verður til sýnis eyfirsk hönnun, Sirkus Íslands verð- ur með sýningu, tónlist leikin og dans stiginn auk margs fleira. Kl. 22.45 hefst harmonikkuball þar sem Stórsveit harmonikkuunn- enda við Eyjafjörð leikur á Ráðhús- torgi. Heybaggar verða á svæðinu fyrir dansara sem þurfa að hvíla lúin bein. Hljómsveitirnar Ljósvaki, Contal- gen Funeral og Of Monster and Men eru með tónleika á Græna hattinum. Lifandi tónlist verður í Menningar- húsinu Hofi fram eftir kvöldi en ár er síðan Hof var vígt. Endilega … … njótið Akureyrarvöku Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Akureyri Frá Akureyrarvöku í fyrra sem heppnaðist mjög vel. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.