Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Píanóleikarinn og útsetjarinn Don Randy er nú staddur hér á landi til að vinna að nýjustu plötu söngvar- ans Geirs Ólafssonar. Þeir Geir hafa verið vinir í mörg ár og áður tekið upp plötu saman. En Randy hefur unnið með fjölda þekktra tónlistar- manna, þar á meðal The Beach Bo- ys, Frank Sinatra, Dean Martin, Sammy Davis og Nancy Sinatra. Gerir lögin að sínum „Geir gerir Sinatra-lögin að sínum með rödd sinni og er ekki að reyna að herma eftir Frank Sinatra, enda getur það enginn. Þegar Geir syng- ur lag sem ég kannast við á ensku á íslensku fær það alveg nýjan svip og er mjög fallegt,“ segir Randy. Á nýju plötunni verða sígild lög sem allir þekkja sungin bæði á ensku og íslensku. Stefnan er sú að platan verði gefin út í Bandaríkjunum en Geir segir að þetta muni allt hafa sinn gang. „Grundvallaratriðið er að sýna þessu verkefni virðingu. Í Bandaríkjunum hafa menn mikla reynslu af því að taka upp bigband- plötur og það er gríðarlegur heiður fyrir mig að fá að vinna með Don. Enda hefur hann reynslu sem fáir hafa í dag,“ segir Geir. „Það er af því að ég er eldri en allir aðrir,“ skýtur Don inn í og hlær. Geir heldur tónleika ásamt Randy á sunnudagskvöld á Sólon og mánu- dagskvöld á Kaffi Rósenberg. Með honum syngja þær Edda Borg og Fabúla en í hljómsveitinni eru Guð- mundur Steingrímsson á trommur, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Don Randy á píanó, Jón Páll Bjarnason á gítar og Vilhjálmur Guðjónsson á gítar. Morgunblaðið/RAX Kampakátir Geir og Don Randy vinna saman að tónlist þessa dagana. Ljær Sinatra nýjan svip  Píanóleikarinn og útsetjarinn Don Randy á Íslandi  Vinnur að plötu með Geir Ólafs og spilar á tónleikum Opið hús í dag milli kl. 13-16 – Vertu velkomin! NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 1.k Lau 17/9 kl. 20:00 3.k Lau 24/9 kl. 20:00 5.k Lau 10/9 kl. 20:00 2.k Fös 23/9 kl. 20:00 4.k Vinsælasta sýning síðasta leikárs snýr aftur Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 2/9 kl. 20:00 1.k Mið 7/9 kl. 20:00 3.k Fös 16/9 kl. 20:00 5.k Lau 3/9 kl. 20:00 2.k Sun 11/9 kl. 20:00 4.k Sun 18/9 kl. 20:00 6.k Mannleg og hrífandi sýning sem lætur engan ósnortinn Zombíljóðin (Litla sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 frumsýn Sun 11/9 kl. 20:00 3.k Þri 13/9 kl. 20:00 5.k Lau 10/9 kl. 20:00 2.k Mán 12/9 kl. 20:00 4.k Hábeittur og hrollvekjandi samfélagsspegill Afinn (Stóra sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 1.k Fim 22/9 kl. 20:00 3.k Fös 30/9 kl. 20:00 5.k Sun 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 25/9 kl. 20:00 4.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta Entertainment Island I-III (Litla sviðið) Lau 3/9 kl. 15:00 Á Lókal Leiklistarhátíð Sýnt á ensku Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 2/9 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/9 kl. 19:30 18.sýn Fös 16/9 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/9 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/9 kl. 19:30 19.sýn Lau 17/9 kl. 19:30 21.sýn Listaverkið (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 16:00 2.sýn Sun 2/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 5.sýn Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 18/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 2/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 23/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 24/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 7.sýn Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 21/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 8. sýn Fim 27/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/11 kl. 19:30 7.sýn Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 28/8 kl. 14:00 31.sýn Sun 11/9 kl. 14:00 33.sýn Sun 25/9 kl. 14:00 35.sýn Sun 4/9 kl. 14:00 32.sýn Sun 18/9 kl. 14:00 34.sýn Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna! Verði þér að góðu (Kassinn) Fös 2/9 kl. 20:00 Sun 4/9 kl. 21:00 Sun 11/9 kl. 19:30 Lau 3/9 kl. 21:30 Lau 10/9 kl. 19:30 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is School of Transformation (LÓKAL2011) Lau 27/8 kl. 16:00 Sun 28/8 kl. 16:00 Mið 31/8 kl. 19:00 Fim 1/9 kl. 20:00 The Island (LÓKAL2011) Lau 3/9 kl. 19:00 Sun 4/9 kl. 18:30 Aðeins þessar tvær sýningar! Sýnt í Gamla Bíó 2boys.TV (LÓKAL2011) Lau 3/9 kl. 18:30 Sun 4/9 kl. 17:30 Athugið mjög takmarkaður sætafjöldi! Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti Síðasti dagur sumaropnunar Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti er miðvikudaginn 31. ágúst nk. Við þökkum öllum þeim fjölmörgu komuna sem sóttu safnið heim á líðandi sumri. Stjórnin Styrktartónleikar til eflingar geð- heilsu verða haldnir í Eldborgarsal tónlistarhússins Hörpu í kvöld og verður sýnt frá þeim í beinni út- sendingu í Sjónvarpinu. Tónleik- arnir bera yfirskriftina Þú getur! en forvarnar- og fræðslusjóður með því nafni stendur fyrir þeim. Margir af þekktustu tónlistar- mönnum landsins koma fram á tónleikunum og má þar nefna Diddú, Kristján Jóhannsson, Egil Ólafsson, Gissur Pál Gissurarson, Richard Scobie, Pál Rósinkrans, Helga Björns, Geir Ólafs, Margréti Eir, Thin Jim og Karlakór Reykja- víkur. Heiðursgestur og verndari tón- leikanna er frú Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Á vef Hörpu segir að markmið Forvarna- og fræðslusjóðsins ÞÚ GETUR! sé „að vekja fólk til með- vitundar um mikilvægi góðrar geð- heilsu og eflingu hennar“ og að auki séu verkefni sjóðsins þau að styrkja þá til náms sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða, efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og auka um- ræðu til þess að draga úr for- dómum gegn geðsjúkdómum. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.40. Morgunblaðið/Kristinn Syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir er meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á styrktartónleikunum í kvöld. Til eflingar geðheilsu Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnars- sonar, verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í september næstkomandi. Eldfjall er fyrsta íslenska myndin sem valin er til keppni á RIFF, keppir við ell- efu aðrar kvikmyndir í flokknum Vitranir. „Með sýningu myndar- innar er brotið blað í sögu RIFF því aldrei áður hefur íslensk mynd ver- ið valin í aðalkeppnisflokk hátíð- arinnar, Vitranir, en í þann flokk koma aðeins til greina myndir sem eru fyrsta eða annað verk höf- undar,“ segir í tilkynningu. Eldfjall er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Hún var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor og keppti þar í flokknum Directors Fortnight og um Camera d’Or- verðlaunin. Eldfjall sýnd í Vitrunum RIFF - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.