Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Landey ehf. er dótturfélag Arion banka og fer með eignarhald bankans á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum. Nánari upplýsingar hjá söluaðilum: N ESVEG U R SUÐ URS TRÖ ND 2-8 10-18 KRAFTUR - TRAUST - ÁRANGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /L A E 55 05 9 08 /1 1 Hrólfsskálamelur á Seltjarnarnesi Hrólfsskálamelur 2, 4 íbúðir. Hrólfsskálamelur 4, 7 íbúðir. Hrólfsskálamelur 6, til sölu síðar. Hrólfsskálamelur 8, til sölu síðar. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna. Hrólfsskálamelur 10-18, byggingarréttur, um 3.800 brúttó m2 ofanjarðar. Hátúni 2b | 105 Reykjavík Sími 594 4200 | Fax 594 4201 | www.landey.is Íbúðir til sölu á Seltjarnarnesi Það er töluvert mál að skrifa blaðagrein um flókin og mikilvæg mál eins og flugvall- armálið, og því skiptir máli að fá einhver við- brögð. Undirritaður getur ekki kvartað yf- ir skorti á viðbrögðum við grein sinni sem birtist hér í blaðinu hinn 21. júlí, undir fyr- irsögninni: Það er búið að kjósa um flugvöllinn, Ögmundur, því að strax daginn eftir, 22. júlí, birtust svar- greinar ekki minni manna en Leifs Magnússonar, fv. framkvæmda- stjóra hjá Flugmálastjórn og Flug- leiðum, og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Báðir fjalla um flugvallarkosn- inguna árið 2001 og finna henni flest til foráttu. Báðir telja að þátttaka í kosningunni hafi verið of lítil (37,2%) og að meirihlutinn sem kaus flugvöllinn burtu hafi verið of tæpur til að kosningin teljist marktæk. Til að taka nýlegt dæmi má benda á að í kosningunni til stjórnlaga- þings sl. haust var þátttakan aðeins 35,9% eða minni en í flugvallarkosn- ingunni. Þótt sú kosn- ing hafi verið dæmd ógild, var það út af allt öðru, og enginn hefur haldið því fram að dræm kosningaþátt- taka ógildi þá kosningu. Lýðræðið er nú einu sinni þannig, að meiri- hlutinn ræður, alveg sama hve lítill hann er. Heilu ríkisstjórnirnar hafa setið út heil kjör- tímabil á sáralitlum meirihluta, án þess að því sé haldið fram að þær hafi ekki haft lýðræðislegt umboð. Þessi viðbrögð þeirra Leifs og Ögmundar eru gamalkunn viðbrögð manna sem sætta sig ekki við lýð- ræðislega niðurstöðu kosninga og vilja endurtaka kosningar þar til „viðunandi“ niðurstaða fæst. Innan- ríkisráðherrann leggur til, að lög- formlegt skipulagsvald sveitarfé- lagsins Reykjavík verði tekið af réttkjörnum fulltrúum Reykvíkinga og sett í þjóðaratkvæðagreiðslu! Hann telur það þjóna lýðræðinu, af því að landsmenn eigi höfuðborgina og landið undir flugvellinum. Sam- kvæmt lögum þessa lands er skipu- lagsvaldið yfir borgarlandinu alfarið í höndum borgarstjórnar og það skiptir ekki máli hver á landið undir flugvellinum, skipulagsvaldið er ótvírætt. Ríkið á að vísu um 30% af Vatnsmýrarlandinu, en hagsmunir borgarinnar eru svo miklir, að það réttlætir fullkomlega að borgin taki landið eignarnámi eða hafi maka- skipti við ríkið. Það er með ólík- indum að það heyrist ekki múkk í borgarfulltrúum Reykvíkinga, þótt ráðherrann vilji svipta þá lögbundn- um yfirráðum yfir dýrmætasta landi borgarinnar. Hvernig halda menn, að t.d. Akureyringar mundu taka því, ef ráðherra í ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir að hann vildi láta lands- menn alla og þar með talið „Reykja- víkurvaldið“ ráða tilteknum skipu- lagsmálum „höfuðborgar Norður- lands“? Halda menn að Akureyr- ingar og kjörnir bæjarfulltrúar þeirra mundu sitja hljóðir undir slíku? Í grein eftir undirritaðan, sem birtist í Morgunblaðinu undir fyr- irsögninni: „Valdatogstreitan um borgina loks komin fram í dags- ljósið,“ er því haldið fram, að allir landsmálaflokkarnir, fjórflokkurinn, séu í vissum skilningi gíslar lands- byggðaarma sinna. Vegna pólitískra hefða á landsbyggðinni og samstöðu landsbyggðarmanna í kröfugerð sinni, með allt að tvöföldu vægi at- kvæða að vopni, þora forystumenn flokkanna ekki öðru en að verða við kröfum þeirra. Þessir valdaþræðir, sem liggja frá landsbyggðinni í gegn um lands- fundi fjórflokksins, ná alla leið inn í borgarstjórn Reykjavíkur og birtast m.a. í flugvallarmálinu og vanmætti borgarfulltrúanna til að taka á því máli útfrá hagsmunum kjósenda sinna, borgarbúa. Hagsmunir flokka þeirra vega þyngra. Getur verið að þarna sé komin skýringin á þögn borgarfulltrúanna við tillögu ráð- herrans að svipta þá skipulagsvald- inu yfir dýrmætasta landi borg- arinnar? Er ekki freistandi fyrir borgarfulltrúa, sem geta ekki sinnt hagsmunum kjósenda sinna vegna flokkhagsmuna, að vísa bara málinu frá sér? Leifur Magnússon virðist misskilja tilgang flugvallarkosning- arinnar, því að hann telur það vera galla á henni að aðeins var spurt hvort flugvöllur ætti að vera eða fara úr Vatnsmýrinni, en ekki hvert hann ætti að fara. Kosningin snerist ekki um staðsetningu innanlands- flugsins, heldur um það hvort borg- arbúar vilji nota sitt dýrmætasta land, í nokkur hundruð metra fjar- lægð frá Lækjartorgi, undir flug- starfsemi, sem fáir nota, eða undir eðlilega miðborgarbyggð. Og svarið liggur fyrir. Það hefur alltaf verið herbragð flugvallarsinna að flækja þessum tveim málum saman, annars vegar hvort réttlætanlegt sé að fórna öllu þessu landi í miðri borg undir flugvöll og hins vegar hvar framtíðarstaðsetning innanlands- flugsins skuli vera. Þetta eru tvö að- skilin mál, sem heyra undir sitt hvort stjórnvaldið. Hið fyrra undir borgarstjórn Reykjavíkur, hið síð- ara undir samgöngu- og flug- yfirvöld. Í næstu grein verður sjúkraflugið tekið fyrir og sýnt fram á, að sára- lítil sem engin hagsmunatengsl eru milli staðsetningar sjúkrahúss og staðsetningar flugvallar. Eftir Einar Eiríksson Einar Eiríksson » Þetta eru gamalkunn viðbrögð manna, sem sætta sig ekki við niðurstöðu kosningar og vilja endurtaka kosn- ingar þar til „viðunandi“ niðurstaða fæst. Höfundur er kaupmaður og í stjórn Samtaka um betri byggð. Gildar og ógildar kosningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.