Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
... og rjómi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-
1
6
7
4
Óformleg setning Kvikmynda-
skóla Íslands var í gær. Hilmar
Oddsson, sem hefur hætt af-
skiptum af málum skólans í bili,
ávarpaði fundinn og skýrði sitt
mál fyrir nemendum. Að sögn
Ara Birgis Ágústssonar, tals-
manns nemenda, hafa þeir skiln-
ing á stöðu Hilmars og að
ákvörðunin hafi ekki komið þeim
í opna skjöldu. „Hann þarf að
fara á atvinnuleysisbætur eins og
allir aðrir og getur því ekki setið
sem rektor skólans á meðan.“
Að setningunni lokinni var rætt
við nemendur um framhaldið.
Að sögn Ara væri hægt að
hefja skólahaldið í síðasta lagi í
nóvember. Þá myndi haustönnin
standa yfir fram yfir áramót og
vorönnin ná fram á næsta sumar.
Í næstu viku verður nemendum
boðið upp á einstaklingsviðtöl þar
sem farið verður yfir stöðu hvers
og eins. Þar geta þeir komið á
framfæri hvað þeir vilja gera á
meðan Ríkisendurskoðun fer yfir
mál skólans. Skólinn verður op-
inn og einhver kennsla verður í
boði.
Ari segir að ekkert framhald
hafi verið á aðgerðum nemenda,
en þeir munu fara yfir málin á
næstu dögum og ákveða hvort
þeir haldi áfram að þrýsta á
stjórnvöld um að mæta kröfum
skólans. hallurmar@mbl.is
Í óvissu við
skólasetningu
Kennsla gæti í síðasta lagi hafist í
nóvember Skilningur á stöðu Hilmars
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Ósáttir Nemendur gengu yfir á
Vinnumálastofnun fyrr í vikunni og
skráðu sig atvinnulausa.
Lokahnykkur
söfnunarátaksins
„Á allra vörum“
fór fram í gær-
kvöld. Í ár er
safnað fyrir
Neistann, sem er
styrktarfélag
hjartveikra barna
og fjölskyldna
þeirra.
Landsþekktir skemmtikraftar,
þeirra á meðal Páll Óskar Hjálmtýs-
son, komu fram í þágu málstaðarins í
skemmtidagskrá sem var sýnd í
beinni útsendingu á SkjáEinum og á
mbl.is. Þegar Morgunblaðið fór í
prentun hafði tekist að safna 15
milljónum og 800 þúsund krónum.
Vel heppn-
uð söfnun
Páll Óskar
Egill Ólafsson
Hallur Már
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra segir að heildarlög um stjórn
fiskveiða verði ekki afgreidd á sept-
emberþinginu. Þetta þýðir að leggja
verður frumvarpið eða breytt frum-
varp fram að nýju á þinginu sem
hefst í október.
Jóhanna sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það hefði aldrei verið
stefnt að því að klára afgreiðslu
frumvarpsins á septemberþinginu.
„Frumvarpið er núna í sjávarútvegs-
og landbúnaðarnefnd. Verið er að
fara yfir umsagnir og síðan munum
við skoða hvernig málinu verður
fram haldið á októberþinginu.“
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins situr í sjávarútvegs-
og landbúnaðarnefnd. Hann segir al-
veg ljóst að frumvarpið þurfi að taka
miklum breytingum áður en það
verði lagt fyrir þingið að nýju í ljósi
þeirra umsagna sem hafi verið lagð-
ar inn.
Ríkisstjórnin á villigötum
„Þetta verklag ríkisstjórnarinnar
og frumvarpið hefur fengið þvílíka
falleinkunn. Aldrei hefur verið jafn
breið andstaða við breytingar í sjáv-
arútvegi. Bæði launþegar og at-
vinnurekendur, ASÍ, fjármálastofn-
anir og Samtök atvinnurekenda eru
sammála um að ríkisstjórnin sé á
villigötum. Auðvitað vonar maður að
þetta fólk sem hefur haldið því stað-
fastlega fram að róttækar breyting-
ar séu nauðsynlegar og hefur haldið
því fram að hægt sé að gera það með
einföldum hætti á borð við fyrning-
arleið, átti sig á því að þjóðarhags-
munir felist í því að fara varlega.
Það sem er alvarlegt er að þessar
hugmyndir hafa komið í veg fyrir
fjárfestingu í greininni,“ segir Jón.
Frumvarp lagt fram að nýju
Forsætisráðherra segir að skoðað verði í október hvernig sjávarútvegsfrum-
varpinu verður fram haldið „Frumvarpið hefur fengið þvílíka falleinkunn“
Jóhanna
Sigurðardóttir
Jón
Gunnarsson
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Breytingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu eru flokksráðsmönnum
Vinstri-grænna ofarlega í huga á
flokksráðsfundi flokksins sem hófst
síðdegis í gær. Í tillögu stjórnar VG
að ályktun um stuðning við ríkis-
stjórnina kemur m.a. fram að mik-
ilvægt sé að ljúka vinnu við breyt-
ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu
þar sem óumdeild yfirráð þjóð-
arinnar á nytjastofnun á Íslands-
miðum verði tryggð og meint eign-
arréttarlegt samband útgerða á
nytjastofnun landsins verði rofið.
Mikil óánægja var á fundinum með
umsagnir Landsbankans og nokk-
urra hagsmunaaðila um sjávar-
útvegsfrumvarpið, þó var óánægjan
með umsögn ASÍ áberandi mest.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, formað-
ur sjávarútvegs- og landbúnaðar-
nefndar, sagði Landsbankann haga
sér eins og eiturlyfjasjúkling sem
heimtaði meira dóp.
Tveir mánuðir eru þar til Lands-
fundur VG verður haldinn. Mark-
miðið með flokksráðsfundinum er
m.a. að hefja vinnu við að móta fram-
tíðarstefnu flokksins. Í gær voru
lagðar fram tillögur að ályktunum
flokksins sem verða afgreiddar í
dag. Í ræðu sinni í gær sagði Katrín
Jakobsdóttir, varaformaður og for-
maður flokksráðs, að nú þegar kjör-
tímabilið væri hálfnað væri rétti tím-
inn fyrir vinstri-græna að skoða
hvaða mál flokkurinn ætti að setja á
oddinn síðari hluta kjörtímabilsins.
Lítið fjallað um ESB
Í tillögum stjórnarinnar kom m.a.
fram að leggja þyrfti áherslu á að
ríkisstjórnin stæði vörð um eign
þjóðarinnar á orkuverum og orku-
auðlindum. Þá kom fram tillaga um
að virkjanahugmyndir í neðri hluta
Þjórsár yrðu settar í biðflokk vegna
skorts á rannsóknum. Óánægja var
meðal nokkurra fundarmanna um að
ekki væri minnst á aðildarviðræður
að Evrópusambandinu í þeim til-
lögum sem lagðar voru fyrir fund-
inn. Einn fundargesta kvartaði und-
an því að almennir flokksmenn í VG
fengju ekki nægileg tækifæri til að
fjalla um Evrópumálin. Þá var skor-
að á forystu flokksins að taka sem
fyrst afstöðu í aðildarmálinu.
Ætla að tryggja
þjóðareign auðlinda
Lilja Rafney líkti Landsbankanum við eiturlyfjasjúkling
Morgunblaðið/Eggert
Flokksráð Katrín Jakobsdóttir sagði að flokkurinn þyrfti að ákveða hvaða mál yrðu sett á oddinn út kjörtímabilið.
Forystumenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sluppu ekki við
gagnrýni á flokksráðsfundinum í gær. Guðmundur Magnússon, flokks-
ráðsmaður og formaður Öryrkjabandalags Íslands, gagnrýndi forystuna
harðlega fyrir rangar áherslur í velferðarmálum. Hann fullyrti að ekki hafi
orðið nein breyting á velferðarkerfinu síðan ríkisstjórn Vinstri grænna og
Samfylkingarinnar hafi tekið við. Guðmundur gekk svo langt að segja að
velferðarkerfið hafi jafnvel versnað frá tíð fyrri ríkisstjórnar.
„Núverandi ríkisstjórn er búin að rústa velferðarkerfinu,“ sagði Guð-
mundur. Hann sagði lífeyrisþega hafa mátt búa við mikla skerðingu rétt-
inda undanfarin misseri. Þetta væri hópur sem lægi vel við höggi og
mætti að sama skapi ekki við skerðingu réttinda.
Guðmundur óskaði eftir aðgerðum forystumanna flokksins og kallaði
eftir raunverulegri vinstristefnu.
„Búin að rústa velferðarkerfinu“
FORMAÐUR ÖBÍ KALLAR EFTIR ALVÖRU VINSTRISTEFNU