Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ýmsir kvartagjarnanundan um- ræðunni um Evr- ópusambandið hér á landi, en eiga í raun við að stuðn- ingsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu séu að fara halloka í rökræð- unni. Strax eftir fall bankanna haustið 2008 vildu sumir líta á þetta efnahagsáfall sem tæki- færi til að koma Íslandi um- ræðulítið inn í Evrópusam- bandið og beittu ótrúlegustu þvingunum til að ná sínu fram. Ísland er enn að glíma við af- leiðingar þessara ósvífnu póli- tísku klækjabragða og þau hafa verið landinu afskaplega dýrkeypt og dregið efnahags- erfiðleikana á langinn langt umfram það sem ástæða var til. Menn gengu ótrúlega langt í að misnota sér aðstæðurnar þegar Ísland átti í sem mest- um erfiðleikum og núverandi efnahags- og viðskiptaráð- herra lét eftirfarandi ummæli til að mynda frá sér fara í október 2008: „Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir.“ Nú, þegar rykið er að setj- ast og æ fleiri átta sig á að ekkert var til í yfirlýsingum af þessu tagi, nýtur málflutn- ingur talsmanna Evrópusam- bandsaðildar æ minni skiln- ings. Og þegar hallar undan fæti láta áróðursmennirnir eins og skýringin á skorti á stuðningi við þeirra sjónarmið sé skortur á umræðu. Þess vegna á, með ríkulegri fjár- hagsaðstoð frá Evrópusam- bandinu, að „upplýsa“ Íslend- inga um „kosti og galla“ aðildar. Menn geta rétt ímyndað sér hvort áherslan verður á kostina eða gallana í þeim „upplýsingum“. En þó að áróðursmenn Brussel láti iðulega sem upp- lýst umræða sé af skornum skammti er töluvert fjallað um þessi mál, ekki síst í Morgun- blaðinu. Í sumar hefur Morg- unblaðið til að mynda haft ánægju af að birta ýtarlegan og vandaðan greinaflokk Tóm- asar Inga Olrich um Evrópu- sambandið, sögu þess og þró- un, evruna og afleiðingar þess að Ísland gengi í sambandið. Tómas Ingi leiðir í greinum sínum að mestu hjá sér land- búnaðar- og sjávarútvegsmál, enda hafi bændur og samtök þeirra fjallað rækilega og af vandvirkni um landbúnaðarþátt- inn og flestum sé ljóst „að aðild að ESB myndi flytja stjórn sjávarauð- lindarinnar til sambandsins“. Um þetta deilir enginn í alvöru en með greinum sínum færir Tómas Ingi greinargóð rök fyrir því að burtséð frá þess- um ríku hagsmunum „sé aðild að Evrópusambandinu óráð“. „Það stríðir gegn hags- munum Íslendinga og vegur að sjálfstæði þjóðarinnar að færa samskipti við umheim- inn, sem eru fjöregg þjóðar- innar, undir erlenda valda- stofnun, sem Íslendingar hafa ekki og geta ekki haft áhrif á,“ segir Tómas Ingi og varar einnig við því að hættulegt væri fyrir þjóðina að taka upp evruna. Svar Evrópusam- bandsins við vanda hennar sé að efla stórlega samrunaferli þess með tilheyrandi framsali fullveldis til Brussel. Vönduð umræða um Evr- ópusambandið af því tagi sem Tómas Ingi Olrich hefur boðið lesendum Morgunblaðsins upp á er því miður mjög ólík þeirri umræðu sem ákafir stuðningsmenn aðildar hafa staðið fyrir. Þeir menn sitja fastir við sinn keip og boða enn að Evrópusambandið sé „töfralausn“ og vilja ekkert kannast við að evrusvæðið og Evrópusambandið allt séu í stórkostlegum vanda. Áróðursmenn Evrópusam- bandsaðildar hér á landi neita að horfast í augu við það sem allir aðrir viðurkenna, þar með taldir allir málsmetandi fræði- og stjórnmálamenn inn- an sambandsins sjálfs. Eng- um, utan þröngs hóps áköf- ustu aðildarsinna hér á landi, dettur í hug að fjalla um efna- hagsvanda Evrópusambands- ins af léttúð. Vandinn við umræðuna um Evrópusambandið hér á landi og mögulega aðild Íslands að því er að hér finnast stjórn- málamenn og „fræði“menn sem láta sig hafa það að af- vegaleiða umræðuna og telja tilganginn helga meðalið. Það sem svo gerir málið alvarlegt fyrir Íslendinga er að margir þessara hafa komið sér í þá stöðu, þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar, að geta þvingað fram viðræður um aðild Ís- lands að sambandinu og dreg- ið þær á langinn. Þessir menn bera mikla ábyrgð. Hið sama á við um þá sem leyfa þessu að eiga sér stað. Áróðursmenn fyrir ESB-aðild gætu lært mikið af vönduðum málflutningi Tóm- asar Inga Olrich} Umræðan og „töfralausnin“ Ö kumenn í Reykjavík ættu flestir að hafa tekið eftir búnaði sem komið hefur verið upp í kringum marga skóla borgarinnar þar sem þeir eru látnir vita á hvaða hraða þeir aka. Rannsóknir hafa sýnt að aðferðin hefur reynst afar vel til að draga úr umferðarhraða við ákveðin svæði. Það er í sjálfu sér mjög áhugavert, þar sem ökumenn geta með lítilli fyrirhöfn séð á hvaða hraða þeir aka. Tilraun af þessu tagi var gerð í Garden Grove, sem er 170 þúsund manna samfélag í Kaliforníu. Þar gafst fyrirkomulagið til að mynda mun betur en ef lögreglumenn vöktuðu skóla við upphaf og lok hvers dags og sektuðu þá sem voru yfir hraðamörkum. Með því að veita ökumönnum upplýsingar sem þeir höfðu þá þegar undir höndum náðist mun betri árangur en þegar beiskari meðulum á borð við fjársektir var beitt. Rökfræðin á bak við þessa hugmynd er sáraeinföld. Hún snýst um að veita fólki upplýsingar um hegðun sína og möguleika til að bregðast við og bæta hana. Í Hollandi og Þýskalandi hafa að sama skapi verið gerðar tilraunir síðasta áratuginn sem miða að því að bæta umferð- armenningu. Flestir myndu ætla að það væri aðgerð sem fæli í sér betri umferðarmerkingar og markvissara eftirlit. Raunin er þó að í bæjunum Drachten í Hollandi og Bohmte hafa verið gerðar tilraunir með því að taka niður allar umferðarmerkingar og öll umferðarljós. Nú er ég viss um að einhverjir súpi hveljur og ímyndi sér eitt allsherjar öngþveiti og sjái fyrir sér þær hræðilegu af- leiðingar sem eru vísar til að fylgja slíku glap- ræði. Staðreyndin er þó sú að í bænum Drach- ten (sem telur um 44 þúsund íbúa), þar sem tilraunin hófst árið 2003, hefur tekist að fækka umferðaróhöppum úr átta á ári niður í núll. Al- varlegum slysum fækkaði verulega þar sem gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og öku- menn fara nú göturnar af meiri varfærni en áður. Á sama hátt og tilkynningar um hraða náðu að draga úr hraðakstri ökumanna hefur aukin ábyrgð allra í umferðinni þau áhrif að hún verður öruggari. Á Englandi er verið að þróa umferðarmenninguna með svipuðum hætti á stöðum eins og Kent, Plymouth og Brighton. Í London hefur Boris Johnson borgarstjóri skorið upp her- ör gegn umferðarljósavæðingu í því markmiði að létta um- ferð borgarinnar. Allir sem hafa ekið um í Bandaríkjunum sakna þess að mega ekki beygja til hægri á umferðarljósum. Þetta er mikil hagræðing og auðvitað ætti að treysta fólki til þess að meta hvort öruggt sé að beygja til hægri á ljósum. Ein- hverra hluta vegna hafa íslensk stjórnvöld ekki treyst fólki til þess að hafa þennan hátt á og víða hefur jafnvel verið komið upp beygjuljósum á einfalda hægri beygju sbr. við KFC í Faxafeni. Annars fór ég nú bara að pæla í þessu þar sem um 2.300 stjórnmálafræðingar eru staddir hér á landi sem margir sérhæfa sig í að hafa vit fyrir öðrum. Hallur Már Pistill Gróflega vanmetin skynsemi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is K aup Huangs Nubos á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum hafa aftur vakið umræðuna um fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi en þar sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Í því sam- bandi má einnig minnast kaupa Svisslendingsins Rudolds Lamp- rechts á tveimur jörðum í Álftafirði árið 2009. Áður hafði hann keypt upp þær landareignir sem liggja að Heið- arvatni í Mýrdal eftir að sveitarfé- lagið nýtti sér ekki forkaupsrétt. Magnús Leópoldsson fasteigna- sali, sem hefur selt erlendum aðilum fasteignir í gegnum tíðina, segist hafa orðið var við mikla umræðu um kaup Huangs. „Ég finn að menn horfa svolítið öðruvísi á þetta. Margir hafa talað við mig þar sem sumar jarðir virðast heilagri en aðrar og Grímsstaðir á Fjöllum hefur einhvern sess,“ segir Magús Leópoldsson fasteignasali. „Það alla vega risu margir upp þegar átti að selja Valhöll.“ Fyrir um ellefu árum eða í byrj- un ágúst 2001 bárust fregnir af því að breskur auðkýfingur vildi kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum. Vildi hann greiða um 460 milljónir fyrir á verðlagi þess tíma. Þar sem félagið er sá um kaupin var skráð í Mónakó, sem ekki er aðili að EES-sam- komulaginu, þurfti það undanþágu til kaupanna. Dómsmálaráðuneytið hafnaði kaupunum. „Það er eina skiptið sem ég man til þess að hafi verið neitað um kaup,“ segir Magn- ús. Gott verð á íslenskum jörðum Magnús segir að það sé ekkert launungarmál að erlendir aðilar hafi sýnt kaupum á jörðum á Íslandi áhuga. Hann segir kollega sína er- lendis hafa upplifað þetta þannig að það sé gott verð hér á landi. Margar þessara jarða séu mikið veðsettar. Magnús á von á nokkrum breskum aðilum til landsins í því skyni að skoða hugsanlegar fjárfestingar. Þeir ætluðu reyndar að koma fyrr í sumar en héldu að sér höndum þegar fór að gjósa. „Svo eru þeir búnir að fá upplýsingar um að það sé ekki allt svart,“ segir Magnús sem bendir á að hingað til hafi verið allt öðruvísi hugsun á bak við jarðakaup. Það hljóti hins vegar að teljast jákvætt að fjárfestar séu að hugsa um uppbygg- ingu. Ráðherra að veita undanþágu Komið hefur fram að lagaum- hverfi geti verið flókið þegar kemur að fjárfestingu erlendra aðila. Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum á vatnsréttindi að Jökulsá á Fjöllum en einnig hefur komið upp að þar mætti mögulega bora niður á jarðvarma. Huang hefur sagt að hann muni stofna fyrirtæki á Íslandi utan um fjárfestingar sínar hér. Þar sem hann er frá Kína er hann utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en aðilar utan þess samnings hafa þrengri heimildir til fjárfestinga á Íslandi. Huang virðist því ekki ætla að fara inn bakdyramegin eins og Magma með því að stofnsetja fyrirtæki ann- ars staðar innan EES. Bryndís Helgadóttir, skrif- stofustjóri í innanríkisráðuneyt- inu, sagðist ekki tjá sig um einstök mál. Það væri hins vegar þannig að þegar aðili utan EES-svæðisins keypti fasteign þyrfti leyfi frá inn- anríkisráðherra, sem hefði sam- kvæmt lögum leyfi til að veita erlendum aðilum ut- an EES-svæðisins und- anþágu. Þar þyrfti að meta hvert mál sér- staklega. „Sumar jarðir virðast heilagri en aðrar“ Morgunblaðið/Ómar Þjóðarstolt Valhöll á Þingvöllum brann til kaldra kola 10. júlí 2010. Fjár- festir hafði hug á að kaupa hótelið fyrir nokkrum árum en var hafnað. Þegar rætt er um viðkvæmni fyrir jarðakaupum útlendinga má minnast orða forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, í Þjóðviljanum laugardag- inn 13. apríl 1991, í umræðu um EES-samninginn. Þar var rætt um ágreining innan ríkisstjórn- arinnar. „Alþýðuflokkurinn hefur ver- ið fylgjandi því að útlendingar ættu að hafa sama rétt og Ís- lendingar til að gerast bændur og kaupa jarðir hér á landi. Al- þýðubandalagið hefur al- gjörlega hafnað þessu innan ríkisstjórnarinnar, og Jóni Baldvini er mætavel kunnugt um það að ég mun aldrei samþykkja samning sem felur í sér að út- lendingar geti keypt Laxá í Aðaldal eða Hvamm í Dölum.“ Mættu ekki kaupa jarðir KAUP ERLENDRA AÐILA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.