Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Útvegsmenn sendu sjávarútvegsráðherra tilmæli
fyrr í sumar um að rússneskum frystiskipum yrði
bannað að landa karfa af Reykjaneshrygg og um-
skipa í flutningaskip í Hafnarfirði. Rússar eru
ekki aðilar að samningi um verulegan samdrátt í
karfaveiðum á þessum slóðum, en karfastofnar
þar hafa verið stórlega ofveiddir á síðustu árum.
Útgerðarmenn gagnrýna afskiptaleysi ráð-
herra harðlega og telja það skjóta skökku við að
leyfa þessi viðskipti á sama tíma og talað sé um
sjálfbærni veiða og að Íslendingar vilji líta á sig
sem ábyrga fiskveiðiþjóð.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins komu fleiri
ráðherrar en sjávarútvegsráðherrar að málinu og
á endanum var ákveðið að banna ekki landanir
rússnesku skipanna í Hafnarfirði. Mun einkum
hafa verið litið til margvíslegra hagsmuna bæjar-
ins í þessu sambandi.
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í gær að hann
vildi aðeins segja um þetta mál, að engin lög og
engar alþjóðlegar reglur skylduðu ráðuneytið til
að setja á löndunarbann eða banna þjónustu við
þessi skip. Hins vegar væru þessi mál til stöð-
ugrar skoðunar.
Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu lönd-
uðu sautján rússneskir frystitogarar og verk-
smiðjuskip 37 sinnum í Hafnarfirði á tímabilinu
frá 1. maí til 1. ágúst í sumar. Samtals var afli
skipanna um 21 þúsund tonn af karfa upp úr sjó.
Stofnar í stórhættu
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ, segir það ótrúlegt að stjórnvöld skuli ekki
hafa tekið á þessu máli. Íslendingar hafi gefið
mikið eftir af sínum karfaafla til að ná sam-
komulagi um veiðarnar við Grænlendinga, Norð-
menn og Evrópusambandið. Rússar hafi ekki ver-
ið aðilar að samkomulaginu og síðan tekið sér
aflaheimildir í ár langt umfram það sem eðlilegt
hefði mátt telja.
„Á sama tíma eru þeir beinlínis gerðir út frá
Íslandi og hafa hér bækistöð,“ segir Friðrik.
„Þrátt fyrir eindregin tilmæli okkar tekur ráð-
herra ekki ákvörðun um að banna þessar landanir
þó svo að vitað sé að veiðarnar grafi undan stofn-
um, sem eru í stórhættu. Það tekur enginn mark á
okkur sem ábyrgri fiskveiðiþjóð ef við högum okk-
ur svona.“
Friðrik segir talsverðan mun á veiðum á
makríl og þessum karfaveiðum. Um makrílinn
hafi ekki náðst samkomulag og því sé sjálfkrafa
óheimilt fyrir erlend skip að landa makríl í ís-
lenskum höfnum. Þó sé á því undantekning ef
ráðherra veiti til þess sérstakt leyfi.
Varðandi karfann liggi samn-
ingur fyrir þó svo að Rússar
séu ekki aðilar að honum og
hafi mótmælt samningnum.
Í slíku tilviki þurfi ráðherra að
banna landanir, en það hafi
sjávarútvegsráðherra því miður ekki fengist til að
gera.
Mikilvægur þáttur
Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, segir viðskipti við rússnesk skip mik-
ilvægan þátt í rekstri hafnarinnar. Það eigi ekki
aðeins við höfnina heldur allt efnahagslíf bæjar-
ins, því rússnesk skip komi þangað á öllum tímum
ársins. Þeir eigi ekki aðeins viðskipti við höfnina
heldur einnig veiðarfæragerðir og smiðjur og
kaupi kost fyrir áhafnir í Hafnarfirði. Hann kann-
ast ekki við að bæjaryfirvöld hafi beitt stjórnvöld
þrýstingi til að banna ekki þessar komur Rúss-
anna.
Þegar frystiskipin komu til Hafnarfjarðar í
vor og sumar var karfanum ýmist skipað á land
eða fluttur yfir í rússnesk flutningaskip. Verka-
lýðsfélagið Hlíf taldi að það væri á verksviði Ís-
lendinga að landa og umskipa frosnum karfanum
þar sem skipverjar rússnesku skipanna kæmu frá
landi utan Schengen.
Að fengnu áliti Vinnumálastofnunar og Út-
lendingastofnunar var það niðurstaðan að Rúss-
arnir hefðu heimild til að umskipa afla milli
tveggja rússneskra skipa. Íslenskir hafnarstarfs-
menn ættu hins vegar að sjá um að landa karf-
anum; hafnarbakkinn hafi í rauninni verið Schen-
gen-strikið.
Guðmundur Rúnar segir að einmitt á þennan
hátt hafi verið unnið í Hafnarfirði.
Vildu banna landanir Rússa
Rússar ekki aðilar að samningi um karfaveiðar Notuðu Hafnarfjörð sem
bækistöð vinnslu- og flutningaskipa LÍÚ gagnrýnir afskiptaleysi ráðherra
Morgunblaðið/Jim Smart
Floti Rússnesk skip í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Á þriggja mánaða tímabili í sumar lönduðu
Rússar karfa af Reykjaneshrygg 37 sinnum í Hafnarfirði. Viðskiptin skipta bæjarfélagið miklu máli.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
TILBOÐ
TORTILLA M/OSTI OG
SKINKU, BORIÐ FRAM
M/SALATI. ÁÐUR 690.-
NÚ 390.-
TILBOÐIÐ GILDIR DAGANA 25. ÁGÚST - 4. SEPT.
ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík
sími 522 4500 www.ILVA.is
einfaldlega betri kostur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Franskir vísindamenn reyna að
skýra aðstæður og þróun yfirborðs
Mars með rannsóknum á íslenskum
söndum. Töluverð líkindi eru með
aðstæðum á sandauðnum á Íslandi
og Mars.
Talið er að jarðvegur á Mars sé
að mestu leyti úr basalti. Reiki-
stjarnan er mjög eldbrunnin og
auðnin ein. Ólafur Arnalds, prófess-
or við Landbúnaðarháskóla Íslands,
vinnur að rannsóknunum með
frönsku vísindamönnunum. Hann
segir að miklir sandstormar geysi á
Mars og efnasamsetning sandanna
um margt svipuð og á svörtu sönd-
unum á Íslandi. Þar finnist til dæm-
is háar vindöldur eftir þróun sem
staðið hefur yfir í margfalt lengri
tíma en á íslensku söndunum.
Vísindamennirnir hafa komið
hingað þrjú haust til sýnasöfnunar
með Ólafi og samstarfsfólki hans.
Þeir hafa einbeitt sér að Dyngju-
sandi norðan Vatnajökuls og
Lambahrauni við Hagavatn sunnan
Langjökuls. Hafa þeir birt grein um
efnafræði og bergfræði þessara
sanda í vísindatímariti og segir
Ólafur að hún bæti töluverðu við
þekkingu á þessu sviði. Önnur
grein kemur í kjölfarið í öðru tíma-
riti.
Söndunum svipar til Mars
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sandur Sandstormar móta landið. Þar er uppspretta mikils hluta rykisins.
Franskir og íslenskir vísindamenn rannsaka svarta sanda
á hálendi Íslands til að skýra aðstæður á Mars
Eftir viðræður árum saman um stjórnun veiða
á úthafskarfa á Reykjaneshrygg náðist sam-
komulag á milli Íslands, Grænlands, Færeyja,
Evrópusambandsins og Noregs í mars síðast-
liðnum. Fulltrúar Rússlands mættu ekki til
fundarins, en viðræður um þessar veiðar
höfðu staðið árum saman. Samkomulagið
gildir út árið 2014.
Í frétt á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytis-
ins segir m.a.: „Ástand úthafskarfastofnanna
hefur í mörg ár verið alvarlegt og veiðar verið
langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsókna-
ráðsins (ICES). Samkomulagið felur í sér að
engin veiði verður úr efri stofni úthafskarfans
en miðað er við að afli ársins 2011 úr neðri
stofni verði 38 þúsund tonn.
Stefnt er að því að árið 2014 verði aflinn
í samræmi við ráð-
gjöf. Ennfremur var
ákveðin skipting
heildaraflamarks á
milli ríkjanna og koma
31,02% í hlut Íslands.“
38 þúsund tonn
ALVARLEGT ÁSTAND KARFASTOFNA
Rekstur Landspítala var innan fjár-
heimilda fyrstu sex mánuði ársins
2011 og í fullu samræmi við fjárlög
ríkisins, að því er kemur fram í pistli
Björns Zoëga, forstjóra Landspít-
ala, á vef spítalans í gær.
Segir Björn að á þessu hálfa ári
hafi náðst að spara helming af þeim
rúmu 700 milljónum sem krafa var
um á heilu ári og raunar sé níu millj-
óna króna tekjuafgangur af rekstr-
inum á fyrri hluta ársins.
Björn segir að hafin verði funda-
herferð á næstu dögum með starfs-
mönnum „þar sem þemað verður
hvernig við getum hugað enn betur
að öryggi sjúklinga og haldið áfram
að bæta vinnulag þeim til hagsbóta.
Fundir þessir verða auglýstir innan
ykkar vinnusviða nú á næstu vikum
og það væri ánægjulegt að sem flest-
ir gætu séð sér fært að mæta þann
klukkutíma sem verður farið í gegn-
um þessa hluti og unnið með þetta“,
segir hann.
Morgunblaðið/Eggert
Erfitt Mikill niðurskurður hefur
verið á Landspítalanum undanfarið.
Landspítalinn
rekinn innan
fjárheimilda
Níu milljóna tekju-
afgangur af rekstri
Lögreglan í Hafnarfirði leitar nú
tveggja manna sem taldir eru hafa
ekið bíl upp að barni að kvöldi mið-
vikudagsins 24. ágúst í Setbergi í
Hafnarfirði. Mennirnir buðu
barninu að koma upp í bílinn á
þeirri forsendu að þeir ætluðu að
aka því til slasaðrar móður þess á
sjúkrahúsi.
Barnið trúði sögu mannanna ekki
heldur tók til fótanna.
Lögreglan í Hafnarfirði vill koma
því á framfæri við foreldra að þeir
brýni fyrir börnum sínum að fara
ekki upp í bíl hjá ókunnugum.
Leita manna sem
buðu barni upp í bíl