Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Yfirlitssýningin á verkum Gústavs Geirs
Bollasonar verður opnuð á Akureyrarvöku í
dag kl. 15.00 í Listasafninu á Akureyri. Gústav
Geir Bollason er Akureyringur. Hann stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1987-89, Magyar Képzömüveszeti Egyetem í
Búdapest 1989-90 og lauk DNSEP gráðu við
Ecole Nationale d’Art í Frakklandi árið 1995.
Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum hér heima og erlendis og haldið tíu
einkasýningar. Yfirlitssýningin er sýning hans
til þessa. Gústav er einn af stofnendum Verk-
smiðjunnar á Hjalteyri og situr í stjórn henn-
ar.
Aðpurður hvort honum finnist sýningin vera
einskonar endapunktur svarar Gústav Geir því
til að það sé öðru nær, enda spanni sýningin
ekki allan hans feril, víst nái hún yfir frekar
stórt tímabil, á sýningunni eru verk sem
spanna rétt rúm tíu ár, en ferill hans nái
lengra aftur og enn sé tölvuvert eftir.
Gústav valdi sjálfur verk inn á sýningua og
valdi eftir sínum löngunum, eins og hann lýsir
því. „Það er þannig töluvert af nýlegum verk-
um og verk sem ég hef ekki sýnt áður, heill sal-
ur af þannig verkum frá síðustu tíu árum, en
eitt verkanna á sýningunni er frá síðustu öld,“
segir hann en sýningin er í þremur stórum söl-
um og einum litlum. Þetta er nokkuð þétt, en
ekki of þétt, þarna kemur ýmislegt saman eins
og ég vinn, vídeó- og ljósmyndaverk mjög mik-
ið af teikningum og innsetningar sem tengjast
þeim og renna saman.“
Gústav hefur verið iðinn við að sýna á óhefð-
bundum stöðum og hann hefur gert ýmsar til-
raunir og honum finnst því nokkuð sérstakt að
vera að hengja verk upp í safni. „Það kemur á
óvart að þó þetta séu sumpart ólíkar hliðar á
mér sjónrænt þá raðast þetta vel saman, það
er eitthvað sem tengir þetta saman. Þegar ég
skoða þetta líka sjálfur þá hallast ég að því að
þetta gefi mér ákveðna vísbendingu um fram-
haldið, ég get fundið ýmislegt út úr því, þetta
getur hjálpað mér mikið,“ segir Gústav og
hlær.
Yfirlitssýningin á verkum Gústavs Geirs
Bollasonar verður opnuð á Akureyrarvöku í dag
Yfirlit Gústav Geir Bollason leggur undir sig
þrjá stóra sali og einn lítinn. Tengsl Án titils, 2000-2001. (Au clair de lune.)
Eitthvað tengir þetta saman
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Nú stendur í Reykjavík djasshá-
tíð, Reykjavík Jazz Festival, sem
hófst 20. ágúst síðastliðinn og
stendur til 3. september. Segja má
að þó það sé sitthvað eftir af há-
tíðinni sé hápunktur hennar nú
um helgina, enda leikur þá góður
gestur frá heimalandi djassins,
Bandaríkjunum, aukinheldur sem
íslenskar djassstjörnur láta í sér
heyra.
Einn helsti djasspíanisti
heims í Norðurljósasal Hörpu
Meðal helstu atriða á djasshátíð
Reykjavíkur er panamíski píanó-
leikarinn Danilo Pérez sem heldur
tónleika í Norðurljósasal Hörpu í
kvöld kl. 20.00, en hann er al-
mennt viðurkenndur sem einn
helsti djasspíanisti heims um þess-
ar mundir.
Danilo Pérez fæddist í Panama
og ólst þar upp. Hann komst á
bragðið með tónlist hjá föður sín-
um, sem var hljómsveitarstjóri og
söngvari, en lærði síðan klassískan
pínaóleik við tónlistarskóla í Pa-
nama. Hann stundaði síðan nám í
djasspíanóleik við Berklee-
tónlistarskólann og settist að í
Bandaríkjunum í framhaldinu. Á
námsárunum spilaði hann með
ýmsum stórmennum djasstónlist-
arsögunnar, eins og Dizzy Gilles-
pie, Jack DeJohnette, Charlie Ha-
den, Joe Lovano, Tito Puente,
Gary Burton, Wayne Shorter, Jon
Hendricks, Paquito D’Rivera og
Wynton Marsalis, en Pérez var
um tíma í hljómsveit Marsalis.
Áhrifa frá þessum djasshetjum
gætir í tónlist Peréz, þó helst frá
Gillespie og Thelonious Monk,
sem Perés hyllti á skífunni Pana
Monk og kom út 1996. Djassinn
sem Peréz spilar er annars blanda
af djassi og suðuramerískri tón-
list, en hann kryddar líka tónlist-
ina með ýmsum hugmyndum víðar
að. Með Peréz leika Ben Street á
bassa og Adam Cruz á trommur.
Laugardagur
Íslenskir tónlistarmenn leika
líka á Djasshátíðinni í dag. Í Nor-
ræna húsinu er boðið upp á djass
fyrir þá allra yngstu kl. 13.00, en
þá verður sýnt stutt leikrit eftir
Hauk Gröndal fyrir börn á leik-
skólaaldri. Orri Huginn Ágústsson
heimsækir þá litla hljómsveit og
leiðir börnin inn í töfraveröld tón-
listarinnar. Hljómsveitina skipa
Haukur Gröndal á saxófóna, klar-
ínett og flautu, Pétur Grétarsson
á trommur og slagverk og Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson á
kontrabassa. Aðgangur er ókeyp-
is.
Þeir Eyþór Gunnarsson og Dav-
íð Þór Jónsson halda svo sameig-
inlega tónleika í Norðurljósasal
Hörpu kl. 15.00. Þeir léku fyrst
saman á Jazzhátíð Reykjavíkur
fyrir tveimur árum þegar þeir
tóku þátt í einleikstónleikum ís-
lenskra djasspíanista, en sá dúett
var reyndar frekar óvænt uppá-
koma en skipulagðir tónleikar.
Skúli Sverrisson heldur tónleika
í Þjóðmenningarhúsinu á sama
tíma, kl. 15.00, en verður einn á
ferð. Á þeim tónleikum hyggst
hann mestmegnis spila nýtt efni
en líka lög af Seríuplötum sínum.
Sunnudagur
Danilo Pérez heldur opna æf-
ingu í Kaldalónssal Hörpu kl.
14.00 á sunnudag, en þá mun hann
leika tóndæmi og spjalla um tón-
list sína.
Seinna um daginn verður fluttur
gullaldardjass kl. 17.00 í Þjóð-
menningarhúsinu, en þá troða upp
Secret Swing Society og Django-
jazztríóið. Sérstakur gestur verður
Sigríður Thorlacius.
Secret Swing Society er rúm-
lega hálf-íslenskur kvintett sem
starfað hefur í Hollandi, skipaður
Andra Ólafssyni á kontrabassa,
Grími Helgasyni á klarinett, lithá-
enska trompetleikaranum Dom-
inykas Vysniauskas, franska gítar-
leikaranum Guillaume Heurtebize
og píanistanum Kristjáni Tryggva
Martinssyni sem leikur reyndar á
harmonikku. Magnús Trygvason
Eliassen leikur á trommur með
kvintettnum og einnig birtist
hornaflokkur.
Djangojazztríóið er hljómsveit
Gunnars Hilmarssonar gítarleik-
ara, en auk hans eru í sveitinni
Leifur Gunnarsson á kontrabassa,
Jóhann Guðmundsson á gítar og
Dan Cassidy á fiðlu, aukinheldur
sem Sigríður Thorlacius syngur
með sveitinni, líkt og reyndar með
Secret Swing Society.
Kl. 20.00 um kvöldið flytja þeir
Tómas R. Einarsson bassaleikari
og Matthías MD Hemstock slag-
verksleikari lagaflokkinn Streng í
Norræna húsinu. Verkið er fyrir
kontrabassa, slagverk, vatnshljóð
og vídeó og var frumflutt á
Listahátíð í Reykjavík í vor og
eins hefur það verið flutt vestur í
Dölum.
Lokadjassskammtur helgar-
innar verður svo í boði Jóels Páls-
sonar sem hyggst flytja tónlist af
plötunni Hor, sem var meðal ann-
ars valin djassplata ársins á ís-
lensku tónlistarverðlaununum
2011 auk þess sem Jóel var til-
nefndur til tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs. Horna-
flokkurinn er skipaður þeim Jóel
Pálssyni á tenórsaxófón, Snorra
Sigurðarsyni á trompet, Eyþóri
Gunnarssyni á rhodes piano og
mini moog, Davíð Þór Jónssyni á
Hammond-orgel og rafbassa og
Einari Scheving á trommur.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Djasshátíð Danilo Pérez leikur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld og heldur opna æfingu í Kaldalóni á morgun.
Hápunktur djasshátíðar um helgina
Danilo Pérez heldur tónleika á laugardag og opna æfingu á sunnudag Íslenskir djasstónlistar-
menn standa í stórræðum Suður-amerískur djass, píanóspuni, seríumúsík og gullaldardjass
Píanó Eyþór leikur með Davíð Þór.
Dúett Davíð Þór leikur með Eyþóri.
Seríur Skúli Sverrisson spilar mestmegnis nýtt efni.
Gullaldardjass Sigríður Thorlacius.