Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Kistufell
Gunnlaugsskarð
Hábunga
Laufskörð
Móskarðahnúkar
Hátindur
Bílastæði við Mógilsá
Virkið
Einarsmýri
Skálatindur
Eyrarfjall
sunnudaginn 28. ágúst
Ferðafélag Íslands og Valitor bjóða til Esjudagsins 2011
• Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna
• Aðgangur ókeypis í allar göngur og viðburði
Nánari upplýsingar
um dagskrá
á www.fi.is
Ratleikur - 100 þúsund krónum hefur verið komið fyrir
í 20 fjársjóðspokum í Esjuhlíðum (5.000 kr. á hverjum stað).
ESJUDAGURINN 2011
Le
itin
ad silfri Egils
Verslunin Fjallakofinn kynnir útivistarvörur
Esjustofa – Útigrill og gómsætir fjallaréttir. Opið allan daginn.
Gestabók Ferðafélagsins
Allir sem rita nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni
eða í „Fyrstu búðum“ lenda í potti.
Glæsilegir vinningar s.s. ferð með FÍ, útivistarvörur frá Fjallakofanum
og miði fyrir tvo á tónleika í Hörpu.
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Stefnt er að hallalausum fjárlögum
árið 2013 eða 2014. Þetta sögðu Jó-
hanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra og Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra þegar þau ræddu
við blaðamenn í gær í tilefni að því að
formlegu samstarfi við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn er lokið. Samkvæmt
áætlun sem lögð var til grundvallar
þegar núverandi flokkar hófu sam-
starf í febrúar 2009 var gert ráð fyrir
hallalausum fjárlögum árið 2013.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti 19.
nóvember 2008 að óska eftir aðstoð
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en þá
höfðu allir þrír stærstu viðskipta-
bankar landsins hrunið og gríðarleg-
ur vandi blasti við í efnahagsmálum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti upp
skrifstofu hér á landi og starfsfólk í
Washington, þar sem eru höfuð-
stöðvar bankans, fékk það skil-
greinda verkefni að fylgjast með og
aðstoða Ísland. Sjóðurinn lánaði Ís-
landi mikla fjármuni til að landið
gæti staðið við skuldbindingar sínar.
Náðum öllum markmiðum
okkar
„Ég held að það sé óhætt að segja
að öll helstu markmið áætlunarinnar
hafi náð fram. Þá erum við að tala
um efnahagslegan stöðugleika, að-
lögun ríkisútgjalda að þeim aðstæð-
um sem við höfum búið við, endur-
reisn fjármálakerfisins og endur-
reisn trúverðugleika á íslensku
efnahagslífi, sem er hvað mikilvæg-
astur,“ sagði Jóhanna.
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
samþykkti í Washington í gær síð-
ustu endurskoðun
efnahagsáætlunar Íslands sem
þar með varð fyrsta ríkið til að út-
skrifast úr slíkri áætlun í
yfirstandandi alþjóðafjármála-
kreppu. Jóhanna sagði að Ísland
hefði útskrifast „með láði“. Alþjóða-
samfélagið hefði viðurkennt að Ís-
land hefði náð árangri og tekist hefði
að skapa traust.
„Það er langt síðan ég ákvað að
fagna þessum degi, kannski framan
af vegna þess að ég vænti þess að
samstarfið við AGS væri búið að
reyna þannig á þolrifin á okkur að
maður yrði þeirri stundu fengnastur
þegar þeir færu. En það eru dálítið
aðrar tilfinningar í mínum huga í dag
vegna þess að samstarfið við þetta
ágæta fólk hefur á flestan hátt verið
mjög árangursríkt og uppbyggilegt,“
sagði Steingrímur um þessi tímamót.
Steingrímur tók fram að fram-
kvæmd áætlunarinnar hefði hvílt á
okkar herðum og hann lagði áherslu
á að áfram þyrfti að taka fast á og
snúa hallarekstri ríkissjóðs í af-
gang.
Endurskoða markmið
Samkvæmt áætlun í ríkisfjármál-
um átti að skila jákvæðum frum-
jöfnuði á ríkissjóði í ár, þ.e. mis-
munur á tekjum og gjöldum án
vaxtagjalda. Steingrímur sagði að
það myndi væntanlega takast á
rekstrargrunni en kannski tæplega á
greiðslugrunni. Áætlunin gerir jafn-
framt ráð fyrir hallalausum rekstri
ríkissjóðs árið 2013. Steingrímur
sagði að alltaf hefði verið gert ráð
fyrir því að efnahagsáætlunin yrði
endurskoðuð. Það hefði verið gert
2009 og 2010. Það þyrfti að taka tillit
til útgjalda vegna kjarasamninga frá
því í vor. Að öðru leyti yrði ekki mik-
ið frávik frá því sem að var stefnt.
„Við erum að stefna á hallalaust fjár-
lög 2013-2014, nokkurn vegin á þeim
tímamótum sem að var stefnt.“
Hallalaus ríkissjóður 2013 eða 2014
Formlegu samstarfi Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er lokið með endurskoðun síðustu áætlunar
Leiðtogar stjórnarflokkanna segja að tekist hafi að ná öllum markmiðum efnahagsáætlunarinnar
Morgunblaðið/Ernir
Lokið Samstarfi Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn lauk formlega í gær. Forsætis-, fjármála- og efnahags- og við-
skiptaráðherra og aðstoðarseðlabankastjóri kynntu sjöttu endurskoðun samkomulagsins á blaðamannafundi.
Bæði Árni Páll Árnason efna-
hags- og viðskiptaráðherra og
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segja að það hafi
verið mikilvægt að kynnast
þeim öguðu og faglegu vinnu-
brögðum sem Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn stundaði. Árni Páll
sagði nauðsynlegt að innleiða
þau á sem flestum sviðum.
Steingrímur sagði að starfsfólk
AGS á Íslandi færi ekki strax úr
landi. Ísland skuldaði sjóðnum
talsvert mikla peninga og sjóð-
urinn myndi áfram fylgjast með.
Öguð vinnu-
brögð AGS
FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG
VIÐSKIPTARÁÐHERRA