Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er allt á fullu,“ segir Björn Ey- steinsson, fyrirliði og þjálfari brids- landsliðsins sem undirbýr sig nú fyr- ir baráttuna um Bermúdaskálina, sjálfa úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins, sem verður í Hollandi seinni hlutann í október. Undirbúningurinn felst annars vegar í líkamsrækt og hins vegar í æfingum og keppni við spilaborðið og er hvergi slegið slöku við. Mikilvæg æfingamót Í gær hófst æfingamót á Grand hótel og lýkur því á morgun. Keppni stendur yfir frá klukkan 10 til 22 í dag og frá kl. 10 til 18 á morgun. 10 landsliðsmenn frá Noregi og Dan- mörku taka þátt í mótinu, en Björn segir mikilvægt að landsliðsmenn- irnir fái tækifæri til að spila við svona sterka spilara á undirbúnings- tímanum því ekki sé nóg að spila ein- göngu við Íslendinga sem séu næstir landsliðinu í getu. Vissulega hefðu menn vilja spila oftar við erlenda landsliðsmenn en ekki verði á allt kosið. „En þetta er góð og mikil við- bót og á þessu móti er líkt eftir spila- fjöldanum sem verður spilaður í Hollandi,“ segir Björn. Um miðjan september verður síð- an samskonar mót og um þessa helgi en með öðrum erlendum spilurum. Samhliða því verður sérstakt mót til að minnast árangursins fyrir 20 ár- um. Á meðal keppenda verður sænskt par sem var í sænsku sveit- inni sem Ísland vann í undan- úrslitum á HM 1991 og hugsanlega einhverjir úr pólsku silfursveitinni frá sama tíma. Áður en farið verður til Hollands verður síðan mót á sunnudegi með íslenskum sveitum. Fjórir af sex spilurum landsliðsins spila auk þess í bikarkeppninni sem lýkur um aðra helgi í september. Heimsmeistaramótið verður sett 15. október og daginn eftir hefst barátta 22 þjóða um Bermúdaskál- ina. Fyrri vikuna spila allar sveitir innbyrðis og síðan halda átta efstu sveitirnar áfram í útsláttarkeppni, þar sem hver leikur tekur tvo daga. Setja markið hátt Fyrir 20 árum varð Ísland heims- meistari í brids í Yokohama í Japan. Það var fyrsti heimsmeistaratitill Ís- lands í hópíþrótt og vakti hann að vonum athygli. Íslenska liðið tryggði sér Bermúdaskálina eftir úrslitaleik við Pólverja sem stóð yfir í þrjá daga og lauk 11. október 1991. Fjórir í hópnum núna voru á efsta stalli fyrir tveimur áratugum og reynslunni ríkari setja menn stefnuna á topp- inn. „Menn fara náttúrlega í þetta til þess að ná hámarks árangri,“ segir Björn. „Það er líka gaman að við skulum vera komnir aftur á þennan stað, að spila til úrslita í heimsmeist- aramótinu.“ Björn minnir á að brids sé hátt skrifað í Evrópu og þaðan komi iðu- lega fimm til sex sveitir í úrslita- keppni heimsmeistaramótsins en 10 til 12 sveitir af um 40 geri tilkall til þessara úrslitasæta. Keppnin sé því hörð og nú hafi sex Evrópuþjóðir tryggt sér þátttöku auk gestgjafa Hollands. Tvær sterkar sveitir komi frá Bandaríkjunum, sveitirnar verði stöðugt sterkari í Asíu og Ástralía, Nýja Sjáland og Brasilía, sem hafi meðal annars orðið ólympíumeistari, tefli fram mjög sterkum landsliðum. „Þetta eru allt sterkar þjóðir og það verður gaman að takast á við þessa bestu,“ segir Björn. „Fyrsta mark- miðið hjá okkur er að komast í átta liða úrslitin og við hugsum ekki lengra að svo stöddu.“ Undirbúningurinn og þátttakan kostar sitt en Björn segir að lands- liðið njóti velvildar margra og vonir standi til þess að niðurskurður ríkis- ins verði ekki meiri en til annarra. Baráttan um Bermúdaskálina  Landsliðið í brids undirbýr sig af kappi fyrir úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem verður í Hollandi í október  20 ár síðan íslenska sveitin varð heimsmeistari í brids og tryggði sér skálina Morgunblaðið/Eggert Landsliðið í brids Frá vinstri: Björn, Aðalsteinn, Þorlákur, Magnús, Jón, Sigurbjörn og Bjarni. HM í 40. sinn » Heimsmeistarakeppnin í sveitakeppni í brids, keppnin um Bemúdaskálina, fer nú fram í 40. sinn og verður haldin í Veldhoven í Hollandi 15. til 29. október 2011. Keppnin fór fyrst fram 1950 og hefur fyrirkomulagið breyst mikið síðan. » Frá Evrópu koma sveitir frá Ítalíu, Póllandi, Ísrael, Íslandi, Svíþjóð, Hollandi og Búlgaríu. » Aðrar sveitir koma frá Bandaríkjunum (2), Kanada, Brasilíu, Síle, Indlandi, Pak- istan, Guadeloupe, Kína, Jap- an, Singapore, Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Egyptalandi og Suð- ur-Afríku. » Bandaríkin eiga titil að verja frá keppninni í Sao Paolo í Brasilíu fyrir tveimur árum. Heimsmeistarar Íslenska sveitin fagnar sigrinum í Japan 1991. Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.