Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan í Reykjavík | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11 hefst
með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga
og fullorðna. Einnig er boðið upp á
biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta
kl. 12. Eric Guðmundsson prédikar.
Aðventkirkjan Vestmannaeyjum |
Samkoma í dag, laugardag, kl. 11.
Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og
fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. Bein
útsending frá kirkju aðventista í
Reykjavík. Eric Guðmundsson prédikar
þar.
Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum |
Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í
Reykjanesbæ hefst með biblíu-
fræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Einar
Arason prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Sam-
koma á Selfossi í dag, laugardag, kl.
10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn
og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11.
Þóra Jónsdóttir prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði |
Samkoma í Loftsalnum í dag, laug-
ardag, hefst með fjölskyldusamkomu
kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar.
Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og
fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíu-
fræðslu á ensku.
Samfélag Aðventista á Akureyri |
Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug-
ardag, hefst kl. 11. með biblíufræðslu
fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta
kl. 12.
AKRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Ferming. Prestur sr. Steinunn Arn-
þrúður Björnsdóttir. Guðsþjónusta kl.
17 á Dvalarheimilinu Höfða.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Halldór Reynisson þjónar
fyrir altari og prédikar. Félagar úr
kirkjukórnum leiða söng undir stjórn
Krisztina K. Szklénárne organista.
Kaffisopi að guðsþjónustu lokinni.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11 (útvarps-
messa). Sr. Sigurður Jónsson sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal,
djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti
er Magnús Ragnarsson.
ÁSTJARNARKIRKJA | Hausthátíð
Ástjarnarkirkju hefst með fjölskyldu-
guðsþjónustu kl. 11. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar
Guðmundsdóttur, Stella Bryndís Ingv-
arsdóttir leikur á fiðlu, börn af kirkju-
prakkaranámskeiði kirkjunnar syngja
undir stjórn Heiðu Bjarkar Ingv-
arsdóttur. Prestur sr. Kjartan Jónsson.
Á eftir er boðið upp á veitingar, hoppu-
kastala, kandifloss, fornbíla. Starf
kirkjunnar á haustmisseri verður
kynnt.
BESSASTAÐAKIRKJA | Kvöld-
messa kl. 20. Ferming. Sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir þjónar fyrir altari og prédik-
ar, Jóhann Baldvinsson organisti leiðir
safnaðarsöng.
BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma og
biblíufræðsla kl. 11 í dag, laugardag.
Hressing og samvera eftir samkomu.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11
með þátttöku félags fyrrum þjónandi
presta. Sr. Úlfar Guðmundsson prédik-
ar og sr. Gísli Jónasson þjónar fyrir alt-
ari, djákni er Nína Björg Vilhelmsdóttir.
Félagar úr Kór Breiðholtskirkju leiða
almennan safnaðarsöng, organisti er
Arngerður María Árnadóttir. Veitingar í
safnaðarheimili á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Kór Bústaðakirkju syngur undir
stjórn kantors Jónasar Þóris. Einsöng
syngja Arnheiður og Þorsteinn Sigurðs-
son, prestur sr. Pálmi Matthíasson.
Messuþjónar aðstoða. Kaffi á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Magnús B. Björnsson,. org-
anisti er Zbigniew Zuchowich, félagar
úr kór Digraneskirkju leiða söng.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr.
Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari, Dómkórinn syngur og org-
anisti er Kári Þormar.
EMMANÚELS baptistakirkjan -
Emmanuels Baptist Church |
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli
(Mass & Sundayschool) kl. 12 í
Stærðfræðistofu V 202 í Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ Skólabraut 6.
Boðið upp á veitingar á eftir. Prestur
sr. Robert Andrew Hansen. Guðsþjón-
usta á ensku og íslensku (in English &
Icelandic). Þurfi að sækja hringið í
síma 847-0081.
FELLA- og Hólakirkja | Helgistund
kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson
leiðir stundina og flytur hugleiðingu,
kór kirkjunnar syngur undir stjórn Guð-
nýjar Einarsdóttur organista. Með-
hjálpari og kirkjuvörður er Kristín Ing-
ólfsdóttir.
FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl.
16.30. Vitnisburðir, ritningarlestur og
tónlistarhópurinn leiðir lofgjörð. Boðið
er upp á aðstöðu fyrir börn en enga
gæslu. Kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta og skírn kl. 14. Sr. Hjörtur Magni
þjónar fyrir altari. Anna Sigga og Kór
Fríkirkjunnar í Reykjavík leiða tónlist-
ina ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur,
orgelleikara.
GLERÁRKIRKJA | Kvöldmessa kl.
20.30. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjón-
ar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða al-
mennan söng. Molasopi á eftir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl.
11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf-
arvogskirkju syngur, organisti er Há-
kon Leifsson. Messan er tileinkuð
messuþjónum, fundur eftir messu.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl.
10 og bænastund kl. 10.15. Messa
kl. 11. Altarisganga og samskot í Líkn-
arsjóð. Messuhópur þjónar. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur og organisti er
Árni Arinbjarnarson, prestur er sr. Ólaf-
ur Jóhannsson. Molasopi á eftir.
Hversdagsmessa með Þorvaldi Hall-
dórssyni, á fimmtudag kl. 18.10.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir
þjónar. Barbörukórinn leiðir söng undir
stjórn Guðmundar Sigurðssonar org-
anista.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson, skólaprest-
ur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
sr. Birgi Ásgeirssyni. Messan er til-
einkuð upphafi skólastarfs og skóla-
fólk aðstoðar í messunni. Félagar úr
Mótettukór syngja, organisti er Haukur
Guðlaugsson. Sögustund er fyrir börn-
in. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr.
Bjarna Þórs Bjarnasonar. Forsöngvari
er Guðrún Finnbjarnardóttir og org-
anisti Judith Þorbergsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Organisti er Bjartur Logi Guðnason, sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Tóm-
as Sveinsson. Skráning í ferming-
arfræðslu vetrarins fyrir börn fædd ár-
ið 1998. Vænst er þátttöku barnanna
og foreldra þeirra í messunni.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa
kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar,
félagar úr kór kirkjunnar syngja og
leiða safnaðarsöng og organisti er Jó-
hann Baldvinsson.
HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslu-
biskup messar. Sungin messa úr
Grallara Guðbrands Þorlákssonar. For-
söngvari er Smári Ólason. Tónleikar kl.
14 á vegum Ríkíní-félagsins.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía |
Samkoma kl. 11. Ræðumaður er Haf-
liði Kristinsson, lofgjörð. Cafe Center
er opið á eftir. Samkoma á ensku kl.
14 hjá Alþjóðakirkjunni. English
speaking service.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam-
koma kl. 20 með lofgjörð og fyr-
irbænum. Eric Guðmundsson, prestur
Aðventkirkjunnar predikar.
Kaffi á eftir.
KAÞÓLSKA kirkjan:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl.
11 og laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa
kl. 11 og 19. Virka daga er messa kl.
18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa
kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30
(nema föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði |
Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa
kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er
messa kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk |
Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30.
Laugardaga er messa á ensku kl.
18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og
virka daga kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju syng-
ur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.
Messuþjónar taka þátt í athöfninni og
prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
KIRKJUBÆJARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur er sr. Jóhanna I.
Sigmarsdóttir og organisti er Magnús
Magnússon. Kaffisala kvenfélagsins í
Tungubúð á eftir.
KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14. Sr.
Hjálmar Jónsson prédikar en einnig
þjóna sr. Steinunn Arnþrúður Björns-
dóttir og Ragnhildur Sverrisdóttir
djákni. Þorvaldur Halldórsson sér um
tónlistina.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
klukkan 11. Sr. Sigurður Arnarson pré-
dikar og þjónar fyrir altari, kór Kópa-
vogskirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová kantors kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, org-
anisti er Ólafur W. Finnsson. Kaffisopi
á eftir.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og
kynning á sunnudagaskóla kl. 11. Sr.
Bjarni Karlsson þjónar. Sunnudaga-
skólakennararnir mæta ásamt Erlu
Björk Jónsdóttur æskulýðsfulltrúa og
kynna sig fyrir börnum og foreldrum.
Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið,
kór Laugarneskirkju leiðir safn-
aðarsönginn, hópur messuþjóna ann-
ast móttöku, lestra og aðra þjónustu.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur sr. Ragnheiður Jóns-
dóttir. Í tilefni af bæjarhátíð Mosfells-
bæjar Í túninu heima frumflytur kirkju-
kór Lágafellssóknar nýtt lag sem
samið hefur verið í tilefni hátíðarinnar.
Höfundur textans er sr. Skírnir Garð-
arsson og lagið samdi Arnhildur Val-
garðsdóttir, organisti og kórstjóri. Arn-
þrúður Ösp Karlsdóttir syngur
einsöng.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Guðs-
þjónusta kl. 14. Kór Lindakirkju undir
stjórn Óskars Einarssonar og sr.
Guðni Már Harðarson þjónar.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar
úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng,
organisti er Steingrímur Þórhallsson
og sr. Sigurður Árni Þórðarson prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Veitingar á
Torginu á eftir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Kvöld-
messa kl. 20. Kór Óháða safnaðarins
leiðir sönginn undir stjórn Árna Heið-
ars Karlssonar. Boðið er uppá fyr-
irbænir. Maul eftir messu.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þórhildur
Ólafs þjónar fyrir altari og prédikar,
Sigrún Steingrímsdóttir organisti leiðir
almennan safnaðarsöng.
SALT kristið samfélag | Samkoma
kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju.
Ræðumaður er Kjartan Jónsson.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Ósk-
arsson og kirkjukórinn leiðir sönginn,
organisti er Jörg Sondermann. Veit-
ingar á eftir.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta í
Skógarbæ kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðs-
son prédikar og þjónar ásamt Aase
Gunn Guttormsen djákna, félagar úr
Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng.
Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju kl. 20.
Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik-
ar, kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng.
Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11. Þorgils Hlynur Þorbergs-
son, guðfræðingur, prédikar, Flemm-
ing Viðar Valmundsson leikur á
harmoníku og prestur er sr. Bjarni Þór
Bjarnason.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Sr. Kristinn Ólason annast
prestsþjónustuna og organisti er Jón
Bjarnason.
SÓLHEIMAKIRKJA | Messa kl. 14.
Sr. Kristinn Ólason rektor Skálholts-
skóla þjónar fyrir altari og prédikar og
Ester Ólafsdóttir organisti leiðir al-
mennan safnaðarsöng.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur und-
ir stjórn Stefáns H. Kristinssonar org-
anista. Meðhjálpari er Ástríður Helga
Sigurðardóttir.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14.
Kristján Valur Ingólfsson prédikar og
þjónar fyrir altari, organisti er Guð-
mundur Vilhjálmsson.
ORÐ DAGSINS:
Jesús grætur yfir
Jerúsalem.
(Lúk. 19)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisso
Húsavíkurkirkja
✝ Valgerður Sig-tryggsdóttir
fæddist á Ytra-
Álandi, Þistilfirði,
N-Þing., 10. desem-
ber 1923. Hún lést
á Hornbrekku,
Ólafsfirði, 20.
ágúst 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Sigtryggur
Vilhjálmsson,
bóndi á Ytri-
Brekkum og Ytra-Álandi í
Þistilfirði, f. á Skálum, N-Þing.
12. nóvember 1887, d. 16. sept-
ember 1928, og Valgerður Frið-
riksdóttir, fædd á Núpi undir
Eyjafjöllum 9. febrúar 1892, d.
24. júlí 1957. Alsystkini Val-
gerðar: Friðrik Elías, f. 1913,
d. 1914; Vilhjálmur, f. 1915, d.
1984; Friðrik Elías, f. 1916, d.
2006; Oddný, f. 1918, d. 2002;
Sigríður, f. 1919, d. 1982; Guð-
mundur, f. 1921, d. 2003; Aðal-
björg, f. 1925, d. 1994; Þor-
björg, f. 1927. Sammæðra:
Helga, f. 1931; Kolbeinn, f.
1938.
Eiginmaður hennar var: Jón
G. Steinsson, verkstjóri og síð-
ar fiskeftirlitsmaður í Ólafs-
firði, f. í Burstabrekku í Ólafs-
firði 6. janúar 1925, d. 12.
janúar 1990. Börn þeirra eru:
1) Helga Jónsdóttir, f. 1949.
Eiginmaður: Jón Ævar Klem-
jana Jóhanna, f. 1972. Maki:
Bjarni G. Magnússon, f. 1975.
4.b Elín Björg, f. 1974. Maki:
Stefán Þór Bárðarson, f. 1973.
4.c Alma Rós, f. 1980. Maki:
Ægir Rafnsson, f. 1975. Synir:
Emil Áki, f. 2000, Ásbjörn Elí,
f. 2006. 5) Gunnar J. Jónsson, f.
1954. Eiginkona: Matthildur
G.Matthíasóttir, f. 1953. Synir
þeirra: 5.a Sigurbjörn Jón, f.
1973. Sambýliskona: Sigríður
Ragna Sverrisdóttir, f. 1971
Synir: Ernir, f. 2000 (fóst-
ursonur), Úlfar, f. 2008. 5.b
Steinn Viðar, f. 1976. Sambýlis-
kona: Svanhildur Þóra Jóns-
dóttir, f. 1982. Fósturdóttir:
Birta Kristín Jóhannsdóttir, f.
2002. 6) Sigríður S. Jónsdóttir,
f. 1955. Eiginmaður: Baldur
Aadnegard, f. 1954. Synir
þeirra: 6.a Jón Valgeir, f. 1973.
Maki: Hrönn Gylfadóttir, f.
1974. Börn: Ágúst Örn, f. 1996,
Ívan Darri, f. 1998, Sunna Kar-
en, f. 2002. 6.b Jónas, f. 1976.
Sambýliskona: Kristín Svava
Stefánsdóttir, f. 1980. 6.c Bald-
ur Ævar, f. 1981.
Valgerður ólst upp í Þist-
ilfirði og lauk þar hefðbundinni
skólagöngu. Síðan tók við nám
á Eiðum og síðar í Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur. Hún fluttist
til Ólafsfjarðar 1948 og var
húsmóðir lengst af. Síðustu
starfsárin starfaði hún í eldhúsi
dvalarheimilis Hornbrekku.
Matur og matseld var hennar
aðalsmerki.
Útför Valgerðar verður gerð
frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 27.
ágúst 2011, og hefst athöfnin
klukkan 14.
ensson, f. 1946.
Börn þeirra: 1.a
Guðrún, f. 1967.
Maki: Árni Jóns-
son, f. 1964. Börn:
Kolbeinn Arnar, f.
1995, Katrín Eva,
f. 2001. 1.b Klem-
enz, f. 1968. Sam-
býliskona: María
Magnúsdóttir, f.
1972. Börn: Helga,
f. 1999, Tinna, f.
2002. 1.c Rósa, f. 1973. Maki:
Sigurbjörn Þorgeirsson, f.
1971. Börn: Þorgeir Örn f.
1999, Guðrún Fema, f. 2000,
Sara, f. 2003. 2) Steinn Jónsson,
f. 1950, d. 2006. 3) Sigtryggur
V. Jónsson, f. 1950 Eiginkona:
Guðrún Jónmundsdóttir, f.
1950. 3.a Valgerður, f. 1968.
Sambýlismaður: Tryggvi Jóns-
son f. 1966. Börn: Lilja Dögg, f.
1988, Guðrún Ósk, f. 1994, Jón
Valgeir, f. 1996, Eybjörg Rós, f.
2007. 3.b Steingerður, f. 1974.
Maki Ólafur Ægisson, f. 1974.
Börn: Ægir Óli, f. 2002, Karítas
Rún, f. 2004. 3.c Jónína Kristín,
f. 1978. Sambýlismaður: Guðjón
Andri Guðjónsson, f. 1973.
Börn: Sigtryggur Valgeir, f.
1998, Þuríður Helga, f. 2007,
Steingerður Klara, f. 2008. 4)
Ásbjörn Jónsson f. 1951 Eig-
inkona: Rósa K. Óskarsdóttir, f.
1954. Dætur þeirra: 4.a Krist-
Elsku amma, takk fyrir allar
frábæru stundirnar sem við átt-
um saman.
Alltaf var gott að koma í
Vesturgötuna. Það voru margar
súkkulaðikökurnar sem þú varst
búin að baka handa okkur
barnabörnunum. Þú hugsaðir
alltaf um að við fengjum nóg að
borða og værum aldrei svöng.
Þú hafðir mikinn áhuga á mat
og góður matur var þitt áhuga-
mál. Alltaf var til nægur matur
og frystikistan iðulega full. Afi
var líka duglegur að koma með
fisk heim sem hann fékk á
bryggjunni eða veiddi sjálfur.
Síðar fórstu að vinna í eldhúsinu
á Hornbrekku. Alltaf kom mat-
ur við sögu.
Þú varst alltaf svo góð og
blíð. Svo varstu ótrúlega þol-
inmóð. Þú sast á stólnum þínum,
fléttaðir fingurna saman og svo
snerust þumlarnir hvor um ann-
an. Það var alveg sama upp á
hverju afi tók með okkur krökk-
unum þú varst alltaf þvílíkt
róleg.
Vesturgatan var alltaf opin og
við gátum komið og farið eins og
við vildum. Alltaf fóru allir
pakksaddir frá þér, þá leið þér
vel.
Síðan þú fórst á Hornbrekku
hefur mér alltaf fundist skrítið
að fara til Ólafsfjarðar og heim-
sækja þig ekki í Vesturgötuna.
Það var eins og eldhúsið þitt
væri einhver miðstöð því það
var undantekning ef ég hitti
ekki fleiri úr fjölskyldunni þegar
kíkt var í kaffi. Þér þótti einnig
gaman að gefa okkur hannyrð-
arnar þínar sem voru málaðir
dúkar sem þú nostraðir við. Þér
þótti mjög vænt um alla. Þú
fylgdist líka vel með hvar allir
voru á hverjum tíma og hvað
fólkið þitt var að gera. Alveg
fram á síðasta dag.
Með djúpri virðingu og þökk
kveð ég þig, elsku amma, hvíl í
friði.
Guðrún
Jónsdóttir.
Elsku amma Valgerður, mig
langar að kveðja yndislega
ömmu. Þú varst alltaf svo glöð
og góð þegar ég kom í heim-
sókn. Það verður skrýtið að
koma til Ólafsfjarðar þegar þú
ert farin. Ég get ekki komið upp
á Hornbrekku og fengið nammi
eins og alltaf þegar ég kom. Það
var spennandi að athuga í skáp-
inn. Svo fékk ég að fara fram á
gang og prófa göngugrindina
þína. Þú hafðir líka svo gaman
af því þegar ég, Sara og Guðrún
vorum að syngja fyrir þig.
Þú ert besta amma.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesú, vertu hjá mér.
(Ásmundur Eiríksson)
Kveðja.
Katrín Eva.
Látin er í Ólafsfirði móður-
systir mín Valgerður Sigtryggs-
dóttir, ávallt kölluð Valla. Lág-
vaxin og fríð, létt á fæti, kvik í
hreyfingum og vel áttuð þar til
yfir lauk.
Valla var tveimur árum eldri
en móðir mín og þær voru alla
tíð nánar þótt örlögin höguðu
því þannig að þær byggju hvor í
sínum landshlutanum þegar þær
stofnuðu fjölskyldur. Sam-
göngur milli Reykjavíkur og
Ólafsfjarðar voru erfiðari í þá
daga en nú og því hittust þær
systur ekki oft. Ættmennin í
Ólafsfirði voru því framan af
nokkuð fjarlæg og leyndardóms-
full í mínum huga.
Það breyttist þó sumarið 1979
en þá hafði Jón, maður Völlu,
útvegað mér sumarvinnu í
Ólafsfirði í öðru af frystihúsum
staðarins. Valla og Jón, sem þá
voru orðin ein eftir í kotinu, hik-
uðu ekki við að axla ábyrgð á 18
ára unglingi úr höfuðborginni.
Þetta sumar rennur mér seint
úr minni. Þarna kynntist ég
stórri fjölskyldu sem ég hafði
haft takmörkuð kynni af áður,
en öll sex börn þeirra hjóna
voru þá búsett í Ólafsfirði ásamt
fjölskyldum sínum. Það var því
iðulega líflegt í Vesturgötunni
þar sem börn, tengdabörn og
barnabörn litu inn daglega.
Það er óhætt að segja að
Valla hafi stjanað við mig þetta
sumar og reyndar þau bæði, hún
og Nonni. Valla sá til þess að ég
fengi góðan og næringarríkan
mat og þegar unnið var lengi
frameftir beið oft á tíðum heitt
bað þegar heim var komið.
Heita vatnið rann hægt í Ólafs-
firði þá og tók óratíma að fylla
baðkarið. Þau hjónin hvöttu mig
óspart til samskipta við jafn-
aldra mína í firðinum og það var
auðsótt mál að fá að fara á
sveitaball, en þau voru ófá þetta
sumarið. Það var ómetanleg
reynsla fyrir mig, borgarbarnið,
að upplifa lífið í litlum bæ á
landsbyggðinni en ríkust varð
ég af því að kynnast og byggja
upp tengsl við móðursystur
mína og fjölskyldu hennar.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um Völlu. Hún var ein-
ungis fimm ára þegar faðir
hennar lést snögglega frá eig-
inkonu og átta börnum. Hún
þurfti ung að sjá sér farborða og
vann hörðum höndum stóran
hluta ævi sinnar. Þráin eftir
menntun var rík og Valla komst
í héraðsskólann á Eiðum þar
sem hún stundaði um tíma nám
ásamt móður minni og Obbu,
systur þeirra. Valla giftist og
flutti á heimaslóðir mannsins
síns norður í Ólafsfjörð. Í Ólafs-
firði eignaðist hún sex börn á
sex árum og kom þeim öllum til
manns.
Það hefur útheimt elju og út-
sjónarsemi að ala önn fyrir svo
stórum hópi. Allt var gert af
myndarskap; hún útbjó og eld-
aði góðan mat sem ávallt var
nóg af, bakaði, saumaði og
prjónaði og bjó manni sínum og
börnum hlýlegt heimili sem varð
samkomustaður stórfjölskyld-
unnar þegar öll börnin voru flutt
að heiman.
Hörð lífsbarátta og hækkandi
aldur breyttu ekki frænku
minni. Hún var alla tíð ungleg,
glettin og brosmild og hafði
gaman af því að slá á létta
strengi. Hún sá það góða í öllum
og var sátt við líf sitt. Æðruleysi
og jafnaðargeð eru þau orð sem
ég tel að lýsi henni best.
Við Tryggvi sendum eftirlif-
andi systkinum Völlu, börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Ragnhildur
Ragnarsdóttir.
Valgerður
Sigtryggsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Valgerði Sigtryggs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.