Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Það haustar brátt
að og smám saman
tekur myrkrið meiri
völd og oft hugsar
maður að það sé á
margan veg gott, því
betur kunni maður að
meta birtuna og ljósið.
En það er líka margt
myrkrið í mann-
heimum, þó yfir sé
bjart hið ytra. Það
húmar oft að í huga
manns þegar váleg tíðindi berast og
það er allt of oft. Hryllingsatburð-
urinn í Útey gekk hjarta nær, svo
skelfileg ímynd grimmdar og hat-
urs blasti við sjónum, haturs sem
því miður er gælt við svo víða. Ná-
lægðin hafði sín magnþrungnu áhrif
á okkur hér á landi og samkenndin
því meiri, en þá fljúga um hugann
fregnir daganna um atburði í meiri
fjarlægð, daglega er mannslífum
eytt í hörmulegu tilgangsleysi trú-
arofstækis og þjóðernishyggju, við
aðeins orðin einum of vön þessu til
að finna nægilega til, þegar sak-
leysingjar eru myrtir með köldu
blóði fyrir einhverja tilbúna trú eða
„hugsjón“. Það er ekki
að furða þó sagt sé af
vísum mönnum að
maðurinn sé grimm-
asta skepna jarðar-
innar.
En við getum einnig
litið okkur nær, því
meðal okkar leynast
hreinir óþurftarmenn,
sterkt til orða tekið, en
hér á ég við sölumenn
dauðans sem ég kalla
svo er selja eiturlyf af
ýmsu tagi sem leiða til
lífseyðileggingar eða dauða. Það er
skelfileg staðreynd að í helztu
ábyrgðarmennina, þá sem fjár-
magna á bak við, næst sjaldan eða
aldrei, það eru aumir þjónar þeirra,
burðardýrin svokölluðu, sem tekin
eru og þetta vesæla fólk gefur ekki
upp þann eða þá sem fjármagna
kaupin, enda eiga menn ekki von á
góðu ef þeir upplýsa slíkt, limlest-
ingum eða jafnvel dauða. Þetta er
svo sem kunn saga hvarvetna í
heiminum og erfitt utan efa að
koma böndum á þennan glæpalýð,
en hreint út sagt grátlegt að vita af
þessari staðreynd og veit ég þó vel
að lögreglan gerir allt sem í hennar
valdi stendur, því við erum þó svo
heppin að lögreglumenn hér eru
ekki leiguþý eiturlyfjabarónanna
eins og víða þekkist. En það er víða
seilst til áhrifa og fanga og einnig
þar verðum við að vera vel á verði.
Þegar hinn illræmdi Schengen-
sáttmáli var innleiddur hér bentu
hinir mætustu menn á þá viðbótar-
hættu sem í eftirlitsleysi sáttmálans
felst, einmitt varðandi eiturlyfin.
Það er engin spurning að hin nei-
kvæðu áhrif þessa sáttmála eru
mikil og víðfeðm þó enginn ætli
þeim er hann lögleiddu að slík þró-
un hafi verið tilgangurinn. Þar kom
eins og í fleira hið blessaða gæsa-
lappafrelsi til sögunnar sem gyllir
svo margt görótt og illt, þar sem
gróðasjónamiðin eru allsráðandi.
Og þá að áfenginu, mikilvirkasta
eiturefninu en um leið því löglega,
og þar ríkir oft og iðulega gróðag-
ræðgin ein og einnig þar vilja sumir
helzt engin takmörk setja. Í nafni
einhvers óskilgreinds frelsis vilja
menn engin boð né bönn eins og er
svo vinsælt að segja, hver kannast
ekki við háværa kröfu um áfengið í
matvörubúðir, óheft auglýs-
ingaflæði áfengis, lægri áfeng-
iskaupaaldur og þar fram eftir göt-
unum, stundum bíður maður eftir
því að frelsispostularnir vilji heimila
akstur undir áhrifum áfengis, svo
gengur frelsishjalið oft út í öfgar.
Og það þykir ekki þarft að benda á
hinar hræðilegu afleiðingar sem
stafa af áfengisneyzlu, allt yfir í tor-
tímingu mannlegra eiginda, manns-
lífa þegar skelfilegast er, því svo oft
hefur undirritaður verið spurður að
því hvað hann sé að agnúast út í
„blessað“ brennivínið.
Það er svo efni í aðra grein
hversu margir virðast lifa á því að
reka veitingahús með svo himin-
hárri álagningu á áfengi að annað
eins finnst ekki. En þar eru við-
skiptavinirnir líka oft með svo
slævða dómgreind að það er hægt
að bjóða þeim upp á hvað sem er.
En ljótur er sá leikur. Aðeins í lok-
in skal skorað á fólk að gleyma
aldrei þeirri frumskyldu sinni að
standa hvarvetna vörð um hin
mannlegu gildi, ekki sízt í þessu
efni.
Eftir Helga Seljan »… meðal okkar leyn-
ast hreinir óþurftar-
menn, sterkt til orða
tekið, en hér á ég við
sölumenn dauðans sem
ég kalla svo er selja
eiturlyf af ýmsu tagi
sem leiða til lífseyði-
leggingar eða dauða.
Helgi Seljan
Höfundur er formaður
fjölmiðlanefndar IOGT.
Varðstaðan um mannleg gildi er skylda okkar allra
Truflaðu ekki líf
þitt með óþarfa
flækjum sem hægt
hefði verið að komast
hjá. Kveiktu ekki
elda sem ekki verða
svo auðveldlega
slökktir. Því þeir
munu ekki gera ann-
að en skilja eftir
sviðna jörð, kramin
hjörtu og flakandi
sár. Eða í besta falli
djúp og illgræðanleg ör, í það
minnsta á sálinni.
Hugurinn beri
ekki hjartað ofurliði
Ef svo ólíklega vildi til að einn
daginn taki sá tími yfir þig að
renna að heimurinn taki í þig að
toga, hugurinn að flögra um, fram-
kalla fallvalta fegurð og girnast og
gæla við grasið í næsta garði, þá
muntu jafnframt upplifa og finna
að hjarta þitt hrópar á félaga. Því
það þráir jafnvægi og traust, frið
og ást.
Hafðu hugfast að yndisþokkinn
getur verið svikull og fríðleikinn
hverfull. Hann getur verið fall-
valtur sem þunnur ís, sleipur sem
skínandi svell eða háll sem olía og
getur heimtað af þér æruna eins
og hendi sé veifað.
Gleymdu því ekki að heima hjá
þér bíður fólk sem treystir þér,
reiknar með þér og stólar á þig,
þráir þig og elskar þig. Hlauptu
ekki eftir því sem hugurinn girnist
hverju sinni því það leiðir þig að-
eins í vegleysu og ógöngur.
Hlustaðu heldur eftir því hvað
hjarta þitt þráir en hvað hugurinn
girnist. Gættu þess að láta hugann
aldrei bera hjartað ofurliði. Fáðu
vin þinn, Guð, í lið með þér. Hann
sem vill þér vel, hann sem hefur
og vill fá að blessa þig.
Sópaðu stöðugt hjarta þitt.
Berstu hinni góðu baráttu og
gefstu ekki upp. Því
að bænin herðir þig
upp, hún hysjar upp
um þig, girðir hugann
og færir sálinni fró,
svo það tekur að
flæða um þig vellíðan
og ólýsanlegur himn-
eskur friður.
Og mundu að
skemmtun er bara
hugarástand sem veit-
ir aðeins stundargleði.
Hún er yfirborðs-
kennd og skammvinn og skilur lít-
ið eftir sig annað en áhyggjur og
sektarkennd.
Hin hjartanlega hamingja veitir
hins vegar sanna gleði því hún er
varanleg vegna þess að hún bygg-
ir á djúpri alvöru.
Að njóta uppskerunnar
saman
Ef þú vilt að hjarta þitt slái í
fjölskyldu þinni þá þarftu að verja
tíma þínum með henni. Þið þurfið
að vera saman og tala saman. Þú
þarft að leggja þig fram við að
hlusta, þið þurfið að vinna saman,
gráta saman, gleðjast saman og
njóta uppskerunnar saman.
Vertu þar sem hjarta þitt slær,
ekki þar sem heimurinn lokkar og
hugurinn girnist.
Ljóð sem lifa
Gleymdu ekki að börnin þín eru
ljóð, ort af ykkur saman. Ljóð
sem lifa. Ávöxtur ástar, óður til
lífsins. Lífs, sem þið kveiktuð
saman, með Guðs hjálp. Lífs, sem
heldur áfram og verður aldrei af-
máð.
Þar sem hjartað slær
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn
Þorkelsson » Vertu þar sem hjarta
þitt slær, ekki þar
sem heimurinn lokkar
og hugurinn girnist.
Höfundur er rithöfundur.
www.gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Styrkir
Reykjavíkurborgar
Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má
senda á netfangið styrkir@reykjavik.is
www.reykjavik.is/styrkir
Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir
næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsókn-
um um styrki vegna starfsemi á árinu 2012.
Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og
efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og
einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjón-
ustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og
forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a.
veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:
• félags- og velferðarmála
• mennta- og frístundamála- grunnskólar/
leikskólar/frístundamiðstöðvar
• íþrótta- og æskulýðsmála
• mannréttindamála
• menningarmála
Á vefsíðunni www.reykjavik.is/styrkir er
hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um
umsóknarferli. Einnig er þar að finna reglur um
styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur
borgarinnar í einstökum málaflokkum.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru
einungis teknar til greina umsóknir sem berast
innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem
reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á
umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um
styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar
vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni
eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna
hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu
fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með
hliðsjón af eftirfarandi:
• markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé
að þeim verði náð
• hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
• hvort unnt sé að meta framvindu verksins
• hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem
styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur
• væntanlegum árangri og ávinningi fyrir
umrædda starfsemi
• fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra
fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn
Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undir-
gangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um
styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og
ráða verði lokið í ársbyrjun 2012.
h
u
n
a
n
g
·s
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is