Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2011  Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið bjóða gestum í heimsókn í dag, verða með opin hús. Borgarleikhúsið verður með dagskrá milli kl. 13 og 16 og Þjóðleikhúsið milli 14 og 17. Morgunblaðið/G. Rúnar Borgar- og Þjóðleik- hús opna dyr sínar  Á morgun, 28. ágúst, munu bassaleikarinn Tómas R. Einars- son og slagverks- leikarinn Matthías MD Hemstock flytja lagaflokk Tómasar, Streng, í Norræna húsinu. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur. Inn í fléttast fjöl- breytileg vatnshljóð og myndbönd. Strengur kom út á geisladiski og mynddiski sl. vor. Strengur Tómasar og Matthíasar fluttur  Akureyrarvaka hófst í gær og í dag verður boðið upp á fjölda viðburða og sýninga í bænum. Má þar nefna ljós- myndasýningu Höllu og Hildar Ólafs- dætra, Inn og út um gluggann, í sýn- ingarsal BSA á Laufásgötu 9 og opið hús á vinnustofum hönnuða á Ráð- hústorgi 7, 2. hæð. Fjölbreytta dagskrá vök- unnar má kynna sér á vefnum visitakureyri.is. Fjöldi viðburða á Akureyrarvöku í dag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stöðugt styttist í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í brids, þar sem íslenska landsliðið freistast til þess að endurheimta Bermúda- skálina sem það vann með svo eft- irminnilegum hætti í Japan 1991. Síðan landsliðshópurinn var til- kynntur hefur verið æft af kappi og nú í lokaundirbúningnum er álagið með mesta móti með það að mark- miði að spilararnir verði sem best til keppni búnir þegar mótið hefst í Hollandi 16. október. 22 þjóðir víðs vegar að úr heiminum keppa um Bermúdaskálina og má ætla að flestar ef ekki allar sveitir stefni á toppinn. Allt á fullu „Það er allt á fullu,“ segir Björn Eysteinsson, fyrirliði og þjálfari landsliðsins eins og þegar Ísland varð heimsmeistari fyrir 20 árum. Frá því fyrr í sumar hefur hópur- inn hist þrisvar í viku og tekið á því, bæði líkamlega og andlega. Björn segir mikilvægt að spilar- arnir séu í góðu líkamlegu ástandi, því keppnin standi yfir í rúmlega tvær vikur og spilað sé í 10 til 12 tíma á dag. „Menn verða að vera þokkalega á sig komnir til þess að halda þetta út allan tímann,“ segir hann og bætir við að þeir stundi líkamsrækt saman þrisvar í viku, hlaupi úti og taki á því í tækjunum hjá World Class í Laugum í Laugardal. Tvisvar í viku taki bridsæfingar við að loknum líkamlegu æfingunum og þá sé farið yfir flóknari stöður, samvinnu í vörn, úrspili, sögnum og fleira, til að búa menn sem best undir komandi átök við spilaborðið. „Við er- um saman fimm til fimm og hálfan tíma á þriðjudögum og fimmtudögum og látum nægja að hlaupa og taka aðeins á því á laugardögum,“ segir hann. Mótin mikilvæg Ekki nægir að vera í góðu lík- amlegu ástandi og æfa sagnir og fleira heldur er nauðsynlegt að keppa sem mest og líkja eftir fyrirkomulaginu í heimsmeistara- keppninni í Hollandi. Um helgina fer fram mót með erlendum þátt- takendum og samskonar mót verð- ur um miðjan september. Sam- hliða því verður sérstakt mót til að minnast árangursins fyrir 20 ár- um. Á meðal keppenda verður sænskt par sem var mótherji Ís- lands 1991. »18 Tekið á því fyrir úrslitin  Bridslandsliðið aftur á meðal þeirra bestu Morgunblaðið/Eggert Æfingar Landsliðið í brids slær ekki slöku við æfingarnar enda úrslitakeppni heimsmeistaramótsins framundan. Björn Eysteinsson er fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins í brids sem tekur þátt í úrslita- keppni heimsmeistaramótsins í Hollandi í október. Hann gegndi sömu stöðu fyrir 20 ár- um þegar íslenska sveitin tryggði sér Bermúdaskál- ina eftirsóttu og varð heimsmeist- ari í fyrstu til- raun. Þá skip- uðu landsliðið Aðalsteinn Jörgen- sen, Guðmundur Páll Arnarson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson og Örn Arnþórsson. Í landsliðinu núna eru pörin Aðalsteinn Jörgensen - Bjarni H. Einarsson, Jón Baldurs- son - Þorlákur Jónsson og Magnús E. Magnússon - Sigurbjörn Har- aldsson. Auk Björns eru því Aðal- steinn, Jón og Þorlákur á leið á fornar slóðir. Fjórir á fornar slóðir BARÁTTAN UM BERMÚDASKÁLINA Jón Baldursson 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Kom að eiginkonunni í bólinu ... 2. Með haglabyssu á Select 3. Hilmar hættur sem rektor 4. Fékk 15 milljarða rukkun FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt, skýjað V-lands, en bjart A-til. Hiti 6 til 15 stig að deginum, hlýjast SV- og S-lands. Á sunnudag Suðvestan 5-13, hvassast NV-lands. Skýjað og dálítil rigning eða súld um V- vert landið, en bjart að mestu A-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast SA-lands. Á mánudag og þriðjudag Suðlæg átt með dálítilli vætu SV- og V-lands, en annars þurrt og víða bjart. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast A-lands. Viktor Kristmannsson, margfaldur Ís- landsmeistari í fimleikum, er farinn til Finnlands þar sem hann ætlar að vera við æfingar á næstunni. Viktor tjáði Morgunblaðinu að þetta væri besti undirbúningur sem völ væri á fyrir hann áður en hann reynir við úr- tökumót fyrir Ólympíuleikana í Lond- on 2012 í janúar. Viktor mun æfa með finnska meistaranum. »1 Viktor æfir með finnska meistaranum í vetur Stjarnan úr Garðabæ steig í gærkvöldi stórt skref í átt- ina að Íslandsmeistaratitl- inum í knattspyrnu kvenna. Stjarnan fór til Vestmanna- eyja og sigraði öflugt lið ÍBV 2:0 og hefur nú sjö stiga forskot á Val þegar að- eins þrjár umferðir eru eftir. Stjarnan þarf því aðeins einn sigur til viðbótar til að verða Íslandsmeistari í fyrsta skipti. »2 Stjarnan steig stórt skref Ásdís Hjálmsdóttir og Kristinn Torfason eru komin til Daegu í Suð- ur-Kóreu þar sem þau keppa á heimsmeist- aramótinu í frjáls- íþróttum sem hófst í nótt. Ásdís er staðráðin í að komast í úrslit í spjótkasti og Kristinn vonast eftir því að bæta sinn besta árang- ur. »4 Ásdís ætlar sér í úrslitin í Suður-Kóreu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.