Morgunblaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn hef-
ur aldrei verið eins lélegt og í sum-
ar. Ungarnir voru 54 í fyrra og að
meðaltali 156 á árunum 1974-2010.
Að þessu sinni sáust aðeins 24 lif-
andi andarungar í ungatalningu í
júlí „Það segir ekki alla söguna því
sumir voru dauðvona,“ segir Ólafur
K. Nielsen vistfræðingur.
Ólafur og Jóhann Óli Hilmars-
son fuglafræðingur, gagnrýna
borgina harðlega fyrir áhugaleysi
um fuglalífið.
Varla er það til marks um brenn-
andi áhuga að skýrsla um fuglalíf
Tjarnarinnar sem þeir Ólafur og
Jóhann Óli afhentu garðyrkju-
stjóra í janúar sl. var ekki lögð fyr-
ir umhverfisráð fyrr en 9. ágúst sl.,
átta mánuðum síðar. Staðgengill
garðyrkjustjóra segir að ýmislegt
hafi verið gert til að hlúa að fugla-
lífi og meira sé í pípunum.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að
gargönd sé nærri horfin, duggönd
og æðarfugl muni hverfa á næstu
árum en að stokkönd og skúfönd
séu í góðu gengi.
Fuglalífið á Tjörninni hefur ver-
ið vaktað frá árinu 1973, hin síð-
ustu ár af þeim Ólafi og Jóhanni
Óla.
Ólafur segir að sumarið 2010
hafi verið slæmt en ungatalning í
júlí hafi leitt í ljós að sumarið 2011
hafi verið það versta hingað til.
Krefst ekki háskólagráðu
Ólafur bendir m.a. á að æðar-
fuglinn eigi orðið erfitt með að
koma upp ungum. „Það hafa orðið
breytingar á Tjörninni og ungarnir
finna ekki lengur æti. Þeir lifa á
stórgerðum krabbadýrum í sjónum
og þurfa próteinríkara fæði en
brauðið sem er uppistaðan í fæðu
þeirra á Tjörninni. Við höfum bent
á að það þurfi að fóðra þá með
réttu fóðri, líkt og framleitt er í
verksmiðjum og æðarbændur nota
til að ala upp æðarunga í þúsunda-
tali til sleppingar,“ segir Ólafur.
Í skýrslunni leggja Ólafur og Jó-
hann til að hafið verði skipulagt
ræktunarstarf og eftirlit. Þetta
taki til umhirðu fuglalífsins í víð-
asta skilningi, s.s. að varplöndin
verði undirbúin undir komu varp-
fuglanna, að þar sé þeim tryggt ör-
yggi, að ungunum sé tryggð fæða
eftir að þeir koma á vatn og að til-
vist andartegunda sem eru að
hverfa verði tryggð með slepping-
um ef nauðsyn krefur. Þeir vísa til
tillagna úr fyrri skýrslum sínum
varðandi nánari útfærslu.
Aðspurður segir Ólafur að borg-
in hafi lítið eða ekkert gert með til-
lögurnar. „Þessi stefna afskipta-
leysis, látum þá sjá um sig, var í
sumar eins og áður.“ Reyndar hef-
ur verið auglýst eftir líffræði-
menntuðum starfsmanni til að sjá
um endurnar, andapabba, en und-
irtektirnar hafa verið litlar. Ólafur
segir ekki þörf á háskólagráðu í
starfið. Natni og áhugi dugi.
Jóhann Óli Hilmarsson fugla-
fræðingur segir til lítils að vakta
fuglalífið ef lítið sem ekkert sé gert
við niðurstöðurnar. Eitthvað hafi
verið gert en alls ekki nóg. Einföld
aðgerð eins og að eyða hvönn úr
Þorfinnshólma vefjist fyrir borg-
inni. Þarna hafi áður verið aðal-
kríuvarpið við Tjörnina en krían
þoli alls ekki hvönn eða annan há-
vaxinn gróður og hafi því ekki orp-
ið í hólmanum árum saman.
Ýmislegt í gangi
Örn Sigurðsson, staðgengill
garðyrkjustjóra, segir að ýmislegt
hafi verið gert í samræmi við til-
lögur skýrsluhöfunda, s.s. varðandi
girðingar og vatnavegi. Í haust
verði hafist handa við að grafa
skurð sem á að bæta vatnafarið við
Tjörnina, en þetta er liður í átaki í
samvinnu við Háskóla Íslands og
Norræna húsið. Þá segir hann að
heilbrigðiseftirlitið hafi komið í veg
fyrir að mengun berist í Tjörnina.
Ítrekað komi í ljós að lagnir séu
vitlaust tengdar þannig að skólp sé
tengt við affallslagnir. Um fóðrun
og sleppingar segir hann að slíkt sé
dýrt og slíkar ákvarðanir verði að-
eins teknar af borgarfulltrúum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ókleifur múr Reykjavíkurborg hefur ítrekað reynt að halda aftur af hvönn í Þorgeirshólma, án árangurs. Fuglafræðingur segir eyðingu einfalt mál.
Eintómt eftirlit er til lítils
Höfundar skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar segja borgina áhugalausa Stað-
gengill garðyrkjustjóra segir ýmislegt hafa verið gert Aldrei færri ungar
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
23. - 25.sept. og 30.sept - 2.okt. 2011
www.karieythors.is; rosamatt@gmail.com; Sími: 894-2992
NLP Practitioner
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í lífinu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er erfitt að höndla gagnrýni?
© Kári Eyþórs.
Kári Eyþórsson MPNLP
Fiskistofa lagði samtals ellefu millj-
ónir króna á strandveiðibáta vegna
umframafla í veiðiferð í maí og júní.
Álagningin skiptist nokkuð jafnt á
mánuðina samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu sem hefur eftirlit með
veiðunum og innheimtir greiðslur.
Álagningu fyrir seinni tvo mánuði
strandveiðitímans er ekki lokið.
Heimtur eru yfir 95% vegna maí
og um 90% vegna júní. Vegna veiði
umfram hámark í veiðiferð þessa tvo
mánuði hafa verið sendir út liðlega
400 greiðsluseðlar. Fylgst er með
hvort menn ástundi veiði umfram
aflaheimildir og brjóti gegn reglum
um tímalengd veiðiferðanna.
Í sumar hafa alls verið gefin út um
690 strandveiðileyfi og landanir
nálgast sextán þúsund. Fyrir hverja
veiðiferð gilda reglur um hámarks-
afla, tímalengd og veiðidaga. Afli
bátur umfram hámarkið í veiðiferð
ber að endurgreiða andvirði aflans
sem umfram er á markaðsverði í
Verkefnasjóð sjávarútvegsins.
aij@mbl.is
Innheimt
vegna um-
framafla
Morgunblaðið/RAX
„Þetta er bráðabirgðalausn að mínu
mati, en góð lausn fyrir hælisleit-
endur ef horft er til þess hvernig
málið hefði getað farið,“ segir Krist-
ín Völundardóttir, forstjóri Útlend-
ingastofnunar, um ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar í sambandi við málefni
stofnunarinnar.
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum
í gær að veita Útlendingastofnun
aukaframlag vegna reksturs mið-
stöðvar fyrir hælisleitendur.
Kristín segir að Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra hafi til-
kynnt sér að ræða þyrfti frekar hver
fjárhæðin yrði á endanum. Útlend-
ingastofnun vinni áfram í því að fá
fjármagn vegna hælisleitenda að-
skilið frá rekstrarfé stofnunarinnar
og fá aukið fjármagn svo máls-
meðferð verði styttri og kostnaður
þar með minni. steinthor@mbl.is
„Góð lausn
fyrir hælis-
leitendur“
„Hluti af ánægjunni er að fá að sjá alla sköpunargleð-
ina á einu borði,“ segir Auður Skúladóttir múffulista-
kona en „Mömmur og möffins“ á Akureyri munu halda
lautarferð í Lystigarðinum á Akureyri á morgun
sunnudag klukkan 14-17.
Sem kunnugt er var þeim bannað að halda múffubas-
ar fyrr í sumar þar sem múffurnar voru bakaðar í
heimahúsum en ekki viðurkenndum eldhúsum. En nú
hefur verið fundin leið til að koma múffunum til neyt-
enda. Þeir einfaldlega næla sér í múffu og leggja um
leið fram 250 krónu framlag til styrktar fæðingar-
deildar sjúkrahússins á Akureyri.
„Við hvetjum alla til að koma með teppi, kaffi á brúsa
og djús handa krökkunum og auðvitað er tilvalið að
taka með sér guðdómlegar múffur og eiga með okkur
ljúfa stund,“ segir Auður.
Bakaríið við Brúna á Akureyri hefur gefið 300 múff-
ur sem verða einnig í boði. Mælt er með að gestir komi
með listaverkin sín um klukkan 14 svo að tími gefist til
að virða listaverkin fyrir sér. mep@mbl.is
Gómsætar múffur í
boði í lautarferðinni
Fá múffur að gjöf og styrkja um leið gott málefni
Ljósmynd/Agnes Skúladóttir
Sköpun Listaverk sem hægt er að borða verða til sýnis.
Samkvæmt upplýsingum frá borg-
inni hefur ítrekað verið reynt að
halda aftur af hvönn í Þorfinns-
hólma en það ekki tekist. Ólafur
og Jóhann Óli telja málið ekki flók-
ið. „Það er ekkert einfaldara en að
eyða henni. Bara strengja svartan
dúk yfir hólmann og moka sandi
yfir. Þetta hefur verið klór og hálf-
kák. Þeir hafa tekið bút af hólm-
anum en það þýðir ekkert annað
en að taka allan hólmann og eyða
henni. Það þýðir ekkert að skilja
eftir eina einustu plöntu,“ segir
Jóhann Óli. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hefur ofan-
greindri aðferð verið beitt gegn
bjarnarkló, sem er skyld hvönn, í
Danmörku með ágætum árangri.
Ólafur K. Nielsen tekur í sama
streng og segir með ólíkindum að
sú hersing sem starfi fyrir garð-
yrkjudeild borgarinnar geti ekki
eytt hvönninni.
Segja einfalt að eyða hvönn
HVÖNNIN HEFUR SIGRAÐ BORGINA TREKK Í TREKK